Handbolti

Fékk 750 þúsund króna sekt fyrir að hrækja á áhorfendur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marko Lasica deilir munnvatni sínu með stuðningsmönnum Norður-Makedóníu.
Marko Lasica deilir munnvatni sínu með stuðningsmönnum Norður-Makedóníu.

Svartfellski handboltamaðurinn Marko Lasica fékk væna sekt fyrir að hrækja í átt að stuðningsmönnum Norður-Makedóníu eftir leik á EM.

Svartfjallaland vann leikinn, 24-28. Þegar leikmenn liðsins voru að fagna sigrinum hrópuðu stuðningsmenn Norður-Makedóníu einhver óákvæðisorð að þeim.

Það fór illa í Lasica sem gekk að stuðningsmönnum Norður-Makedóníu og hrækti í átt að þeim eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.

Aganefnd EHF sleppti því að dæma Lasica í leikbann og hann getur því spilað með Svartfjallalandi gegn Slóveníu í dag, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli. 

Lasica fékk hins vegar sekt upp á fimm þúsund evrur sem nemur um 750 þúsund íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×