Ríkinu sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. janúar 2022 11:42 Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Vísir/skjáskot Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur að ríkinu sé sennilega heimilt að setja á bólusetningarskyldu. Mannréttindasómstóllinn hafi kveðið á um að ríki hafi mikið svigrúm til þess að vernda líf og heilsu manna. Mörg ríki Evrópu hafa tekið upp óbeina bólusetningarskyldu í einu eða öðru formi. Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að ríki hafi jákvæðar skyldur til þess að standa vörð um líf og heilsu almennings. „Það er þannig í Tékklandi að þar eru skyldubólusetningar á bönum vegna níu smitsjúkdóma. Ef að foreldrar láta ekki bólusetja börn sín þá eru þau sektuð og eins þá er börnunum synjað um aðgana að leikskólum.“ Foreldrar sem voru ósáttir við þetta leituðu réttar síns og fór málið til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum í Tékklandi væri þetta heimilt. Margrét segir dóminn hafa ríkt fordæmisgildi. „Ríkjum er heimilt að grípa til takmarkanna á friðhelgi einkalífs ef að það er nauðsynlegt til þess að vernda heilsu almennings og almannaheill. Þessi dómur hefur ríkt fordæmisgildi þannig að það má leiða af því líkum að hann ætti einnig við um Covid-19.“ Ef íslenska ríkið myndi segja á morgun að nú væru allir skyldugir til þess að láta bólusetja sig að viðlögum sektum, þá myndi það sennilega standast? „Það myndi sennilega standast og ég tek það fram að ég er ekki að leggja til að íslenska ríkið fari þá leið en já miðað við þennan dóm og aðra dóma þá hafa aðildarríkin mjög ríkt svigrúm til mats á því hvaða leiðir þau velja að fara til þess að vernda líf og heilsu almennings.“ Margrét skiptist á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldrinum í Sprengisandi í morgun. Hér í spilaranum að ofan má hlusta á umræður þeirra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Sprengisandur Bylgjan Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri. 16. janúar 2022 10:13 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Mörg ríki Evrópu hafa tekið upp óbeina bólusetningarskyldu í einu eða öðru formi. Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir að ríki hafi jákvæðar skyldur til þess að standa vörð um líf og heilsu almennings. „Það er þannig í Tékklandi að þar eru skyldubólusetningar á bönum vegna níu smitsjúkdóma. Ef að foreldrar láta ekki bólusetja börn sín þá eru þau sektuð og eins þá er börnunum synjað um aðgana að leikskólum.“ Foreldrar sem voru ósáttir við þetta leituðu réttar síns og fór málið til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum í Tékklandi væri þetta heimilt. Margrét segir dóminn hafa ríkt fordæmisgildi. „Ríkjum er heimilt að grípa til takmarkanna á friðhelgi einkalífs ef að það er nauðsynlegt til þess að vernda heilsu almennings og almannaheill. Þessi dómur hefur ríkt fordæmisgildi þannig að það má leiða af því líkum að hann ætti einnig við um Covid-19.“ Ef íslenska ríkið myndi segja á morgun að nú væru allir skyldugir til þess að láta bólusetja sig að viðlögum sektum, þá myndi það sennilega standast? „Það myndi sennilega standast og ég tek það fram að ég er ekki að leggja til að íslenska ríkið fari þá leið en já miðað við þennan dóm og aðra dóma þá hafa aðildarríkin mjög ríkt svigrúm til mats á því hvaða leiðir þau velja að fara til þess að vernda líf og heilsu almennings.“ Margrét skiptist á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldrinum í Sprengisandi í morgun. Hér í spilaranum að ofan má hlusta á umræður þeirra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tékkland Sprengisandur Bylgjan Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri. 16. janúar 2022 10:13 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Bólusetningarskylda, borgarmál og hagkerfið í Sprengisandi Farið verður um víðan völl í Sprengisandi. Margrét Einarsdóttir sem er prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík ætlar að skiptast á skoðunum við Hönnu Katrínu Friðriksson alþingismann um rétt ríkisins til að skylda borgarana til að undirgangast bólusetningu í faraldri. 16. janúar 2022 10:13