Fengu tiltal frá lögreglu vegna ruglingslegra sóttvarnareglna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 20:19 Brynjólfur J. Baldursson, annar eigenda Gróðurhússins, segir sóttvarnareglur nokkuð ruglingslegar eftir að nýjar reglur tóku gildi á miðnætti en þakkar þó fyrir að lögregla hafi komið og bent á hvað mætti betur fara. Vísir Lögreglan á Suðurlandi heimsótti Gróðurhúsið í Hveragerði fyrr í kvöld vegna sóttvarnareglna sem höfðu verið brotnar inni í mathöllinni á staðnum. Eigandi Gróðurhússins segir að bætt verði úr sóttvörnum á staðnum fyrir morgundaginn en reglur hafi verið óskýrar þegar þær breyttust á miðnætti í gær. Lögreglu bar að garði í Gróðurhúsinu fyrr í kvöld og gerði hún athugasemdir við rekstraraðila þar sem ekki var gætt nógu vel að sóttvörnum. Brynjólfur J. Baldursson, einn eigenda Gróðurhússins, segir að bætt hafi verið úr því sem hægt var að bæta í kvöld en á morgun verði farið enn betur yfir sóttvarnir í samráði við lögreglu. „Við vorum að fá ábendingar um hvernig hægt væri að bæta sóttvarnir á milli hólfa og við erum að reyna að laga það. Við fáum frest fram á morgundaginn til að kippa þessu í liðinn,“ segir Brynjólfur í samtali við fréttastofu. Mathöllinni í Gróðurhúsinu er skipt í átta sóttvarnahólf og mega tuttugu vera inni í hverju hólfi. Samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir mega enn vera tuttugu í rými á veitingastöðum og opnunartími er óbreyttur en Brynjólfur segir að verið sé að fylgjast enn betur með sóttvörnum nú þegar staða faraldursins er jafn slæm og hún er. Brynjólfur segir að leiðbeiningar um fjarlægð milli sóttvarnahólfa ekki hafa verið nógu skýrar.Vísir Nú verða veitingastaðirnir í mathöllinni látnir sjá um að bera mat á borð, til að minnka flakk gesta á milli hólfa, og verður það gert strax í kvöld. Á morgun verði svo farið yfir hvernig megi tryggja að fólk fari em minnst milli hólfa, hvernig tryggja megi nægar fjarlægðir milli hólfanna og svo framvegis. „Maður er bara að læra. Sóttvarnareglurnar hafa greinilega breyst þannig að það er verið að fylgja fastar eftir núna. Eðlilega kannski,“ segir Brynjólfur. „Við erum bara að laga það sem þarf að laga og svo kemur lögreglan aftur á morgun og skoðar með okkur úrbæturnar, svo allt sé eins og það á að vera.“ Mismunandi reglur í sitthvorum enda hússins Hann segir sóttvarnareglurnar að mörgu leyti óskýrar. „Maður finnur það þegar maður er að ræða þessi mál við kollega og við erum líka frekar ný í þessu þannig að við erum að læra bara á sama tíma og við gerum hlutina. En þegar maður las reglurnar þá skildi maður þetta öðruvísi en núna þegar við fengum athugasemdir frá lögreglunni.“ „Eins og þetta með hólfin, maður áttaði sig ekki á því hvað þyrfti að vera langt á milli þeirra og hvernig útgangar eiga að vera merktir. Mögulega eigum við bara að lesa þetta betur og leita okkur meiri hjálpar en ég held að við séum ekki einu sem erum að fá tiltal og leiðbeiningar,“ segir Brynjólfur. Hann bendir á að í hinum enda hússins séu verslanir og aðrar reglur gildi þar en inni í mathöllinni, sem geti verið ruglingslegt. „Maður þurfti alveg að þrílesa þessar reglur. Maður hélt að það mættu bara vera tíu í hólfi og svo sá maður að það væru tuttugu. Þetta er í grunninn eins og í fyrri reglum en greinilega verið að fylgja fastar eftir. Ég held að það séu margir sem eiga erfitt með að framfylgja þessu en það verður bara að gera það,“ segir Brynjólfur. „Satt best að segja held ég að lögreglan sé líka pínu ringluð yfir þessum reglum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hveragerði Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Lögreglu bar að garði í Gróðurhúsinu fyrr í kvöld og gerði hún athugasemdir við rekstraraðila þar sem ekki var gætt nógu vel að sóttvörnum. Brynjólfur J. Baldursson, einn eigenda Gróðurhússins, segir að bætt hafi verið úr því sem hægt var að bæta í kvöld en á morgun verði farið enn betur yfir sóttvarnir í samráði við lögreglu. „Við vorum að fá ábendingar um hvernig hægt væri að bæta sóttvarnir á milli hólfa og við erum að reyna að laga það. Við fáum frest fram á morgundaginn til að kippa þessu í liðinn,“ segir Brynjólfur í samtali við fréttastofu. Mathöllinni í Gróðurhúsinu er skipt í átta sóttvarnahólf og mega tuttugu vera inni í hverju hólfi. Samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir mega enn vera tuttugu í rými á veitingastöðum og opnunartími er óbreyttur en Brynjólfur segir að verið sé að fylgjast enn betur með sóttvörnum nú þegar staða faraldursins er jafn slæm og hún er. Brynjólfur segir að leiðbeiningar um fjarlægð milli sóttvarnahólfa ekki hafa verið nógu skýrar.Vísir Nú verða veitingastaðirnir í mathöllinni látnir sjá um að bera mat á borð, til að minnka flakk gesta á milli hólfa, og verður það gert strax í kvöld. Á morgun verði svo farið yfir hvernig megi tryggja að fólk fari em minnst milli hólfa, hvernig tryggja megi nægar fjarlægðir milli hólfanna og svo framvegis. „Maður er bara að læra. Sóttvarnareglurnar hafa greinilega breyst þannig að það er verið að fylgja fastar eftir núna. Eðlilega kannski,“ segir Brynjólfur. „Við erum bara að laga það sem þarf að laga og svo kemur lögreglan aftur á morgun og skoðar með okkur úrbæturnar, svo allt sé eins og það á að vera.“ Mismunandi reglur í sitthvorum enda hússins Hann segir sóttvarnareglurnar að mörgu leyti óskýrar. „Maður finnur það þegar maður er að ræða þessi mál við kollega og við erum líka frekar ný í þessu þannig að við erum að læra bara á sama tíma og við gerum hlutina. En þegar maður las reglurnar þá skildi maður þetta öðruvísi en núna þegar við fengum athugasemdir frá lögreglunni.“ „Eins og þetta með hólfin, maður áttaði sig ekki á því hvað þyrfti að vera langt á milli þeirra og hvernig útgangar eiga að vera merktir. Mögulega eigum við bara að lesa þetta betur og leita okkur meiri hjálpar en ég held að við séum ekki einu sem erum að fá tiltal og leiðbeiningar,“ segir Brynjólfur. Hann bendir á að í hinum enda hússins séu verslanir og aðrar reglur gildi þar en inni í mathöllinni, sem geti verið ruglingslegt. „Maður þurfti alveg að þrílesa þessar reglur. Maður hélt að það mættu bara vera tíu í hólfi og svo sá maður að það væru tuttugu. Þetta er í grunninn eins og í fyrri reglum en greinilega verið að fylgja fastar eftir. Ég held að það séu margir sem eiga erfitt með að framfylgja þessu en það verður bara að gera það,“ segir Brynjólfur. „Satt best að segja held ég að lögreglan sé líka pínu ringluð yfir þessum reglum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hveragerði Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira