Norwich lyftir sér úr botnsætinu með öflugum sigri á Everton Atli Arason skrifar 15. janúar 2022 17:20 vísir/Getty Norwich vann bráð nauðsynlegan 2-1 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn lyftir liðinu upp úr botnsæti deildarinnar og upp í 18. sætið. Norwich byrjaði leikinn á flugi gegn lánlausum Everton mönnum. Michael Keane varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 16. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar var Adam Idah búinn að tvöfalda forystu heimamanna. Á 60. mínútu minnkar Richarlison muninn með stórglæsilegu marki er hann skorar úr bakfallsspyrnu inn í vítateig Norwich. Nær komust gestirnir þó ekki og stigin þrjú fara til Norwich. Newcastle áfram í fallsæti Nýir eigendur Newcastle.vísir/Getty Á St. James' Park var voru Kieran Trippier og Chris Wood báðir í byrjunarliðinu í sínum fyrstu úrvalsdeildarleikjum fyrir Newcastle í 1-1 jafntefli gegn Watford. Allan Saint-Maximin gerði fyrsta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks þegar hann rænir boltanum af Jeremy Ngkia, bakverði Watford, og kemst inn í vítateig gestanna þar sem hann á skot á nærstöng sem Ben Foster, markvörður Watford, ræður ekki við. Á 88. mínútu jafnar Joao Pedro leikinn með góðum skalla eftir fyrirgjöf varamannsins Kiko Femenia af hægri kanti og þar við sat. Newcastle dettur niður í 19. sætið eftir jafnteflið á meðan Watford er áfram í 17. sæti. Adama Traore skorar fyrsta markið sitt á tímabilinu Í Wolverhampton var Southampton í heimsókn í leik þar sem heimamenn unnu 3-1. Wolves komst yfir eftir rúmlega hálftíma leik þegar Jan Bednarek, varnarmaður Southampton, brýtur á Rayan Aït-Nouri inn í vítateig. Eftir að hafa skoðað atvikið betur í VAR skjánum dæmir Michael Sailsbury, dómari leiksins, vítaspyrnu sem Raúl Jiminéz skorar örugglega úr. Conor Coady skoraði annað mark leiksins á 59. mínútu þegar hann skallar boltann í autt netið eftir að kollspyrna Max Kilman hafði endað í stönginni. James Ward Prowse skoraði frábært mark úr aukaspyrnu á 84. mínútu þegar hann skaut utanfótar snuddu sem endaði í marki Wovles. Gestirnir sóttu af krafti eftir mark Ward Prowse sem varð til þess að þeir urðu fáliðaðir í vörninni. Heimamenn nýttu sér það og Adama Traore gulltryggði 3-1 sigur Wolves með marki úr skyndisókn á 91. mínútu. Með sigrinum er Wolves komið upp í 8. sæti á meðan Southampton er í því 12. Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Norwich byrjaði leikinn á flugi gegn lánlausum Everton mönnum. Michael Keane varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark á 16. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar var Adam Idah búinn að tvöfalda forystu heimamanna. Á 60. mínútu minnkar Richarlison muninn með stórglæsilegu marki er hann skorar úr bakfallsspyrnu inn í vítateig Norwich. Nær komust gestirnir þó ekki og stigin þrjú fara til Norwich. Newcastle áfram í fallsæti Nýir eigendur Newcastle.vísir/Getty Á St. James' Park var voru Kieran Trippier og Chris Wood báðir í byrjunarliðinu í sínum fyrstu úrvalsdeildarleikjum fyrir Newcastle í 1-1 jafntefli gegn Watford. Allan Saint-Maximin gerði fyrsta mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks þegar hann rænir boltanum af Jeremy Ngkia, bakverði Watford, og kemst inn í vítateig gestanna þar sem hann á skot á nærstöng sem Ben Foster, markvörður Watford, ræður ekki við. Á 88. mínútu jafnar Joao Pedro leikinn með góðum skalla eftir fyrirgjöf varamannsins Kiko Femenia af hægri kanti og þar við sat. Newcastle dettur niður í 19. sætið eftir jafnteflið á meðan Watford er áfram í 17. sæti. Adama Traore skorar fyrsta markið sitt á tímabilinu Í Wolverhampton var Southampton í heimsókn í leik þar sem heimamenn unnu 3-1. Wolves komst yfir eftir rúmlega hálftíma leik þegar Jan Bednarek, varnarmaður Southampton, brýtur á Rayan Aït-Nouri inn í vítateig. Eftir að hafa skoðað atvikið betur í VAR skjánum dæmir Michael Sailsbury, dómari leiksins, vítaspyrnu sem Raúl Jiminéz skorar örugglega úr. Conor Coady skoraði annað mark leiksins á 59. mínútu þegar hann skallar boltann í autt netið eftir að kollspyrna Max Kilman hafði endað í stönginni. James Ward Prowse skoraði frábært mark úr aukaspyrnu á 84. mínútu þegar hann skaut utanfótar snuddu sem endaði í marki Wovles. Gestirnir sóttu af krafti eftir mark Ward Prowse sem varð til þess að þeir urðu fáliðaðir í vörninni. Heimamenn nýttu sér það og Adama Traore gulltryggði 3-1 sigur Wolves með marki úr skyndisókn á 91. mínútu. Með sigrinum er Wolves komið upp í 8. sæti á meðan Southampton er í því 12.
Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira