Hinseginvika í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. janúar 2022 14:06 Dagbjört Harðardóttir, forstöðumaður Frístundahúsa Árborgar, sem er meðal annars í forsvari fyrir Hinseginvikuna í Sveitarfélaginu Árborg. gpp Hinseginvika verður haldin í fyrsta skipti í Sveitarfélaginu Árborg í næstu viku. Tilgangur vikunnar er að auka fræðslu og skapa umræður, sem tengjast hinseginmálum. Sérstakar hinseginkökur verða bakaðar. Vikan hefst formlega á mánudaginn og stendur til 23. janúar. Það er forvarnarteymi Árborgar í samvinnu við sveitarfélagið, sem standa að vikunni. Dagbjört Harðardóttir, forstöðumaður Frístundahúsa Árborgar er í forsvari fyrir Hinseginvikuna. „Vikan er haldin til að auka fræðslu og sýnileika. Við viljum svo skapa umræður og veita stuðning til þeirra, sem tengja við hinseginmálefni á einn eða annan hátt,“ segir Dagbjörg og bætir við. Fjölbreytt dagskrá verður í boði alla vikuna þó Covid hafi þar einhver áhrif. „Það er kannski helst að nefna að við verðum með fræðslu frá Samtökunum 78. Sú fræðsla fer fram á Teams og er opin öllum og hægt að sjá upplýsingar um viðburðinn á heimasíðu Árborgar. Við ætlum líka að vera mjög virk á Instagrami sveitarfélagsins þar sem verður hægt að finna alls konar áhugavert efni um málefnið. Við verðum líka með fræðslu inn í grunnskólunum og leikskólarnir ætla að vinna verkefni tengt hinseginleikanum og svo verða litlir viðburðir fyrir unglingana í félagsmiðstöðinni og svona fleira í þeim dúr,“ segir Dagbjört. Hinseginvikan fer fram dagana 17. til 23. janúar 2022.Aðsend Dagbjört segir að eitthvað af fyrirtækjum ætli að vera með í Hinseginvikunni, til dæmis GK bakarí á Selfossi, sem ætlar að baka í regnbogalitunum, 1905 blómahús ætlar að selja blómvendi í regnbogalitum og svo ætla fyrirtæki í nýja miðbænum að taka virkan þátt í vikunni. Þá ætlar bókaútgáfan Salka og Íslandsbanki að gefa öllum börnum í fyrsta bekk bókina „Vertu þú“. „Svo ætlum við að hvetja alla íbúa sveitarfélagsins að klæða sig í regnbogalitunum miðvikudaginn 19. janúar,“ segir Dagbjört. En hvað með fordóma fyrir hinseginmálum, finnur Dagbjört og hennar starfsfólk enn þá fyrir þeim? „Já, auðvitað eru þeir alveg í samfélaginu og það er ástæðan fyrir því að svona vikur eru svo mikilvægar. En sem betur fer er nú gleðin meira ríkjandi.“ Merki Árborgar í regnbogalitunum.Aðsend Árborg Hinsegin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vikan hefst formlega á mánudaginn og stendur til 23. janúar. Það er forvarnarteymi Árborgar í samvinnu við sveitarfélagið, sem standa að vikunni. Dagbjört Harðardóttir, forstöðumaður Frístundahúsa Árborgar er í forsvari fyrir Hinseginvikuna. „Vikan er haldin til að auka fræðslu og sýnileika. Við viljum svo skapa umræður og veita stuðning til þeirra, sem tengja við hinseginmálefni á einn eða annan hátt,“ segir Dagbjörg og bætir við. Fjölbreytt dagskrá verður í boði alla vikuna þó Covid hafi þar einhver áhrif. „Það er kannski helst að nefna að við verðum með fræðslu frá Samtökunum 78. Sú fræðsla fer fram á Teams og er opin öllum og hægt að sjá upplýsingar um viðburðinn á heimasíðu Árborgar. Við ætlum líka að vera mjög virk á Instagrami sveitarfélagsins þar sem verður hægt að finna alls konar áhugavert efni um málefnið. Við verðum líka með fræðslu inn í grunnskólunum og leikskólarnir ætla að vinna verkefni tengt hinseginleikanum og svo verða litlir viðburðir fyrir unglingana í félagsmiðstöðinni og svona fleira í þeim dúr,“ segir Dagbjört. Hinseginvikan fer fram dagana 17. til 23. janúar 2022.Aðsend Dagbjört segir að eitthvað af fyrirtækjum ætli að vera með í Hinseginvikunni, til dæmis GK bakarí á Selfossi, sem ætlar að baka í regnbogalitunum, 1905 blómahús ætlar að selja blómvendi í regnbogalitum og svo ætla fyrirtæki í nýja miðbænum að taka virkan þátt í vikunni. Þá ætlar bókaútgáfan Salka og Íslandsbanki að gefa öllum börnum í fyrsta bekk bókina „Vertu þú“. „Svo ætlum við að hvetja alla íbúa sveitarfélagsins að klæða sig í regnbogalitunum miðvikudaginn 19. janúar,“ segir Dagbjört. En hvað með fordóma fyrir hinseginmálum, finnur Dagbjört og hennar starfsfólk enn þá fyrir þeim? „Já, auðvitað eru þeir alveg í samfélaginu og það er ástæðan fyrir því að svona vikur eru svo mikilvægar. En sem betur fer er nú gleðin meira ríkjandi.“ Merki Árborgar í regnbogalitunum.Aðsend
Árborg Hinsegin Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira