Handbolti

Bjarki: Mikill munur á sjálfstraustinu hjá strákunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bjarki Már er markamaskína og er líklegur til afreka á þessu móti.
Bjarki Már er markamaskína og er líklegur til afreka á þessu móti.

„Það er góður andi í hópnum og við erum fullir sjálfstrausts. Það er tilhlökkun að fara að byrja þetta,“ segir hornamaðurinn Bjarki Már Elísson meira en tilbúinn í leikinn gegn Portúgal í kvöld.

Það eru væntingar til íslenska liðsins enda liðið afar vel mannað, leikmenn liðsins að spila vel með sínum liðum og kominn reynsla sömuleiðis.

„Ég hef trú á því að liðið geti sprungið út en það er sama klisjan samt að hver leikur er úrslitaleikur. Nú fara bara tvö lið áfram. Getum dottið út ef við erum ekki góðir en ef allt smellur þá er ekki spurning að við getum átt gott mót.“

„Við Aron vorum að ræða það í gær hvað það er mikill munur á sjálfstraustinu hjá strákunum. Þeir koma frekari inn og vilja meira og taka til sín. Þannig er það í landsliðinu. Menn verða að taka ábyrgð og vilja fá boltann.“

Klippa: Bjarki segir liðið vera tilbúið

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×