Óvissan er gríðarleg: „Eigum við að segja upp fólki? Eða ekki?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2022 17:02 Jakob og Guðmundur Guðjónsson, veitingamenn á Matkránni. Aðsend Veitingamenn eru í mikilli óvissu varðandi hertar aðgerðir sem talið er líklegt að kynntar verða á morgun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag en hann hefur talað um að hertra aðgerða sé þörf. „Maður er sannarlega órólegur yfir því,“ segir Jakob Jakobsson, lengi kenndur við Jómfrúna, sem rekur Matkrána í Hveragerði þessi dægrin. Óvissan sé mikil og eitthvað sem þessi smærri fyrirtæki og veitingahús ráði ekkert við. Tilkynnt var á þriðjudag um framlengingu á núverandi takmörkunum sem miða við tuttugu manna hólf á veitingastöðum sem mega hleypa inn fólki til klukkan 21. Allir þurfa að yfirgefa svæðið fyrir klukkan 22. „Þetta dugar engan veginn. Í veitingabransanum eru það topparnir sem halda þessu gangandi,“ segir Jakob og vísar til þess að stóru kvöldin séu úr sögunni. Fullir veitingastaðir föstudagskvöld og laugardagskvöld virðast fjarlægur draumur sem stendur. Topparnir halda dæminu gangandi „Topparnir halda þessu gangandi. Það er ekkert mikið að gera mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga.“ Menn velti fyrir sér hvað verði gert á morgun. Hvort verði hert og þá hvernig. „Ef það á að minnka þetta í tíu manna hólf eða eitthvað, þá er þetta bara búið á öllum veitingahúsum,“ segir Jakob. Alveg jafnslæmt væri ef opnunartími yrði styttur enn frekar. Til að fá styrk frá ríkinu þurfa fyrirtæki að sýna fram á 40-60% tekjufall. „Sonur inn benti á að ekkert lítið fyrirtæki lifi af slíkt tekjufall á einum mánuði. Hvað þá yfir heilt ár,“ segir Jakob. Sonur hans og nafni rekur Jómfrúna í dag. Jakob bendir á að litlu fyrirtækin, sem skipti hundruðum, virki sem ein heild þegar komi að því að taka á móti ferðamönnum. Fyrirtækin séu í vandræðum og standi frammi fyrir erfiðum spurningum. „Eigum við að halda áfram í 20 manns? Enginn þorir að koma. Við fáum engan styrk því ástandið er sagt óbreytt. Fyrirtæki sem annars eru tilbúin að taka á móti ferðamönnum eru nú í dauðateygjunum, jafnvel fyrirtæki sem ekki eru verulega skuldsett eins og mitt." Veitingafólkið tali sín á milli. Hvernig eigi að mæta þessu. „Eigum við að segja upp fólki? Eða ekki? Segja upp til að þurfa að ná í það aftur í vor? Það eru svo mikil verðmæti fólgin í því sem við erum búin að byggja upp. Við, þessir karlar á gólfinu sem erum búnir að búa þetta til. Við verðum að fá að lifa af. Af okkur koma tekjurnar sem ríkisstjórður sækist eftir.“ Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
„Maður er sannarlega órólegur yfir því,“ segir Jakob Jakobsson, lengi kenndur við Jómfrúna, sem rekur Matkrána í Hveragerði þessi dægrin. Óvissan sé mikil og eitthvað sem þessi smærri fyrirtæki og veitingahús ráði ekkert við. Tilkynnt var á þriðjudag um framlengingu á núverandi takmörkunum sem miða við tuttugu manna hólf á veitingastöðum sem mega hleypa inn fólki til klukkan 21. Allir þurfa að yfirgefa svæðið fyrir klukkan 22. „Þetta dugar engan veginn. Í veitingabransanum eru það topparnir sem halda þessu gangandi,“ segir Jakob og vísar til þess að stóru kvöldin séu úr sögunni. Fullir veitingastaðir föstudagskvöld og laugardagskvöld virðast fjarlægur draumur sem stendur. Topparnir halda dæminu gangandi „Topparnir halda þessu gangandi. Það er ekkert mikið að gera mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga.“ Menn velti fyrir sér hvað verði gert á morgun. Hvort verði hert og þá hvernig. „Ef það á að minnka þetta í tíu manna hólf eða eitthvað, þá er þetta bara búið á öllum veitingahúsum,“ segir Jakob. Alveg jafnslæmt væri ef opnunartími yrði styttur enn frekar. Til að fá styrk frá ríkinu þurfa fyrirtæki að sýna fram á 40-60% tekjufall. „Sonur inn benti á að ekkert lítið fyrirtæki lifi af slíkt tekjufall á einum mánuði. Hvað þá yfir heilt ár,“ segir Jakob. Sonur hans og nafni rekur Jómfrúna í dag. Jakob bendir á að litlu fyrirtækin, sem skipti hundruðum, virki sem ein heild þegar komi að því að taka á móti ferðamönnum. Fyrirtækin séu í vandræðum og standi frammi fyrir erfiðum spurningum. „Eigum við að halda áfram í 20 manns? Enginn þorir að koma. Við fáum engan styrk því ástandið er sagt óbreytt. Fyrirtæki sem annars eru tilbúin að taka á móti ferðamönnum eru nú í dauðateygjunum, jafnvel fyrirtæki sem ekki eru verulega skuldsett eins og mitt." Veitingafólkið tali sín á milli. Hvernig eigi að mæta þessu. „Eigum við að segja upp fólki? Eða ekki? Segja upp til að þurfa að ná í það aftur í vor? Það eru svo mikil verðmæti fólgin í því sem við erum búin að byggja upp. Við, þessir karlar á gólfinu sem erum búnir að búa þetta til. Við verðum að fá að lifa af. Af okkur koma tekjurnar sem ríkisstjórður sækist eftir.“
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira