Óvissan er gríðarleg: „Eigum við að segja upp fólki? Eða ekki?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2022 17:02 Jakob og Guðmundur Guðjónsson, veitingamenn á Matkránni. Aðsend Veitingamenn eru í mikilli óvissu varðandi hertar aðgerðir sem talið er líklegt að kynntar verða á morgun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði til heilbrigðisráðherra í dag en hann hefur talað um að hertra aðgerða sé þörf. „Maður er sannarlega órólegur yfir því,“ segir Jakob Jakobsson, lengi kenndur við Jómfrúna, sem rekur Matkrána í Hveragerði þessi dægrin. Óvissan sé mikil og eitthvað sem þessi smærri fyrirtæki og veitingahús ráði ekkert við. Tilkynnt var á þriðjudag um framlengingu á núverandi takmörkunum sem miða við tuttugu manna hólf á veitingastöðum sem mega hleypa inn fólki til klukkan 21. Allir þurfa að yfirgefa svæðið fyrir klukkan 22. „Þetta dugar engan veginn. Í veitingabransanum eru það topparnir sem halda þessu gangandi,“ segir Jakob og vísar til þess að stóru kvöldin séu úr sögunni. Fullir veitingastaðir föstudagskvöld og laugardagskvöld virðast fjarlægur draumur sem stendur. Topparnir halda dæminu gangandi „Topparnir halda þessu gangandi. Það er ekkert mikið að gera mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga.“ Menn velti fyrir sér hvað verði gert á morgun. Hvort verði hert og þá hvernig. „Ef það á að minnka þetta í tíu manna hólf eða eitthvað, þá er þetta bara búið á öllum veitingahúsum,“ segir Jakob. Alveg jafnslæmt væri ef opnunartími yrði styttur enn frekar. Til að fá styrk frá ríkinu þurfa fyrirtæki að sýna fram á 40-60% tekjufall. „Sonur inn benti á að ekkert lítið fyrirtæki lifi af slíkt tekjufall á einum mánuði. Hvað þá yfir heilt ár,“ segir Jakob. Sonur hans og nafni rekur Jómfrúna í dag. Jakob bendir á að litlu fyrirtækin, sem skipti hundruðum, virki sem ein heild þegar komi að því að taka á móti ferðamönnum. Fyrirtækin séu í vandræðum og standi frammi fyrir erfiðum spurningum. „Eigum við að halda áfram í 20 manns? Enginn þorir að koma. Við fáum engan styrk því ástandið er sagt óbreytt. Fyrirtæki sem annars eru tilbúin að taka á móti ferðamönnum eru nú í dauðateygjunum, jafnvel fyrirtæki sem ekki eru verulega skuldsett eins og mitt." Veitingafólkið tali sín á milli. Hvernig eigi að mæta þessu. „Eigum við að segja upp fólki? Eða ekki? Segja upp til að þurfa að ná í það aftur í vor? Það eru svo mikil verðmæti fólgin í því sem við erum búin að byggja upp. Við, þessir karlar á gólfinu sem erum búnir að búa þetta til. Við verðum að fá að lifa af. Af okkur koma tekjurnar sem ríkisstjórður sækist eftir.“ Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
„Maður er sannarlega órólegur yfir því,“ segir Jakob Jakobsson, lengi kenndur við Jómfrúna, sem rekur Matkrána í Hveragerði þessi dægrin. Óvissan sé mikil og eitthvað sem þessi smærri fyrirtæki og veitingahús ráði ekkert við. Tilkynnt var á þriðjudag um framlengingu á núverandi takmörkunum sem miða við tuttugu manna hólf á veitingastöðum sem mega hleypa inn fólki til klukkan 21. Allir þurfa að yfirgefa svæðið fyrir klukkan 22. „Þetta dugar engan veginn. Í veitingabransanum eru það topparnir sem halda þessu gangandi,“ segir Jakob og vísar til þess að stóru kvöldin séu úr sögunni. Fullir veitingastaðir föstudagskvöld og laugardagskvöld virðast fjarlægur draumur sem stendur. Topparnir halda dæminu gangandi „Topparnir halda þessu gangandi. Það er ekkert mikið að gera mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga.“ Menn velti fyrir sér hvað verði gert á morgun. Hvort verði hert og þá hvernig. „Ef það á að minnka þetta í tíu manna hólf eða eitthvað, þá er þetta bara búið á öllum veitingahúsum,“ segir Jakob. Alveg jafnslæmt væri ef opnunartími yrði styttur enn frekar. Til að fá styrk frá ríkinu þurfa fyrirtæki að sýna fram á 40-60% tekjufall. „Sonur inn benti á að ekkert lítið fyrirtæki lifi af slíkt tekjufall á einum mánuði. Hvað þá yfir heilt ár,“ segir Jakob. Sonur hans og nafni rekur Jómfrúna í dag. Jakob bendir á að litlu fyrirtækin, sem skipti hundruðum, virki sem ein heild þegar komi að því að taka á móti ferðamönnum. Fyrirtækin séu í vandræðum og standi frammi fyrir erfiðum spurningum. „Eigum við að halda áfram í 20 manns? Enginn þorir að koma. Við fáum engan styrk því ástandið er sagt óbreytt. Fyrirtæki sem annars eru tilbúin að taka á móti ferðamönnum eru nú í dauðateygjunum, jafnvel fyrirtæki sem ekki eru verulega skuldsett eins og mitt." Veitingafólkið tali sín á milli. Hvernig eigi að mæta þessu. „Eigum við að segja upp fólki? Eða ekki? Segja upp til að þurfa að ná í það aftur í vor? Það eru svo mikil verðmæti fólgin í því sem við erum búin að byggja upp. Við, þessir karlar á gólfinu sem erum búnir að búa þetta til. Við verðum að fá að lifa af. Af okkur koma tekjurnar sem ríkisstjórður sækist eftir.“
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira