„Gummi og Ómar Ingi þurfa að finna millilendingu til að hann nýtist“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2022 12:30 Enn er beðið eftir því að Ómar Ingi Magnússon sýni sparihliðarnar með íslenska landsliðinu. vísir/hulda margrét Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson segja að nú sé kominn tími á að Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins 2021, springi út með íslenska landsliðinu. Þeir benda þó á að það sé einnig á ábyrgð þjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar. Ómar Ingi átti frábært ár í fyrra. Hann var marka- og næststoðsendingahæstur í þýsku úrvalsdeildinni, vann EHF-bikarinn og heimsmeistarakeppni félagsliða með Magdeburg sem situr núna á toppi þýsku deildarinnar og hefur unnið alla leiki sína nema einn. Og í árslok var Ómar Ingi valinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Þrátt fyrir afar farsælan feril með sínum félagsliðum hefur Ómar Ingi ekki sýnt sparihliðarnar með íslenska A-landsliðinu. Það er því talsverð pressa á Selfyssingnum fyrir Evrópumótið eins og þeir Ásgeir Örn og Róbert ræddu um við Stefán Árna Pálsson í EM-hlaðvarpinu. „Jú, algjörlega. Nú viljum við virkilega sjá hann skila sínu. Eins og við vorum að tala um áðan þarf einhver að taka við af Aroni [Pálmarssyni]. Ég vil að við hendum því beint yfir á hann. Leyfum honum að taka fleiri ákvarðanir. En þá verðum við líka að gefa honum tækifæri til að spila vel. Hann verður að fá traust, taktíkin þarf að ganga upp og hann þarf að finna að hann eigi að vera miklu stærri prófíll en hann hefur verið,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er bæði hlutverk þjálfarans og hans, að stimpla þetta þannig inn að hann nái sínu fram. Þetta er þarna. Það er ekki nokkur spurning. Þeir þurfa að fá alvöru stöðuga frammistöðu frá honum.“ Róbert tók í sama streng og sagði að Ómar Ingi og Guðmundur þyrftu að mætast á miðri leið til að hann gæti blómstrað inni á vellinum. „Þetta er tveggja manna dans. Gummi þarf að nota hann rétt og hann þarf líka að aðlaga sig að leiknum hans Gumma. Eins og við töluðum oft um með Óla Stef þegar hann var í Ciudad Real. Hann ætlaði bara að spila eins og þar en við vorum bara ekki nógu góðir til að geta það. En um leið og hann kom niður um fimm hæðir til okkar fór liðið að smella,“ sagði Róbert. „Það skiptir ekki alltaf máli hvaða taktík eða kerfi þú spilar, heldur að allir spili það sama. Þarna þurfa Gummi og Ómar að ná saman og finna einhverja millilendingu til að hann nýtist. Hann var frábær í Danmörku og búinn að vera frábær í Þýskalandi.“ Ómar Ingi er á leið á sitt fimmta stórmót með íslenska landsliðinu. Hann hefur leikið 21 leik á stórmóti og skorað 38 mörk. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Portúgal annað kvöld klukkan 19:30. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Viggó vonast til að fá stórt hlutverk „Hótelið er mjög fínt þó svo það sé aðeins minna um sóttvarnir hérna en í Egyptalandi í fyrra,“ segir skyttan Viggó Kristjánsson jákvæð á hóteli íslenska liðsins í gær. 13. janúar 2022 12:01 Ísland á EM 2022: Spútnikstjörnur síðasta móts sem taka vonandi næsta skref Vísir kynnir leikmenn íslenska landsliðsins sem þurfa að byggja ofan á gott síðasta mót þegar þeir mæta á EM í handbolta 2022 13. janúar 2022 11:01 Stóru spurningum fyrir EM svarað: Sigurstranglegir Danir, Alfreð kemur á óvart og pressa á Íslendingum Vísir fékk valinkunna sérfræðinga til að svara stóru spurningunum fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst í dag. 13. janúar 2022 10:01 Elliði þekkir að vera í stúkunni og á vellinum á stórmótum Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson sló í gegn á HM fyrir ári síðan og hann er mættur til Búdapest og ætlar að láta til sín taka. 13. janúar 2022 09:01 Guðmundur: Leikirnir telja en ekki yfirlýsingarnar fyrir mót Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er nokkuð brattur í aðdraganda EM enda leikmenn heilir og undirbúningur gengið vel þrátt fyrir allt. 13. janúar 2022 08:01 Guðmundur búinn að vera í einangrun síðan fyrir jól Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, skilur lítið í sóttvarnarreglum – eða skorti þar á – Evrópumótsins í handbolta. Guðmundur hefur svo gott sem verið í einangrun síðan fyrir jól. 12. janúar 2022 20:31 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Ómar Ingi átti frábært ár í fyrra. Hann var marka- og næststoðsendingahæstur í þýsku úrvalsdeildinni, vann EHF-bikarinn og heimsmeistarakeppni félagsliða með Magdeburg sem situr núna á toppi þýsku deildarinnar og hefur unnið alla leiki sína nema einn. Og í árslok var Ómar Ingi valinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Þrátt fyrir afar farsælan feril með sínum félagsliðum hefur Ómar Ingi ekki sýnt sparihliðarnar með íslenska A-landsliðinu. Það er því talsverð pressa á Selfyssingnum fyrir Evrópumótið eins og þeir Ásgeir Örn og Róbert ræddu um við Stefán Árna Pálsson í EM-hlaðvarpinu. „Jú, algjörlega. Nú viljum við virkilega sjá hann skila sínu. Eins og við vorum að tala um áðan þarf einhver að taka við af Aroni [Pálmarssyni]. Ég vil að við hendum því beint yfir á hann. Leyfum honum að taka fleiri ákvarðanir. En þá verðum við líka að gefa honum tækifæri til að spila vel. Hann verður að fá traust, taktíkin þarf að ganga upp og hann þarf að finna að hann eigi að vera miklu stærri prófíll en hann hefur verið,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er bæði hlutverk þjálfarans og hans, að stimpla þetta þannig inn að hann nái sínu fram. Þetta er þarna. Það er ekki nokkur spurning. Þeir þurfa að fá alvöru stöðuga frammistöðu frá honum.“ Róbert tók í sama streng og sagði að Ómar Ingi og Guðmundur þyrftu að mætast á miðri leið til að hann gæti blómstrað inni á vellinum. „Þetta er tveggja manna dans. Gummi þarf að nota hann rétt og hann þarf líka að aðlaga sig að leiknum hans Gumma. Eins og við töluðum oft um með Óla Stef þegar hann var í Ciudad Real. Hann ætlaði bara að spila eins og þar en við vorum bara ekki nógu góðir til að geta það. En um leið og hann kom niður um fimm hæðir til okkar fór liðið að smella,“ sagði Róbert. „Það skiptir ekki alltaf máli hvaða taktík eða kerfi þú spilar, heldur að allir spili það sama. Þarna þurfa Gummi og Ómar að ná saman og finna einhverja millilendingu til að hann nýtist. Hann var frábær í Danmörku og búinn að vera frábær í Þýskalandi.“ Ómar Ingi er á leið á sitt fimmta stórmót með íslenska landsliðinu. Hann hefur leikið 21 leik á stórmóti og skorað 38 mörk. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Portúgal annað kvöld klukkan 19:30.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Viggó vonast til að fá stórt hlutverk „Hótelið er mjög fínt þó svo það sé aðeins minna um sóttvarnir hérna en í Egyptalandi í fyrra,“ segir skyttan Viggó Kristjánsson jákvæð á hóteli íslenska liðsins í gær. 13. janúar 2022 12:01 Ísland á EM 2022: Spútnikstjörnur síðasta móts sem taka vonandi næsta skref Vísir kynnir leikmenn íslenska landsliðsins sem þurfa að byggja ofan á gott síðasta mót þegar þeir mæta á EM í handbolta 2022 13. janúar 2022 11:01 Stóru spurningum fyrir EM svarað: Sigurstranglegir Danir, Alfreð kemur á óvart og pressa á Íslendingum Vísir fékk valinkunna sérfræðinga til að svara stóru spurningunum fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst í dag. 13. janúar 2022 10:01 Elliði þekkir að vera í stúkunni og á vellinum á stórmótum Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson sló í gegn á HM fyrir ári síðan og hann er mættur til Búdapest og ætlar að láta til sín taka. 13. janúar 2022 09:01 Guðmundur: Leikirnir telja en ekki yfirlýsingarnar fyrir mót Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er nokkuð brattur í aðdraganda EM enda leikmenn heilir og undirbúningur gengið vel þrátt fyrir allt. 13. janúar 2022 08:01 Guðmundur búinn að vera í einangrun síðan fyrir jól Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, skilur lítið í sóttvarnarreglum – eða skorti þar á – Evrópumótsins í handbolta. Guðmundur hefur svo gott sem verið í einangrun síðan fyrir jól. 12. janúar 2022 20:31 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Viggó vonast til að fá stórt hlutverk „Hótelið er mjög fínt þó svo það sé aðeins minna um sóttvarnir hérna en í Egyptalandi í fyrra,“ segir skyttan Viggó Kristjánsson jákvæð á hóteli íslenska liðsins í gær. 13. janúar 2022 12:01
Ísland á EM 2022: Spútnikstjörnur síðasta móts sem taka vonandi næsta skref Vísir kynnir leikmenn íslenska landsliðsins sem þurfa að byggja ofan á gott síðasta mót þegar þeir mæta á EM í handbolta 2022 13. janúar 2022 11:01
Stóru spurningum fyrir EM svarað: Sigurstranglegir Danir, Alfreð kemur á óvart og pressa á Íslendingum Vísir fékk valinkunna sérfræðinga til að svara stóru spurningunum fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst í dag. 13. janúar 2022 10:01
Elliði þekkir að vera í stúkunni og á vellinum á stórmótum Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson sló í gegn á HM fyrir ári síðan og hann er mættur til Búdapest og ætlar að láta til sín taka. 13. janúar 2022 09:01
Guðmundur: Leikirnir telja en ekki yfirlýsingarnar fyrir mót Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er nokkuð brattur í aðdraganda EM enda leikmenn heilir og undirbúningur gengið vel þrátt fyrir allt. 13. janúar 2022 08:01
Guðmundur búinn að vera í einangrun síðan fyrir jól Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, skilur lítið í sóttvarnarreglum – eða skorti þar á – Evrópumótsins í handbolta. Guðmundur hefur svo gott sem verið í einangrun síðan fyrir jól. 12. janúar 2022 20:31