Netþrjótarnir náðu afriti af Þjóðskrá frá Strætó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2022 20:47 Nöfn, kennitölur, kyn, hjúskaparstaða og heimilisfang allra Íslendinga er meðal þeirra upplýsinga sem netþrjótarnir komust yfir. Vísir/Vilhelm Netþrjótar, sem réðust inn í tölvukerfi Strætó í lok desember, komust yfir afrit af upplýsingum úr Þjóðskrá og kennitöluskrá þegar þeir brutust inn í kerfið. Þrjótarnir hafa krafið Strætó um greiðslu og hótað að leka gögnunum verði Strætó ekki við kröfunum. Greint var frá því í gær að netþrjótarnir hafi komist yfir upplýsingar um notendur akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra, sem Strætó sinnir. Meðal upplýsinganna voru nöfn, kennitölur, heimilisföng og eftir atvikum símanúmer og netföng notendanna og forráðamanna og tengiliða þeirra. RÚV greindi þá frá því fyrr í kvöld að netþrjótarnir hafi farið fram á lausnargjald sem samvari um 72 milljónum króna en vilji fá greitt í Bitcoin. Nú hefur hins vegar komið í ljós að netþrjótarnir komust yfir afrit af Þjóðskrá, þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið skráðir til lögheimilis á Íslandi og íslenskra ríkisborgara búsetta erlendis. Það eru upplýsingar um nafn, kennitölu, kyn, lögheimili, hjúskaparstöðu, fjölskyldunúmer, birtingarnafn, afdrif (týndur eða látinn) og bannmerkingu auk nafns og kennitölu maka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Þá komust þrjótarnir yfir afrit af kerfiskennitöluskrá, þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið búsettir á Íslandi án lögheimilis, það er upplýsingar um nafn, kerfiskennitölu, kyn, dvalarstað, dagsetningu nýskráningar, númer viðkomandi í skránni og birtingarnafn. Þá komust þeir einnig yfir launakerfi Strætó þar sem finna má tengililðaupplýsingar, reikningsupplýsingar, launaupplýsingar núverandi og fyrrverandi starfsfólks Strætó. Auk þess komust þeir yfir mannauðskerfi fyrirtækisins, þar sem finna má tengiliðaupplýsingar, ráðningasamninga og önnur mannauðstengd gögn fyrrverandi og núverandi starfsfólks Strætó. Auk þess komust þeir yfir málaskrá Strætó, bókhaldskerfi þess, móttökukerfi og neterfi, þar sem meðal annars má finna upplýsingar um hljóðupptökur símtala síðustu þriggja mánaða áður en árásin átti sér stað. Málið er enn í fullri rannsókn og bendir enn ekkert til, samkvæmt tilkynningunni, að þrjótarnir hafi eða geti misnotað þessar upplýsingar en ekki er hægt að útiloka að upplýsingarnar hafi verið afritaðar og verði birtar opinberlega af hálfu umræddra aðila. Hér að neðan má sjá uppfærðan lista þeirra gagna sem þrjótarnir komust yfir samkvæmt tilkynningu Strætó. Afrit af þjóðskrá: þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið skráðir til lögheimilis á Íslandi og íslenska ríkisborgara búsetta erlendis, þ.e. upplýsingar um nafn, kennitölu, kyn, lögheimili, hjúskaparstöðu, fjölskyldunúmer, birtingarnafn, afdrif (týndur eða látinn), og bannmerkingu auk nafns og kennitölu maka. Afrit af kerfiskennitöluskrá: þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið búsettir á Íslandi án lögheimilis, þ.e. upplýsingar um nafn, kerfiskennitölu, kyn, dvalarstað, dagsetningu nýskráningar, númer viðkomandi í skránni og birtingarnafn. Launakerfi Strætó þar sem finna má tengiliðaupplýsingar, reikningsupplýsingar og launaupplýsingar núverandi og fyrrverandi starfsfólks Strætó. Mannauðskerfi Strætó þar sem finna má tengiliðaupplýsingar, ráðningarsamninga og önnur mannauðstengd gögn fyrrverandi og núverandi starfsfólks Strætó. Málaskrá Strætó þar sem finna má afrit af erindum og fyrirspurnum frá almenningi, tengiliðaupplýsingar forsvarsmanna birgja, samstarfsaðila og verktaka, sem og afrit af umsóknargögnum umsækjenda um störf . Bókhaldskerfi Strætó þar sem finna má tengiliðaupplýsingar forsvarsmanna birgja, samstarfsaðila og verktaka, sem og afrit af reikningum. Móttökukerfi þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem heimsótt hafa skrifstofur Strætó, þ.e upplýsingar um nafn (yfirleitt fornafn aðeins skráð), upplýsingar um hvaða starfsmann viðkomandi er að fara hitta og upplýsingar um tímasetningu og lengd fundar. Netkerfi Strætó þar sem finna má upplýsingar um hljóðupptökur símtala sl. 90 daga áður en árásin átti sér stað . Strætó Netglæpir Persónuvernd Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Greint var frá því í gær að netþrjótarnir hafi komist yfir upplýsingar um notendur akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra, sem Strætó sinnir. Meðal upplýsinganna voru nöfn, kennitölur, heimilisföng og eftir atvikum símanúmer og netföng notendanna og forráðamanna og tengiliða þeirra. RÚV greindi þá frá því fyrr í kvöld að netþrjótarnir hafi farið fram á lausnargjald sem samvari um 72 milljónum króna en vilji fá greitt í Bitcoin. Nú hefur hins vegar komið í ljós að netþrjótarnir komust yfir afrit af Þjóðskrá, þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið skráðir til lögheimilis á Íslandi og íslenskra ríkisborgara búsetta erlendis. Það eru upplýsingar um nafn, kennitölu, kyn, lögheimili, hjúskaparstöðu, fjölskyldunúmer, birtingarnafn, afdrif (týndur eða látinn) og bannmerkingu auk nafns og kennitölu maka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Þá komust þrjótarnir yfir afrit af kerfiskennitöluskrá, þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið búsettir á Íslandi án lögheimilis, það er upplýsingar um nafn, kerfiskennitölu, kyn, dvalarstað, dagsetningu nýskráningar, númer viðkomandi í skránni og birtingarnafn. Þá komust þeir einnig yfir launakerfi Strætó þar sem finna má tengililðaupplýsingar, reikningsupplýsingar, launaupplýsingar núverandi og fyrrverandi starfsfólks Strætó. Auk þess komust þeir yfir mannauðskerfi fyrirtækisins, þar sem finna má tengiliðaupplýsingar, ráðningasamninga og önnur mannauðstengd gögn fyrrverandi og núverandi starfsfólks Strætó. Auk þess komust þeir yfir málaskrá Strætó, bókhaldskerfi þess, móttökukerfi og neterfi, þar sem meðal annars má finna upplýsingar um hljóðupptökur símtala síðustu þriggja mánaða áður en árásin átti sér stað. Málið er enn í fullri rannsókn og bendir enn ekkert til, samkvæmt tilkynningunni, að þrjótarnir hafi eða geti misnotað þessar upplýsingar en ekki er hægt að útiloka að upplýsingarnar hafi verið afritaðar og verði birtar opinberlega af hálfu umræddra aðila. Hér að neðan má sjá uppfærðan lista þeirra gagna sem þrjótarnir komust yfir samkvæmt tilkynningu Strætó. Afrit af þjóðskrá: þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið skráðir til lögheimilis á Íslandi og íslenska ríkisborgara búsetta erlendis, þ.e. upplýsingar um nafn, kennitölu, kyn, lögheimili, hjúskaparstöðu, fjölskyldunúmer, birtingarnafn, afdrif (týndur eða látinn), og bannmerkingu auk nafns og kennitölu maka. Afrit af kerfiskennitöluskrá: þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið búsettir á Íslandi án lögheimilis, þ.e. upplýsingar um nafn, kerfiskennitölu, kyn, dvalarstað, dagsetningu nýskráningar, númer viðkomandi í skránni og birtingarnafn. Launakerfi Strætó þar sem finna má tengiliðaupplýsingar, reikningsupplýsingar og launaupplýsingar núverandi og fyrrverandi starfsfólks Strætó. Mannauðskerfi Strætó þar sem finna má tengiliðaupplýsingar, ráðningarsamninga og önnur mannauðstengd gögn fyrrverandi og núverandi starfsfólks Strætó. Málaskrá Strætó þar sem finna má afrit af erindum og fyrirspurnum frá almenningi, tengiliðaupplýsingar forsvarsmanna birgja, samstarfsaðila og verktaka, sem og afrit af umsóknargögnum umsækjenda um störf . Bókhaldskerfi Strætó þar sem finna má tengiliðaupplýsingar forsvarsmanna birgja, samstarfsaðila og verktaka, sem og afrit af reikningum. Móttökukerfi þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem heimsótt hafa skrifstofur Strætó, þ.e upplýsingar um nafn (yfirleitt fornafn aðeins skráð), upplýsingar um hvaða starfsmann viðkomandi er að fara hitta og upplýsingar um tímasetningu og lengd fundar. Netkerfi Strætó þar sem finna má upplýsingar um hljóðupptökur símtala sl. 90 daga áður en árásin átti sér stað .
Afrit af þjóðskrá: þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið skráðir til lögheimilis á Íslandi og íslenska ríkisborgara búsetta erlendis, þ.e. upplýsingar um nafn, kennitölu, kyn, lögheimili, hjúskaparstöðu, fjölskyldunúmer, birtingarnafn, afdrif (týndur eða látinn), og bannmerkingu auk nafns og kennitölu maka. Afrit af kerfiskennitöluskrá: þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem eru eða hafa verið búsettir á Íslandi án lögheimilis, þ.e. upplýsingar um nafn, kerfiskennitölu, kyn, dvalarstað, dagsetningu nýskráningar, númer viðkomandi í skránni og birtingarnafn. Launakerfi Strætó þar sem finna má tengiliðaupplýsingar, reikningsupplýsingar og launaupplýsingar núverandi og fyrrverandi starfsfólks Strætó. Mannauðskerfi Strætó þar sem finna má tengiliðaupplýsingar, ráðningarsamninga og önnur mannauðstengd gögn fyrrverandi og núverandi starfsfólks Strætó. Málaskrá Strætó þar sem finna má afrit af erindum og fyrirspurnum frá almenningi, tengiliðaupplýsingar forsvarsmanna birgja, samstarfsaðila og verktaka, sem og afrit af umsóknargögnum umsækjenda um störf . Bókhaldskerfi Strætó þar sem finna má tengiliðaupplýsingar forsvarsmanna birgja, samstarfsaðila og verktaka, sem og afrit af reikningum. Móttökukerfi þar sem finna má upplýsingar um einstaklinga sem heimsótt hafa skrifstofur Strætó, þ.e upplýsingar um nafn (yfirleitt fornafn aðeins skráð), upplýsingar um hvaða starfsmann viðkomandi er að fara hitta og upplýsingar um tímasetningu og lengd fundar. Netkerfi Strætó þar sem finna má upplýsingar um hljóðupptökur símtala sl. 90 daga áður en árásin átti sér stað .
Strætó Netglæpir Persónuvernd Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira