Rannsókn hafin sem gæti skipt sköpum Snorri Másson skrifar 11. janúar 2022 22:30 Þegar hafa verið tekin fleiri en 500 blóðprufur í rannsókn sem Íslensk erfðagreining annast í vikunni, þar sem leitað er eftir mótefni við veirunni. Rannsóknin er framkvæmd í Turninum í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Talið er að margfalt fleiri hafi smitast af kórónuveirunni á Íslandi en hafa greinst með PCR-prófi. Um 1.000 manns eru á leið í blóðprufu sem Íslensk erfðagreining annast í vikunni, þar sem leitað er eftir mótefni við veirunni. Tölfræðingar Íslenskrar erfðagreiningar telja 1.000 einstaklinga nægilega stórt úrtak til að fá góða mynd af því hve margir hafa í raun og veru smitast af veirunni á Íslandi. Í blóðsýni má kanna hvort finnist mótefni gegn kjarnapróteini veirunnar. Ef það finnst, hefur einstaklingurinn smitast og bólusetningar eiga ekki að geta ruglað þá niðurstöðu. Innan tveggja til þriggja vikna ætti maður að sjá hvort maður sé kominn með mótefni. Niðurstöður rannsóknarinnar geta skipt sköpum fyrir framtíð daglegs lífs hér á landi. Kári Stefánsson telur margfalt fleiri hafa smitast en hafa greinst. Sóttvarnalæknir hefur sagt að niðurstöður rannsóknarinnar verði hjálplegar þegar ákvarðanir eru ákveðnar í framhaldinu. „Menn eru farnir að velta því fyrir sér hvort það sé þannig. Ég tel að það sé helsta ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir sé að standa í þessu átaki, til þess að síðan meta frekari aðgerðir út frá þessum niðurstöðum,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar rannsóknarverkefna. Þetta er líka persónulegt mál, því margir vita einfaldlega ekki hvort þeir hafi smitast eða ekki. „Þau eru mjög þakklát að fá þessi boð,“ segir Kristín Eva. „Flestir vilja fá mótefnamælingar og eru mjög spenntir að vita einmitt, sérstaklega þegar það er svona mikið smit í samfélaginu, hvort þeir hafi smitast án þess að verða veikir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 10. janúar 2022 16:31 Niðurstöður ÍE gætu reynst hjálplegar við ákvörðun sóttvarnaráðstafana Yfir þúsund manns greindust með kórónuveirunna innanlands í gær og metfjöldi á landamærunum. Sóttvarnalæknir er farinn að huga að tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir. Íslensk erfðagreining stefnir á að kanna raunverulega útbreiðslu veirunnar í næstu viku og segir sóttvarnalæknir að það muni reynast mjög hjálplegt. 6. janúar 2022 23:24 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Tölfræðingar Íslenskrar erfðagreiningar telja 1.000 einstaklinga nægilega stórt úrtak til að fá góða mynd af því hve margir hafa í raun og veru smitast af veirunni á Íslandi. Í blóðsýni má kanna hvort finnist mótefni gegn kjarnapróteini veirunnar. Ef það finnst, hefur einstaklingurinn smitast og bólusetningar eiga ekki að geta ruglað þá niðurstöðu. Innan tveggja til þriggja vikna ætti maður að sjá hvort maður sé kominn með mótefni. Niðurstöður rannsóknarinnar geta skipt sköpum fyrir framtíð daglegs lífs hér á landi. Kári Stefánsson telur margfalt fleiri hafa smitast en hafa greinst. Sóttvarnalæknir hefur sagt að niðurstöður rannsóknarinnar verði hjálplegar þegar ákvarðanir eru ákveðnar í framhaldinu. „Menn eru farnir að velta því fyrir sér hvort það sé þannig. Ég tel að það sé helsta ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir sé að standa í þessu átaki, til þess að síðan meta frekari aðgerðir út frá þessum niðurstöðum,“ segir Kristín Eva Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar rannsóknarverkefna. Þetta er líka persónulegt mál, því margir vita einfaldlega ekki hvort þeir hafi smitast eða ekki. „Þau eru mjög þakklát að fá þessi boð,“ segir Kristín Eva. „Flestir vilja fá mótefnamælingar og eru mjög spenntir að vita einmitt, sérstaklega þegar það er svona mikið smit í samfélaginu, hvort þeir hafi smitast án þess að verða veikir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 10. janúar 2022 16:31 Niðurstöður ÍE gætu reynst hjálplegar við ákvörðun sóttvarnaráðstafana Yfir þúsund manns greindust með kórónuveirunna innanlands í gær og metfjöldi á landamærunum. Sóttvarnalæknir er farinn að huga að tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir. Íslensk erfðagreining stefnir á að kanna raunverulega útbreiðslu veirunnar í næstu viku og segir sóttvarnalæknir að það muni reynast mjög hjálplegt. 6. janúar 2022 23:24 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Taka sýni úr um þúsund manns til að kanna útbreiðsluna Íslensk erfðagreining mun í vikunni fara af stað með rannsókn þar sem raunveruleg útbreiðsla kórónuveirunnar verður könnuð. Um þúsund manns munu fá boð til að taka þátt og munu niðurstöðurnar nýtast sóttvarnalækni til að skipuleggja viðbrögð við Covid-19. 10. janúar 2022 16:31
Niðurstöður ÍE gætu reynst hjálplegar við ákvörðun sóttvarnaráðstafana Yfir þúsund manns greindust með kórónuveirunna innanlands í gær og metfjöldi á landamærunum. Sóttvarnalæknir er farinn að huga að tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir. Íslensk erfðagreining stefnir á að kanna raunverulega útbreiðslu veirunnar í næstu viku og segir sóttvarnalæknir að það muni reynast mjög hjálplegt. 6. janúar 2022 23:24