Segir ungar konur hvatningu og greinir frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. janúar 2022 19:30 Helga Benediktsdóttir. ARNAR HALLDÓRSSON Kona á sextugsaldri sem greindi frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram og skila skömminni. Hún dáist að ungum konum sem séu smátt og smátt að breyta samfélaginu. Helga Benediktsdóttir sem er 58 ára greindi frá því á Facebook í fyrradag að hún hafi verið beitt kynferðisofbeldi þegar hún var 16 ára Aupair í Kanada. Helga segir að maðurinn sem hún vann og bjó hjá, sem þá var á fimmtugsaldri hafi laumast til hennar á nóttunni og sent vini sína til hennar í sama tilgangi. „Hann fer að senda vini sína heim og segir mér að ég eigi að taka vel á móti þeim. Þetta voru þrír vinir hans sem komu reglulega og sendu leigubíla eftir mér ef þeir voru annars staðar. Ég get svo svarið það að á þessum tíma þá hélt ég að svona ætti þetta að vera. Ég hélt að svona væri það að vera fullorðin,“ sagði Helga. Hún segir að þær ungu konur sem stigið hafi fram á undanförnum dögum, vikum og mánuðum hafi verið henni hvatning til þess að stíga fram og skila skömminni eftir 42 ára þögn. Stolt af ungum konum sem nú séu að breyta samfélaginu „Umræðan hefur aldrei verið svona, að mitt mál gæti skipt máli. Því mitt mál er lítið miðað við mál margra sem ég þekki. Og ég er svo stolt af þessum ungu konum í dag. Ástandið í dag er örugglega ekkert verra en það var hér áður fyrr en þöggunin var algjör.“ Helga óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram vegna áratuga langrar þöggunar. „Það virðist ætla að verða rosalegt gap á milli minnar kynslóðar og svo dætra minna og ykkar.“ Dæturnar stoltar Hún segir að það hafi verið mikill léttir að stíga fram. „Tilfinningin er alveg æðisleg vegna þess að dætur mínar eru svo stoltar af mér.“ Hún hvetur konur á hennar aldri til þess að skila skömminni. „Látiði heyra í ykkur. Bara lítill pistill á Facebook, bara látum heyra í okkur.“ Slíta samstarfi við Arnar Grant og Ara Edwald sagt upp Frásögn Vítalíu olli miklu fjaðrafoki í síðustu viku eftir að hún sagði sögu sína í hlaðvarpinu Eigin konur. Í dag ákvað Kaupfélag Skagfirðinga að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu vegna málsins en einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn. Ara Edwald, framkvæmdastjóra Ísey útflutning hefur verið sagt upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Þessu greindi stjórn Íseyjar útflutnings frá í tölvupósti sem sendur var á félagsmenn Auðhumlu, sem á meirihluta í Ísey útflutningi. Í samtali við fréttastofu sagði kúabóndi að mörgum bændum hafi ekki fundist hlutirnir hreyfast nógu hratt í máli Ara eftir að stjórn Íseyjar útflutnings varð kunnugt um málið. Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40 Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Helga Benediktsdóttir sem er 58 ára greindi frá því á Facebook í fyrradag að hún hafi verið beitt kynferðisofbeldi þegar hún var 16 ára Aupair í Kanada. Helga segir að maðurinn sem hún vann og bjó hjá, sem þá var á fimmtugsaldri hafi laumast til hennar á nóttunni og sent vini sína til hennar í sama tilgangi. „Hann fer að senda vini sína heim og segir mér að ég eigi að taka vel á móti þeim. Þetta voru þrír vinir hans sem komu reglulega og sendu leigubíla eftir mér ef þeir voru annars staðar. Ég get svo svarið það að á þessum tíma þá hélt ég að svona ætti þetta að vera. Ég hélt að svona væri það að vera fullorðin,“ sagði Helga. Hún segir að þær ungu konur sem stigið hafi fram á undanförnum dögum, vikum og mánuðum hafi verið henni hvatning til þess að stíga fram og skila skömminni eftir 42 ára þögn. Stolt af ungum konum sem nú séu að breyta samfélaginu „Umræðan hefur aldrei verið svona, að mitt mál gæti skipt máli. Því mitt mál er lítið miðað við mál margra sem ég þekki. Og ég er svo stolt af þessum ungu konum í dag. Ástandið í dag er örugglega ekkert verra en það var hér áður fyrr en þöggunin var algjör.“ Helga óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram vegna áratuga langrar þöggunar. „Það virðist ætla að verða rosalegt gap á milli minnar kynslóðar og svo dætra minna og ykkar.“ Dæturnar stoltar Hún segir að það hafi verið mikill léttir að stíga fram. „Tilfinningin er alveg æðisleg vegna þess að dætur mínar eru svo stoltar af mér.“ Hún hvetur konur á hennar aldri til þess að skila skömminni. „Látiði heyra í ykkur. Bara lítill pistill á Facebook, bara látum heyra í okkur.“ Slíta samstarfi við Arnar Grant og Ara Edwald sagt upp Frásögn Vítalíu olli miklu fjaðrafoki í síðustu viku eftir að hún sagði sögu sína í hlaðvarpinu Eigin konur. Í dag ákvað Kaupfélag Skagfirðinga að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu vegna málsins en einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn. Ara Edwald, framkvæmdastjóra Ísey útflutning hefur verið sagt upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Þessu greindi stjórn Íseyjar útflutnings frá í tölvupósti sem sendur var á félagsmenn Auðhumlu, sem á meirihluta í Ísey útflutningi. Í samtali við fréttastofu sagði kúabóndi að mörgum bændum hafi ekki fundist hlutirnir hreyfast nógu hratt í máli Ara eftir að stjórn Íseyjar útflutnings varð kunnugt um málið.
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40 Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. 10. janúar 2022 15:40
Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16
Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50
Dagurinn sem fimm þjóðþekktir karlmenn stigu til hliðar Hún var hröð atburðarrásin í dag þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra. 6. janúar 2022 23:30