Sóttvarnareglubrjótar og heimilisátök á Suðurlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2022 12:38 Það var af nógum verkefnum að taka í umferðinni á Suðurlandi síðustu viku. Vísir/Vilhelm Tvö mál komu upp í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi þar sem aðilar sem áttu að vera í einangrun vegna Covid-19 eru grunaðir um að hafa virt þá skyldu að vettugi. Málin eru bæði komin á borð ákærusviðs. Þá eru til rannsóknar tvö mál er varða ágreining milli skyldra eða tengdra aðila. Annað varðar „minniháttar“ líkamsárás milli feðga en bæði mál virðast snerta börn undir lögaldri þar sem unnið er með barnaverndaryfirvöldum. Í tilkynningu lögreglunnar um verkefni vikunnar segir að tveir einstaklingar hafi verið handteknir á Selfossi um helgina grunaðir um að standa að dreifingu fíkniefna. Leitað var í bifreið þeirra og á heimili annars og fannst nokkuð af fíkniefnum og fjármunum. Annar játaði að um væri að ræða afrakstur fíkniefnasölu. Tólf umferðarslys voru tilkynnt lögreglu og þrjú slys þar sem fólk féll og slasaðist. Einn ökumaður var kærður fyrir að flytja beltagröfu sem var breiðari en heimilt er í almennri umferð á palli bifreiðar, án þess að hafa aflað sér undanþágu. Annar ökumaður var sektaður um 40 þúsund krónur fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar. Nítján voru kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu. Einn sem grunaður var um akstur undir áhrifum reyndi að koma sér undan sök með því að færa sig í aftursæti bifreiðar sinnar en hann játaði þegar runnið var af honum. Annar missti stjórn á bifreið sinni í Hveradalabrekku og lenti utan í vegriði. Þá velti ökumaður bifreið á Suðurlandsvegi skammt frá Landvegamótum en sá er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna eða lyfja. Árborg Lögreglumál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þá eru til rannsóknar tvö mál er varða ágreining milli skyldra eða tengdra aðila. Annað varðar „minniháttar“ líkamsárás milli feðga en bæði mál virðast snerta börn undir lögaldri þar sem unnið er með barnaverndaryfirvöldum. Í tilkynningu lögreglunnar um verkefni vikunnar segir að tveir einstaklingar hafi verið handteknir á Selfossi um helgina grunaðir um að standa að dreifingu fíkniefna. Leitað var í bifreið þeirra og á heimili annars og fannst nokkuð af fíkniefnum og fjármunum. Annar játaði að um væri að ræða afrakstur fíkniefnasölu. Tólf umferðarslys voru tilkynnt lögreglu og þrjú slys þar sem fólk féll og slasaðist. Einn ökumaður var kærður fyrir að flytja beltagröfu sem var breiðari en heimilt er í almennri umferð á palli bifreiðar, án þess að hafa aflað sér undanþágu. Annar ökumaður var sektaður um 40 þúsund krónur fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar. Nítján voru kærðir fyrir að aka of hratt í umdæminu. Einn sem grunaður var um akstur undir áhrifum reyndi að koma sér undan sök með því að færa sig í aftursæti bifreiðar sinnar en hann játaði þegar runnið var af honum. Annar missti stjórn á bifreið sinni í Hveradalabrekku og lenti utan í vegriði. Þá velti ökumaður bifreið á Suðurlandsvegi skammt frá Landvegamótum en sá er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna eða lyfja.
Árborg Lögreglumál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira