Milos sagður „andlit egóismans“ og byrja í mikilli brekku Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 14:01 Milos Milojevic er mættur í brúna hjá besta liði Malmö, með tilheyrandi pressu. Malmö FF Ráðning meistaraliðs Malmö á Milos Milojevic virðist koma sænskum fjölmiðlamönnum mjög á óvart. Einn þeirra segir hann „andlit egóismans“. Milos stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi eftir að hafa spilað sem leikmaður með Hamri, Ægi og Víkingi. Hann fór frá Íslandi til að þjálfa hjá Mjällby í Svíþjóð árið 2018, og var svo aðstoðarþjálfari Rauðu stjörnunnar í Serbíu árin 2019-2021. Nú síðast stýrði hann Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í hálft ár, en félagið rifti samningi við Milos eftir að hann hafði átt í viðræðum við Rosenborg í Noregi um að taka við liðinu. Nú hefur Milos tekið við sigursælasta liði Svíþjóðar, sem varð meistari undir stjórn Jon Dahl Tomasson seint á síðasta ári. „Stuðningsmenn telja að þetta sé þreytuleg ráðning,“ segir Johan Dolck Wall, sérfræðingur Expressen. Robert Laul, blaðamaður Göteborgs-Posten, vísar í fíaskóið varðandi viðskilnað Milosar við Hammarby og skrifar: „Þjálfarinn sem nýverið varð andlit egóismans tekur við Malmö. Kannski reynist það góð ráðning. Þjálfarar eru sjaldnast lengi hjá Malmö, af ólíkum ástæðum. Kannski aðallega vegna þess að það eru peningar sem skapa árangurinn en ekki einstaka þjálfarar.“ Tränaren som nyligen gav egoismen ett ansikte tar över Malmö FF. Kanske är en bra matchning, tränare blir sällan långvariga i MFF, av olika anledningar. Kanske främst för att det är pengar som skapar framgången mer än enskilda tränare. https://t.co/E5D5UH31oH— Robert Laul (@RobbieLauler) January 7, 2022 Erik Edman, fyrrverandi landsliðsmaður Svíþjóðar, tekur undir með Wall varðandi það að stuðningsmenn muni hafa sínar efasemdir varðandi Milos til að byrja með: „Þetta kemur svo sannarlega verulega á óvart. Ég held að öllum finnist það. Ég hélt að þetta væri kannski búið spil hjá honum í Svíþjóð, að minnsta kosti hjá stóru félögunum, eftir þessa ferð þarna til Þrándheims [í viðræður við Rosenborg],“ sagði Edman við Fotbollskanalen. Hann telur ráðninguna þannig koma á erfiðum tímapunkti. „Hann byrjar í brekku hjá stuðningsmönnunum í ljósi þess að hann var hjá Hammarby fyrri skömmu og að viðskilnaðurinn var ekki svo fagur. Hann þarf að vinna sig upp hjá stuðningsmönnum Malmö. Hann þarf að vinna strax og helst sænska bikarinn. Malmö, sem félag, hefur ekki fylgt neinni ákveðinni stefnu varðandi spilamennsku. Það lítur svolítið þannig út að það eina sem skiptir máli sé að vinna,“ sagði Edman. Sænski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira
Milos stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi eftir að hafa spilað sem leikmaður með Hamri, Ægi og Víkingi. Hann fór frá Íslandi til að þjálfa hjá Mjällby í Svíþjóð árið 2018, og var svo aðstoðarþjálfari Rauðu stjörnunnar í Serbíu árin 2019-2021. Nú síðast stýrði hann Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í hálft ár, en félagið rifti samningi við Milos eftir að hann hafði átt í viðræðum við Rosenborg í Noregi um að taka við liðinu. Nú hefur Milos tekið við sigursælasta liði Svíþjóðar, sem varð meistari undir stjórn Jon Dahl Tomasson seint á síðasta ári. „Stuðningsmenn telja að þetta sé þreytuleg ráðning,“ segir Johan Dolck Wall, sérfræðingur Expressen. Robert Laul, blaðamaður Göteborgs-Posten, vísar í fíaskóið varðandi viðskilnað Milosar við Hammarby og skrifar: „Þjálfarinn sem nýverið varð andlit egóismans tekur við Malmö. Kannski reynist það góð ráðning. Þjálfarar eru sjaldnast lengi hjá Malmö, af ólíkum ástæðum. Kannski aðallega vegna þess að það eru peningar sem skapa árangurinn en ekki einstaka þjálfarar.“ Tränaren som nyligen gav egoismen ett ansikte tar över Malmö FF. Kanske är en bra matchning, tränare blir sällan långvariga i MFF, av olika anledningar. Kanske främst för att det är pengar som skapar framgången mer än enskilda tränare. https://t.co/E5D5UH31oH— Robert Laul (@RobbieLauler) January 7, 2022 Erik Edman, fyrrverandi landsliðsmaður Svíþjóðar, tekur undir með Wall varðandi það að stuðningsmenn muni hafa sínar efasemdir varðandi Milos til að byrja með: „Þetta kemur svo sannarlega verulega á óvart. Ég held að öllum finnist það. Ég hélt að þetta væri kannski búið spil hjá honum í Svíþjóð, að minnsta kosti hjá stóru félögunum, eftir þessa ferð þarna til Þrándheims [í viðræður við Rosenborg],“ sagði Edman við Fotbollskanalen. Hann telur ráðninguna þannig koma á erfiðum tímapunkti. „Hann byrjar í brekku hjá stuðningsmönnunum í ljósi þess að hann var hjá Hammarby fyrri skömmu og að viðskilnaðurinn var ekki svo fagur. Hann þarf að vinna sig upp hjá stuðningsmönnum Malmö. Hann þarf að vinna strax og helst sænska bikarinn. Malmö, sem félag, hefur ekki fylgt neinni ákveðinni stefnu varðandi spilamennsku. Það lítur svolítið þannig út að það eina sem skiptir máli sé að vinna,“ sagði Edman.
Sænski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Sjá meira