Milos sagður „andlit egóismans“ og byrja í mikilli brekku Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 14:01 Milos Milojevic er mættur í brúna hjá besta liði Malmö, með tilheyrandi pressu. Malmö FF Ráðning meistaraliðs Malmö á Milos Milojevic virðist koma sænskum fjölmiðlamönnum mjög á óvart. Einn þeirra segir hann „andlit egóismans“. Milos stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi eftir að hafa spilað sem leikmaður með Hamri, Ægi og Víkingi. Hann fór frá Íslandi til að þjálfa hjá Mjällby í Svíþjóð árið 2018, og var svo aðstoðarþjálfari Rauðu stjörnunnar í Serbíu árin 2019-2021. Nú síðast stýrði hann Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í hálft ár, en félagið rifti samningi við Milos eftir að hann hafði átt í viðræðum við Rosenborg í Noregi um að taka við liðinu. Nú hefur Milos tekið við sigursælasta liði Svíþjóðar, sem varð meistari undir stjórn Jon Dahl Tomasson seint á síðasta ári. „Stuðningsmenn telja að þetta sé þreytuleg ráðning,“ segir Johan Dolck Wall, sérfræðingur Expressen. Robert Laul, blaðamaður Göteborgs-Posten, vísar í fíaskóið varðandi viðskilnað Milosar við Hammarby og skrifar: „Þjálfarinn sem nýverið varð andlit egóismans tekur við Malmö. Kannski reynist það góð ráðning. Þjálfarar eru sjaldnast lengi hjá Malmö, af ólíkum ástæðum. Kannski aðallega vegna þess að það eru peningar sem skapa árangurinn en ekki einstaka þjálfarar.“ Tränaren som nyligen gav egoismen ett ansikte tar över Malmö FF. Kanske är en bra matchning, tränare blir sällan långvariga i MFF, av olika anledningar. Kanske främst för att det är pengar som skapar framgången mer än enskilda tränare. https://t.co/E5D5UH31oH— Robert Laul (@RobbieLauler) January 7, 2022 Erik Edman, fyrrverandi landsliðsmaður Svíþjóðar, tekur undir með Wall varðandi það að stuðningsmenn muni hafa sínar efasemdir varðandi Milos til að byrja með: „Þetta kemur svo sannarlega verulega á óvart. Ég held að öllum finnist það. Ég hélt að þetta væri kannski búið spil hjá honum í Svíþjóð, að minnsta kosti hjá stóru félögunum, eftir þessa ferð þarna til Þrándheims [í viðræður við Rosenborg],“ sagði Edman við Fotbollskanalen. Hann telur ráðninguna þannig koma á erfiðum tímapunkti. „Hann byrjar í brekku hjá stuðningsmönnunum í ljósi þess að hann var hjá Hammarby fyrri skömmu og að viðskilnaðurinn var ekki svo fagur. Hann þarf að vinna sig upp hjá stuðningsmönnum Malmö. Hann þarf að vinna strax og helst sænska bikarinn. Malmö, sem félag, hefur ekki fylgt neinni ákveðinni stefnu varðandi spilamennsku. Það lítur svolítið þannig út að það eina sem skiptir máli sé að vinna,“ sagði Edman. Sænski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Milos stýrði Víkingi R. og Breiðabliki hér á landi eftir að hafa spilað sem leikmaður með Hamri, Ægi og Víkingi. Hann fór frá Íslandi til að þjálfa hjá Mjällby í Svíþjóð árið 2018, og var svo aðstoðarþjálfari Rauðu stjörnunnar í Serbíu árin 2019-2021. Nú síðast stýrði hann Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í hálft ár, en félagið rifti samningi við Milos eftir að hann hafði átt í viðræðum við Rosenborg í Noregi um að taka við liðinu. Nú hefur Milos tekið við sigursælasta liði Svíþjóðar, sem varð meistari undir stjórn Jon Dahl Tomasson seint á síðasta ári. „Stuðningsmenn telja að þetta sé þreytuleg ráðning,“ segir Johan Dolck Wall, sérfræðingur Expressen. Robert Laul, blaðamaður Göteborgs-Posten, vísar í fíaskóið varðandi viðskilnað Milosar við Hammarby og skrifar: „Þjálfarinn sem nýverið varð andlit egóismans tekur við Malmö. Kannski reynist það góð ráðning. Þjálfarar eru sjaldnast lengi hjá Malmö, af ólíkum ástæðum. Kannski aðallega vegna þess að það eru peningar sem skapa árangurinn en ekki einstaka þjálfarar.“ Tränaren som nyligen gav egoismen ett ansikte tar över Malmö FF. Kanske är en bra matchning, tränare blir sällan långvariga i MFF, av olika anledningar. Kanske främst för att det är pengar som skapar framgången mer än enskilda tränare. https://t.co/E5D5UH31oH— Robert Laul (@RobbieLauler) January 7, 2022 Erik Edman, fyrrverandi landsliðsmaður Svíþjóðar, tekur undir með Wall varðandi það að stuðningsmenn muni hafa sínar efasemdir varðandi Milos til að byrja með: „Þetta kemur svo sannarlega verulega á óvart. Ég held að öllum finnist það. Ég hélt að þetta væri kannski búið spil hjá honum í Svíþjóð, að minnsta kosti hjá stóru félögunum, eftir þessa ferð þarna til Þrándheims [í viðræður við Rosenborg],“ sagði Edman við Fotbollskanalen. Hann telur ráðninguna þannig koma á erfiðum tímapunkti. „Hann byrjar í brekku hjá stuðningsmönnunum í ljósi þess að hann var hjá Hammarby fyrri skömmu og að viðskilnaðurinn var ekki svo fagur. Hann þarf að vinna sig upp hjá stuðningsmönnum Malmö. Hann þarf að vinna strax og helst sænska bikarinn. Malmö, sem félag, hefur ekki fylgt neinni ákveðinni stefnu varðandi spilamennsku. Það lítur svolítið þannig út að það eina sem skiptir máli sé að vinna,“ sagði Edman.
Sænski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira