Starfsmenn ráðuneytisins ekki með 0,5 prómill í blóðinu alla daga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. janúar 2022 19:00 Fjalar segir starfsmenn ráðuneytisins hafa orðið mjög hissa þegar þeir sáu að dómsmálaráðuneytið hefði keypt áfengi fyrir 28 milljónir í fyrra. Hið rétta er að sú upphæð eigi við kaup allra undirstofnana ráðuneytisins á áfengi og tóbaki. vísir/sigurjón Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem selt er áfram til fanga skýrir þá háu upphæð sem greint var frá í gær að hefði farið frá dómsmálaráðuneytinu í kaup á áfengi og tóbak á síðasta ári. Tæpar 25 milljónir fóru í kaup á tóbaki fyrir fangelsin en tóbaksnotkun fanga fer minnkandi milli ára. Dómsmálaráðuneytið sjálft keypti áfengi fyrir 163 þúsund krónur á síðasta ári. Eins og greint var frá í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær er erfitt að greina nákvæmar upphæðir ríkisstofnana á áfengiskaupum þar sem þau eru oftar en ekki falin inni í reikningum sem hluti af heildarkostnaði eftir ráðstefnur, boð og fleira. Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um áfengiskaup ráðuneyta kom fram í því svari að ráðuneytin bókuðu kaup sín á vörum eftir mismunandi bókhaldslyklum. Einn þeirra kallast áfengi og tóbak. Aðeins tvö ráðuneyti höfðu bókað kaup undir þeim lykli í fyrra; dómsmálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í svarinu kom fram að dómsmálaráðuneytið hefði keypt vörur undir þeim vöruflokki fyrir 28 milljónir en mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir 7 milljónir. Kaup undirstofnana þessara ráðuneyta eru inni í þessum tölum. Ekki í Druk-tilraun Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem er selt í verslunum fangelsanna skýrir þarna háa tölu dómsmálaráðuneytisins en tæpar 25 milljónir fóru í tóbakskaup fangelsanna í fyrra „Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins urðu mjög hissa þegar þeir sáu þessa tölu, að við værum að kaupa áfengi fyrir 28 milljónir á einu ári. Þetta eru rúmlega 100 þúsund krónur á hvern virkan vinnudag sem að væru svona sirka tíu vodkaflöskur held ég miðað við lauslega verðkönnun í ríkinu,“ segir Fjalar Sigurðarson upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Það sé að sjálfsögðu ekki staðan. „Við erum ekki að gera einhverja Thomas Vinterberg tilraun að vera með 0,5 prómill í blóðinu alla daga. Þannig að 28 milljónir voru alveg út úr kortinu,“ segir Fjalar og vísar þar til kvikmyndar Vinterbergs sem kom út í fyrra með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Hún segir frá tilraun nokkurra vina til að halda sér hæfilega fullum alla daga. „Þannig að 28 milljónirnar voru ekki áfengiskaup fyrir dómsmálaráðuneytið heldur sígarettur á Litla Hrauni, að mestu leytinu til,“ segir Fjalar. Áfengi og tóbak Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fangelsismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Eins og greint var frá í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær er erfitt að greina nákvæmar upphæðir ríkisstofnana á áfengiskaupum þar sem þau eru oftar en ekki falin inni í reikningum sem hluti af heildarkostnaði eftir ráðstefnur, boð og fleira. Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um áfengiskaup ráðuneyta kom fram í því svari að ráðuneytin bókuðu kaup sín á vörum eftir mismunandi bókhaldslyklum. Einn þeirra kallast áfengi og tóbak. Aðeins tvö ráðuneyti höfðu bókað kaup undir þeim lykli í fyrra; dómsmálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í svarinu kom fram að dómsmálaráðuneytið hefði keypt vörur undir þeim vöruflokki fyrir 28 milljónir en mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir 7 milljónir. Kaup undirstofnana þessara ráðuneyta eru inni í þessum tölum. Ekki í Druk-tilraun Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem er selt í verslunum fangelsanna skýrir þarna háa tölu dómsmálaráðuneytisins en tæpar 25 milljónir fóru í tóbakskaup fangelsanna í fyrra „Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins urðu mjög hissa þegar þeir sáu þessa tölu, að við værum að kaupa áfengi fyrir 28 milljónir á einu ári. Þetta eru rúmlega 100 þúsund krónur á hvern virkan vinnudag sem að væru svona sirka tíu vodkaflöskur held ég miðað við lauslega verðkönnun í ríkinu,“ segir Fjalar Sigurðarson upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Það sé að sjálfsögðu ekki staðan. „Við erum ekki að gera einhverja Thomas Vinterberg tilraun að vera með 0,5 prómill í blóðinu alla daga. Þannig að 28 milljónir voru alveg út úr kortinu,“ segir Fjalar og vísar þar til kvikmyndar Vinterbergs sem kom út í fyrra með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Hún segir frá tilraun nokkurra vina til að halda sér hæfilega fullum alla daga. „Þannig að 28 milljónirnar voru ekki áfengiskaup fyrir dómsmálaráðuneytið heldur sígarettur á Litla Hrauni, að mestu leytinu til,“ segir Fjalar.
Áfengi og tóbak Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fangelsismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira