Starfsmenn ráðuneytisins ekki með 0,5 prómill í blóðinu alla daga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. janúar 2022 19:00 Fjalar segir starfsmenn ráðuneytisins hafa orðið mjög hissa þegar þeir sáu að dómsmálaráðuneytið hefði keypt áfengi fyrir 28 milljónir í fyrra. Hið rétta er að sú upphæð eigi við kaup allra undirstofnana ráðuneytisins á áfengi og tóbaki. vísir/sigurjón Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem selt er áfram til fanga skýrir þá háu upphæð sem greint var frá í gær að hefði farið frá dómsmálaráðuneytinu í kaup á áfengi og tóbak á síðasta ári. Tæpar 25 milljónir fóru í kaup á tóbaki fyrir fangelsin en tóbaksnotkun fanga fer minnkandi milli ára. Dómsmálaráðuneytið sjálft keypti áfengi fyrir 163 þúsund krónur á síðasta ári. Eins og greint var frá í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær er erfitt að greina nákvæmar upphæðir ríkisstofnana á áfengiskaupum þar sem þau eru oftar en ekki falin inni í reikningum sem hluti af heildarkostnaði eftir ráðstefnur, boð og fleira. Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um áfengiskaup ráðuneyta kom fram í því svari að ráðuneytin bókuðu kaup sín á vörum eftir mismunandi bókhaldslyklum. Einn þeirra kallast áfengi og tóbak. Aðeins tvö ráðuneyti höfðu bókað kaup undir þeim lykli í fyrra; dómsmálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í svarinu kom fram að dómsmálaráðuneytið hefði keypt vörur undir þeim vöruflokki fyrir 28 milljónir en mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir 7 milljónir. Kaup undirstofnana þessara ráðuneyta eru inni í þessum tölum. Ekki í Druk-tilraun Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem er selt í verslunum fangelsanna skýrir þarna háa tölu dómsmálaráðuneytisins en tæpar 25 milljónir fóru í tóbakskaup fangelsanna í fyrra „Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins urðu mjög hissa þegar þeir sáu þessa tölu, að við værum að kaupa áfengi fyrir 28 milljónir á einu ári. Þetta eru rúmlega 100 þúsund krónur á hvern virkan vinnudag sem að væru svona sirka tíu vodkaflöskur held ég miðað við lauslega verðkönnun í ríkinu,“ segir Fjalar Sigurðarson upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Það sé að sjálfsögðu ekki staðan. „Við erum ekki að gera einhverja Thomas Vinterberg tilraun að vera með 0,5 prómill í blóðinu alla daga. Þannig að 28 milljónir voru alveg út úr kortinu,“ segir Fjalar og vísar þar til kvikmyndar Vinterbergs sem kom út í fyrra með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Hún segir frá tilraun nokkurra vina til að halda sér hæfilega fullum alla daga. „Þannig að 28 milljónirnar voru ekki áfengiskaup fyrir dómsmálaráðuneytið heldur sígarettur á Litla Hrauni, að mestu leytinu til,“ segir Fjalar. Áfengi og tóbak Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fangelsismál Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Eins og greint var frá í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær er erfitt að greina nákvæmar upphæðir ríkisstofnana á áfengiskaupum þar sem þau eru oftar en ekki falin inni í reikningum sem hluti af heildarkostnaði eftir ráðstefnur, boð og fleira. Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um áfengiskaup ráðuneyta kom fram í því svari að ráðuneytin bókuðu kaup sín á vörum eftir mismunandi bókhaldslyklum. Einn þeirra kallast áfengi og tóbak. Aðeins tvö ráðuneyti höfðu bókað kaup undir þeim lykli í fyrra; dómsmálaráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í svarinu kom fram að dómsmálaráðuneytið hefði keypt vörur undir þeim vöruflokki fyrir 28 milljónir en mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir 7 milljónir. Kaup undirstofnana þessara ráðuneyta eru inni í þessum tölum. Ekki í Druk-tilraun Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem er selt í verslunum fangelsanna skýrir þarna háa tölu dómsmálaráðuneytisins en tæpar 25 milljónir fóru í tóbakskaup fangelsanna í fyrra „Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins urðu mjög hissa þegar þeir sáu þessa tölu, að við værum að kaupa áfengi fyrir 28 milljónir á einu ári. Þetta eru rúmlega 100 þúsund krónur á hvern virkan vinnudag sem að væru svona sirka tíu vodkaflöskur held ég miðað við lauslega verðkönnun í ríkinu,“ segir Fjalar Sigurðarson upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Það sé að sjálfsögðu ekki staðan. „Við erum ekki að gera einhverja Thomas Vinterberg tilraun að vera með 0,5 prómill í blóðinu alla daga. Þannig að 28 milljónir voru alveg út úr kortinu,“ segir Fjalar og vísar þar til kvikmyndar Vinterbergs sem kom út í fyrra með Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Hún segir frá tilraun nokkurra vina til að halda sér hæfilega fullum alla daga. „Þannig að 28 milljónirnar voru ekki áfengiskaup fyrir dómsmálaráðuneytið heldur sígarettur á Litla Hrauni, að mestu leytinu til,“ segir Fjalar.
Áfengi og tóbak Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fangelsismál Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira