EHF hafði gefið út að leikmenn þyrftu að fara í fjórtán daga einangrun ef þeir smituðust fyrir EM og tíu daga einangrun ef þeir smituðust á mótinu sjálfu.
Nú hefur reglunum verið breytt. Ef smit greinist þurfa leikmenn að fara í fimm daga einangrun og sýna fram á tvö neikvæð próf til að mega spila á EM. Taka má fyrra prófið á fimmta degi eftir að smitið greinist. Að minnsta kosti sólarhringur þarf að líða milli prófanna tveggja. Svo þarf viðkomandi auðvitað að vera einkennalaus.
The European Handball Federation has updated the hygiene for the Men's #ehfeuro2022, reducing the mandatory quarantine following an infection with Covid-19 https://t.co/K86DwhHbBa
— EHF (@EHF_Activities) January 6, 2022
Þá er þátttökuliðum heimilt að kalla til leikmenn sem voru utan stóra 35 manna hópsins sem var valinn í desember. Þó þarf sérstakar aðstæður til og mótastjórn EHF þarf að samþykkja beiðni liða sérstaklega.
Smit hafa komið upp hjá nánast öllum landsliðunum sem keppa á EM og fjölmörgum vináttulandsleikjum hefur verið aflýst vegna þess.