Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. janúar 2022 23:00 Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs, Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, tóku fyrstu skóflustunguna. Mynd/Akureyrarbær Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans. Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið. Snjórinn kom ekki í veg fyrir fyrstu skóflustunguna að Holtahverfi, eða Holtahverfi norður eins og það heitir, sem á að rísa á sjávarklöppum norðarlega í bænum. Reiknað er með 300 íbúðir rísi á næstu árum. „Fjölbýlishús, einbýlishús, raðhús og parhús þannig að hér ætlum við að geti orðið 700-800 manna byggð,“ segir Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs bæjarins aðspurður um hvers lags íbúðir verði byggðar í hverfinu. Klippa: Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi tekin í dag Sömu, eða í það minnsta svipuð, lögmál gilda um fasteignamarkaðinn á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu síðustu misseri. Framboð á fasteignum hefur skroppið saman, fasteignaverð hækkað og eftirspurn eftir lóðum aukist. Standa vonir til að uppbygging norðarlega í bænum, þar á meðal í hinu nýja Holtahverfi muni auka framboð á lóðum til muna í bænum. „Akureyringum fjölgaði um 416 á síðasta ári og það er 2,2 prósent fjölgun sem umfram landsmeðaltal og það eru bara ánægjulegar fréttir, bara frábært að okkur sé að fjölga. Eftirspurn hefur verið gríðarleg á síðasta ári,“ segir Þórhallur. Undanfarin ár hefur uppbygging á íbúðarhúsnæði á Akureyri farið fram í suðurhluta bæjarins, í átt að Kjarnaskógi sem margir landsmenn kannast við. Skóflustungan í dag markar ákveðin tímamót því að nú færist uppbyggingin á nýju húsnæði í norðurhluta bæjarins. Þar er til að mynda annað stærra hverfi, Móahverfi, einnig í bígerð. „Þar bætist við um það bil þúsund íbúða hverfi þar sem að gæti verið pláss fyrir 2.500 til 3.000 íbúa,“ segir Þórhallur og bætir við að ánægjulegt sé að í þessum nýju hverfum felist að hægt sé að nota innviði sem fyrir eru í rótgrónari hverfum í norðurhluta bæjarins. Í Holtahverfi er hins vegar allt að fara á fullt. „Hér verður vonandi byrjað að byggja í maí og ég reikna með að fyrstu íbúar geti flutt inn 12 til 16 mánuðum frá þeim tímapunkti“ Akureyri Skipulag Húsnæðismál Tengdar fréttir Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum 10. nóvember 2021 20:11 Kynna tillögur að nýju 970 íbúða hverfi Nýtt hverfi á Akureyri þar sem ráðgert er að 970 íbúðir verði byggðar er í bígerð. Markmiðið er að hverfið verði bæði grænt og vistvænt. 6. október 2021 13:14 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Snjórinn kom ekki í veg fyrir fyrstu skóflustunguna að Holtahverfi, eða Holtahverfi norður eins og það heitir, sem á að rísa á sjávarklöppum norðarlega í bænum. Reiknað er með 300 íbúðir rísi á næstu árum. „Fjölbýlishús, einbýlishús, raðhús og parhús þannig að hér ætlum við að geti orðið 700-800 manna byggð,“ segir Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs bæjarins aðspurður um hvers lags íbúðir verði byggðar í hverfinu. Klippa: Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi tekin í dag Sömu, eða í það minnsta svipuð, lögmál gilda um fasteignamarkaðinn á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu síðustu misseri. Framboð á fasteignum hefur skroppið saman, fasteignaverð hækkað og eftirspurn eftir lóðum aukist. Standa vonir til að uppbygging norðarlega í bænum, þar á meðal í hinu nýja Holtahverfi muni auka framboð á lóðum til muna í bænum. „Akureyringum fjölgaði um 416 á síðasta ári og það er 2,2 prósent fjölgun sem umfram landsmeðaltal og það eru bara ánægjulegar fréttir, bara frábært að okkur sé að fjölga. Eftirspurn hefur verið gríðarleg á síðasta ári,“ segir Þórhallur. Undanfarin ár hefur uppbygging á íbúðarhúsnæði á Akureyri farið fram í suðurhluta bæjarins, í átt að Kjarnaskógi sem margir landsmenn kannast við. Skóflustungan í dag markar ákveðin tímamót því að nú færist uppbyggingin á nýju húsnæði í norðurhluta bæjarins. Þar er til að mynda annað stærra hverfi, Móahverfi, einnig í bígerð. „Þar bætist við um það bil þúsund íbúða hverfi þar sem að gæti verið pláss fyrir 2.500 til 3.000 íbúa,“ segir Þórhallur og bætir við að ánægjulegt sé að í þessum nýju hverfum felist að hægt sé að nota innviði sem fyrir eru í rótgrónari hverfum í norðurhluta bæjarins. Í Holtahverfi er hins vegar allt að fara á fullt. „Hér verður vonandi byrjað að byggja í maí og ég reikna með að fyrstu íbúar geti flutt inn 12 til 16 mánuðum frá þeim tímapunkti“
Akureyri Skipulag Húsnæðismál Tengdar fréttir Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum 10. nóvember 2021 20:11 Kynna tillögur að nýju 970 íbúða hverfi Nýtt hverfi á Akureyri þar sem ráðgert er að 970 íbúðir verði byggðar er í bígerð. Markmiðið er að hverfið verði bæði grænt og vistvænt. 6. október 2021 13:14 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Útsýnið fái að njóta sín í tillögum að uppbyggingu við Tónatröð Yrki Arkitektar hafa lagt fram tillögu að útfærslu byggðar við Tónatröð á Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði fimm tröppuð þaksvalahús. Horft er til þess að útsýnið fái að njóta sín úr íbúðunum 10. nóvember 2021 20:11
Kynna tillögur að nýju 970 íbúða hverfi Nýtt hverfi á Akureyri þar sem ráðgert er að 970 íbúðir verði byggðar er í bígerð. Markmiðið er að hverfið verði bæði grænt og vistvænt. 6. október 2021 13:14