Áfengiskaup ríkisins fyrir margar milljónir falin í reikningum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. janúar 2022 21:00 Freyðivín í boði ríkisins. Þannig eru sumar veislurnar. vísir/vilhelm Ríkisstofnanir eyða stórfé í áfengi á hverju ári en engin leið er fyrir almenning að vita hversu miklu eða hvar þær versla það. Fyrir mörgum er áfengi ómissandi þáttur í góðri veislu. Það virðist allavega vera þannig hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum því á liðnu ári eyddu þau mörgum milljónum í áfengiskaup. En stóra spurningin er auðvitað: Hversu miklu? Hvað fór mikið úr okkar sameiginlega sjóði í áfengiskaup, veislur og boð ríkisstarfsmanna? Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um málið kom í ljós að þessar upplýsingar væru ekki svo auðfáanlegar. Aðeins tvö ráðuneyti með skráð áfengiskaup Þegar var til dæmis leitað að bókunum ráðuneyta á kaupum undir flokknum áfengi og tóbak kemur í ljós að aðeins tvö ráðuneyti hafi skráð áfengiskaup sín og undirstofnana sem slík árið 2021. Undirstofnanir dómsmálaráðuneytisins eyddu um 28 milljónum í áfengi og tóbak á árinu og undirstofnanir mennta- og menningarmálaráðuneytisins skráðu kaup í flokknum fyrir um 7 milljónir. Upphæð undirstofnana dómsmálaráðuneytisins skýrist af tóbakskaupum Fangelsismálastofnunar sem verslaði tóbak fyrir tæpar 25 milljónir á árinu, sem síðan er selt til fanga á Litla Hrauni og annarra fangelsa. Leiðrétt: Upprunalega stóð í fréttinni að það væru ráðuneytin sjálf sem hefðu keypt áfengi fyrir 28 milljónir annars vegar og 7 milljónir hins vegar en þannig voru tölurnar settar upp í svari Ríkiskaupa. Hið rétta er að þetta eru samanlögð kaup allra undirstofnana þeirra á áfengi og tóbaki. Ekkert hinna ráðuneyta var með áfengiskaup skráð undir þeim vöruflokki. En liggur ekki ljóst fyrir að þau hafi einnig keypt áfengi í fyrra? „Jú, jú það er alveg klárt. Þetta eru í rauninni bara bókhaldsfærslur sem við erum með. Í dag erum við með bókhaldslykilinn áfengi og tóbak en það eru auðvitað margir aðrir möguleikar þegar þú ert að bóka kaup á vörum og þjónustu,“ segir Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri hjá Ríkisinnkaupum. Ríkiskaup ætla sér að gera kvittanir ríkisins aðgengilegri á næstu mánuðum.vísir/egill Þó er auðvelt að fletta upp viðskiptum ríkisins við einstaka aðila og ef verslun stofnana ríkisins við ÁTVR er tekin saman kemur í ljós að hún var upp á rúmar 26 milljónir í fyrra. Sjá ekki hvað er keypt En þó er líklega algengara að stofnanir versli áfengi af þriðja aðila, veisluþjónustu eða veitingastað. Og það er oftast allt skráð sem hluti af heildarþjónustu staðarins á sama reikningi og matur og önnur þjónusta. „Við sjáum kannski ekki nákvæmlega hvar kaupin fara fram og hjá hverjum og í hversu miklu magni,“ segir Davíð Ingi. Ríkiskaup eru þegar farin að skoða hvernig bæta megi úr þessu. „Og hvernig við getum komist á dýpra level ef ég leyfi mér að sletta. Þannig við sjáum í raun bein innkaup, hvað er verið að kaupa og í hvaða magni. Eitthvað sem við kannski sjáum ekki í dag heldur sjáum við bara heildarkaup á ákveðnum bókhaldslyklum,“ segir Davíð Ingi. Þannig verði vonandi á næstu mánuðum hægt að skoða reikninga ríkisstofnana í smáatriðum. Að fá allan strimilinn með vörum eftir viðskiptin svo að segja en ekki bara upphæðina eins og nú. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira
Fyrir mörgum er áfengi ómissandi þáttur í góðri veislu. Það virðist allavega vera þannig hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum því á liðnu ári eyddu þau mörgum milljónum í áfengiskaup. En stóra spurningin er auðvitað: Hversu miklu? Hvað fór mikið úr okkar sameiginlega sjóði í áfengiskaup, veislur og boð ríkisstarfsmanna? Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um málið kom í ljós að þessar upplýsingar væru ekki svo auðfáanlegar. Aðeins tvö ráðuneyti með skráð áfengiskaup Þegar var til dæmis leitað að bókunum ráðuneyta á kaupum undir flokknum áfengi og tóbak kemur í ljós að aðeins tvö ráðuneyti hafi skráð áfengiskaup sín og undirstofnana sem slík árið 2021. Undirstofnanir dómsmálaráðuneytisins eyddu um 28 milljónum í áfengi og tóbak á árinu og undirstofnanir mennta- og menningarmálaráðuneytisins skráðu kaup í flokknum fyrir um 7 milljónir. Upphæð undirstofnana dómsmálaráðuneytisins skýrist af tóbakskaupum Fangelsismálastofnunar sem verslaði tóbak fyrir tæpar 25 milljónir á árinu, sem síðan er selt til fanga á Litla Hrauni og annarra fangelsa. Leiðrétt: Upprunalega stóð í fréttinni að það væru ráðuneytin sjálf sem hefðu keypt áfengi fyrir 28 milljónir annars vegar og 7 milljónir hins vegar en þannig voru tölurnar settar upp í svari Ríkiskaupa. Hið rétta er að þetta eru samanlögð kaup allra undirstofnana þeirra á áfengi og tóbaki. Ekkert hinna ráðuneyta var með áfengiskaup skráð undir þeim vöruflokki. En liggur ekki ljóst fyrir að þau hafi einnig keypt áfengi í fyrra? „Jú, jú það er alveg klárt. Þetta eru í rauninni bara bókhaldsfærslur sem við erum með. Í dag erum við með bókhaldslykilinn áfengi og tóbak en það eru auðvitað margir aðrir möguleikar þegar þú ert að bóka kaup á vörum og þjónustu,“ segir Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri hjá Ríkisinnkaupum. Ríkiskaup ætla sér að gera kvittanir ríkisins aðgengilegri á næstu mánuðum.vísir/egill Þó er auðvelt að fletta upp viðskiptum ríkisins við einstaka aðila og ef verslun stofnana ríkisins við ÁTVR er tekin saman kemur í ljós að hún var upp á rúmar 26 milljónir í fyrra. Sjá ekki hvað er keypt En þó er líklega algengara að stofnanir versli áfengi af þriðja aðila, veisluþjónustu eða veitingastað. Og það er oftast allt skráð sem hluti af heildarþjónustu staðarins á sama reikningi og matur og önnur þjónusta. „Við sjáum kannski ekki nákvæmlega hvar kaupin fara fram og hjá hverjum og í hversu miklu magni,“ segir Davíð Ingi. Ríkiskaup eru þegar farin að skoða hvernig bæta megi úr þessu. „Og hvernig við getum komist á dýpra level ef ég leyfi mér að sletta. Þannig við sjáum í raun bein innkaup, hvað er verið að kaupa og í hvaða magni. Eitthvað sem við kannski sjáum ekki í dag heldur sjáum við bara heildarkaup á ákveðnum bókhaldslyklum,“ segir Davíð Ingi. Þannig verði vonandi á næstu mánuðum hægt að skoða reikninga ríkisstofnana í smáatriðum. Að fá allan strimilinn með vörum eftir viðskiptin svo að segja en ekki bara upphæðina eins og nú.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira