Áfengiskaup ríkisins fyrir margar milljónir falin í reikningum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. janúar 2022 21:00 Freyðivín í boði ríkisins. Þannig eru sumar veislurnar. vísir/vilhelm Ríkisstofnanir eyða stórfé í áfengi á hverju ári en engin leið er fyrir almenning að vita hversu miklu eða hvar þær versla það. Fyrir mörgum er áfengi ómissandi þáttur í góðri veislu. Það virðist allavega vera þannig hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum því á liðnu ári eyddu þau mörgum milljónum í áfengiskaup. En stóra spurningin er auðvitað: Hversu miklu? Hvað fór mikið úr okkar sameiginlega sjóði í áfengiskaup, veislur og boð ríkisstarfsmanna? Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um málið kom í ljós að þessar upplýsingar væru ekki svo auðfáanlegar. Aðeins tvö ráðuneyti með skráð áfengiskaup Þegar var til dæmis leitað að bókunum ráðuneyta á kaupum undir flokknum áfengi og tóbak kemur í ljós að aðeins tvö ráðuneyti hafi skráð áfengiskaup sín og undirstofnana sem slík árið 2021. Undirstofnanir dómsmálaráðuneytisins eyddu um 28 milljónum í áfengi og tóbak á árinu og undirstofnanir mennta- og menningarmálaráðuneytisins skráðu kaup í flokknum fyrir um 7 milljónir. Upphæð undirstofnana dómsmálaráðuneytisins skýrist af tóbakskaupum Fangelsismálastofnunar sem verslaði tóbak fyrir tæpar 25 milljónir á árinu, sem síðan er selt til fanga á Litla Hrauni og annarra fangelsa. Leiðrétt: Upprunalega stóð í fréttinni að það væru ráðuneytin sjálf sem hefðu keypt áfengi fyrir 28 milljónir annars vegar og 7 milljónir hins vegar en þannig voru tölurnar settar upp í svari Ríkiskaupa. Hið rétta er að þetta eru samanlögð kaup allra undirstofnana þeirra á áfengi og tóbaki. Ekkert hinna ráðuneyta var með áfengiskaup skráð undir þeim vöruflokki. En liggur ekki ljóst fyrir að þau hafi einnig keypt áfengi í fyrra? „Jú, jú það er alveg klárt. Þetta eru í rauninni bara bókhaldsfærslur sem við erum með. Í dag erum við með bókhaldslykilinn áfengi og tóbak en það eru auðvitað margir aðrir möguleikar þegar þú ert að bóka kaup á vörum og þjónustu,“ segir Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri hjá Ríkisinnkaupum. Ríkiskaup ætla sér að gera kvittanir ríkisins aðgengilegri á næstu mánuðum.vísir/egill Þó er auðvelt að fletta upp viðskiptum ríkisins við einstaka aðila og ef verslun stofnana ríkisins við ÁTVR er tekin saman kemur í ljós að hún var upp á rúmar 26 milljónir í fyrra. Sjá ekki hvað er keypt En þó er líklega algengara að stofnanir versli áfengi af þriðja aðila, veisluþjónustu eða veitingastað. Og það er oftast allt skráð sem hluti af heildarþjónustu staðarins á sama reikningi og matur og önnur þjónusta. „Við sjáum kannski ekki nákvæmlega hvar kaupin fara fram og hjá hverjum og í hversu miklu magni,“ segir Davíð Ingi. Ríkiskaup eru þegar farin að skoða hvernig bæta megi úr þessu. „Og hvernig við getum komist á dýpra level ef ég leyfi mér að sletta. Þannig við sjáum í raun bein innkaup, hvað er verið að kaupa og í hvaða magni. Eitthvað sem við kannski sjáum ekki í dag heldur sjáum við bara heildarkaup á ákveðnum bókhaldslyklum,“ segir Davíð Ingi. Þannig verði vonandi á næstu mánuðum hægt að skoða reikninga ríkisstofnana í smáatriðum. Að fá allan strimilinn með vörum eftir viðskiptin svo að segja en ekki bara upphæðina eins og nú. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Fyrir mörgum er áfengi ómissandi þáttur í góðri veislu. Það virðist allavega vera þannig hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum því á liðnu ári eyddu þau mörgum milljónum í áfengiskaup. En stóra spurningin er auðvitað: Hversu miklu? Hvað fór mikið úr okkar sameiginlega sjóði í áfengiskaup, veislur og boð ríkisstarfsmanna? Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um málið kom í ljós að þessar upplýsingar væru ekki svo auðfáanlegar. Aðeins tvö ráðuneyti með skráð áfengiskaup Þegar var til dæmis leitað að bókunum ráðuneyta á kaupum undir flokknum áfengi og tóbak kemur í ljós að aðeins tvö ráðuneyti hafi skráð áfengiskaup sín og undirstofnana sem slík árið 2021. Undirstofnanir dómsmálaráðuneytisins eyddu um 28 milljónum í áfengi og tóbak á árinu og undirstofnanir mennta- og menningarmálaráðuneytisins skráðu kaup í flokknum fyrir um 7 milljónir. Upphæð undirstofnana dómsmálaráðuneytisins skýrist af tóbakskaupum Fangelsismálastofnunar sem verslaði tóbak fyrir tæpar 25 milljónir á árinu, sem síðan er selt til fanga á Litla Hrauni og annarra fangelsa. Leiðrétt: Upprunalega stóð í fréttinni að það væru ráðuneytin sjálf sem hefðu keypt áfengi fyrir 28 milljónir annars vegar og 7 milljónir hins vegar en þannig voru tölurnar settar upp í svari Ríkiskaupa. Hið rétta er að þetta eru samanlögð kaup allra undirstofnana þeirra á áfengi og tóbaki. Ekkert hinna ráðuneyta var með áfengiskaup skráð undir þeim vöruflokki. En liggur ekki ljóst fyrir að þau hafi einnig keypt áfengi í fyrra? „Jú, jú það er alveg klárt. Þetta eru í rauninni bara bókhaldsfærslur sem við erum með. Í dag erum við með bókhaldslykilinn áfengi og tóbak en það eru auðvitað margir aðrir möguleikar þegar þú ert að bóka kaup á vörum og þjónustu,“ segir Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri hjá Ríkisinnkaupum. Ríkiskaup ætla sér að gera kvittanir ríkisins aðgengilegri á næstu mánuðum.vísir/egill Þó er auðvelt að fletta upp viðskiptum ríkisins við einstaka aðila og ef verslun stofnana ríkisins við ÁTVR er tekin saman kemur í ljós að hún var upp á rúmar 26 milljónir í fyrra. Sjá ekki hvað er keypt En þó er líklega algengara að stofnanir versli áfengi af þriðja aðila, veisluþjónustu eða veitingastað. Og það er oftast allt skráð sem hluti af heildarþjónustu staðarins á sama reikningi og matur og önnur þjónusta. „Við sjáum kannski ekki nákvæmlega hvar kaupin fara fram og hjá hverjum og í hversu miklu magni,“ segir Davíð Ingi. Ríkiskaup eru þegar farin að skoða hvernig bæta megi úr þessu. „Og hvernig við getum komist á dýpra level ef ég leyfi mér að sletta. Þannig við sjáum í raun bein innkaup, hvað er verið að kaupa og í hvaða magni. Eitthvað sem við kannski sjáum ekki í dag heldur sjáum við bara heildarkaup á ákveðnum bókhaldslyklum,“ segir Davíð Ingi. Þannig verði vonandi á næstu mánuðum hægt að skoða reikninga ríkisstofnana í smáatriðum. Að fá allan strimilinn með vörum eftir viðskiptin svo að segja en ekki bara upphæðina eins og nú.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira