Riftu samningi við fyrrverandi leikmann FH og Fylkis vegna tengsla við nauðgunarmál Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2022 10:49 Jerv bauð Sonna Ragnar Nattested velkominn en rifti samningnum við hann skömmu síðar. getty/LARS RONBOG/heimasíða jerv Jerv, nýliðar í norsku úrvalsdeildinni, riftu samningi sínum við færeyska varnarmanninn Sonni Ragnar Nattested, fyrrverandi leikmann FH og Fylkis, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann samdi við félagið. Ástæðan er tengsl hans við nauðgunarmál gegn Babacar Sarr, fyrrverandi leikmanns Selfoss. Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Sarr fyrir tveimur árum en mætti ekki fyrir rétt. Sömu sögu er að segja af Sarr sem flúði Noreg. Ekki liggur fyrir hvar Sarr heldur sig en hann er eftirlýstur af Interpol. Eftir að Jerv tilkynnti að félagið hefði samið við Sonna mótmæltu stuðningsmenn liðsins félagaskiptunum. Og eftir mikla pressu ákvað Jerv að rifta samningnum við þann færeyska, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann skrifaði undir hann. Jerv sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið baðst afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur. „Ástæðan fyrir þessu er mál sem leikmaðurinn er tengdur og við hefðum átt að vita um. Málið er þess eðlis að félagið getur ekki tengst því. Jerv biður alla hlutaðeigandi afsökunar á að hafa ekki unnið heimavinnuna nægilega vel áður en samið var við leikmanninn,“ segir í yfirlýsingunni. FK Jerv og Sonni Nattestad har i dag besluttet å avbryte den annonserte kontraktsinngåelsen. Dere kan lese mer på hjemmesiden: https://t.co/FJ8BCNYPuK— FK Jerv (@FKJerv) January 2, 2022 Sonni gekk í raðir FH 2016. Honum tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór eftir það til Noregs. Hann lék síðast í Sádí-Arabíu en sem fyrr segir er ekkert vitað hvar hann er niðurkominn. Sarr er eftirlýstur í öllum þeim löndum sem eru aðilar að Interpol. Alþjóðalögreglan biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Ekkert hefur til hans spurst í um tvö ár og Interpol leitar logandi ljósi að honum eins og áður sagði. Norski boltinn Noregur Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Sarr fyrir tveimur árum en mætti ekki fyrir rétt. Sömu sögu er að segja af Sarr sem flúði Noreg. Ekki liggur fyrir hvar Sarr heldur sig en hann er eftirlýstur af Interpol. Eftir að Jerv tilkynnti að félagið hefði samið við Sonna mótmæltu stuðningsmenn liðsins félagaskiptunum. Og eftir mikla pressu ákvað Jerv að rifta samningnum við þann færeyska, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann skrifaði undir hann. Jerv sendi frá sér yfirlýsingu þar sem félagið baðst afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur. „Ástæðan fyrir þessu er mál sem leikmaðurinn er tengdur og við hefðum átt að vita um. Málið er þess eðlis að félagið getur ekki tengst því. Jerv biður alla hlutaðeigandi afsökunar á að hafa ekki unnið heimavinnuna nægilega vel áður en samið var við leikmanninn,“ segir í yfirlýsingunni. FK Jerv og Sonni Nattestad har i dag besluttet å avbryte den annonserte kontraktsinngåelsen. Dere kan lese mer på hjemmesiden: https://t.co/FJ8BCNYPuK— FK Jerv (@FKJerv) January 2, 2022 Sonni gekk í raðir FH 2016. Honum tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór eftir það til Noregs. Hann lék síðast í Sádí-Arabíu en sem fyrr segir er ekkert vitað hvar hann er niðurkominn. Sarr er eftirlýstur í öllum þeim löndum sem eru aðilar að Interpol. Alþjóðalögreglan biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Ekkert hefur til hans spurst í um tvö ár og Interpol leitar logandi ljósi að honum eins og áður sagði.
Norski boltinn Noregur Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira