Hefði viljað fresta skólahaldi: „Þetta er staðan sem við vinnum með“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2022 20:31 Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að betra hefði verið að fresta skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Þess í stað taka leik- og grunnskólar skipulagsdag á morgun til að undirbúa skólastarfið í ómíkrón-bylgju. Skólahald hefst að nýju eftir jólafrí í vikunni og hafa kennarar morgundaginn til þess að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Þór Jónsson, formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík að hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum Þórólfs um frestun skólabyrjunar vegna fjölgunar smitaðra. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna tekur í sama streng. „Ja, það var nú ástæðan fyrir því að hann lagði þetta til, það var þetta. Maður átti von á því að tölurnar færu upp um jólin og svo þyrfti maður viku til tíu daga til þess að ná þeim niður núna í byrjun janúar og það hefði örugglega verið betra að því leytinu til en við verðum bara að sjá til. þetta er staðan sem við vinnum með,“ sagði Víðir. Tvö börn eru nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Víðir á áfram von á háum smittölum næstu daga og viðbúið að fleiri börn smitist þegar skólahald hefst að nýju. „Ef menn skoða bara tölfræðina og hvernig staðan var hjá 6-12 ára börnum fyrir jólafrí og svo núna, þar sem þetta hefur alveg dottið út þá er viðbúið að þetta detti inn aftur. Annað kæmi í sjálfu sér á óvart.“ Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og menntaskóla á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólahald hefst í næstu viku til þess að hemja útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Víðir segir að slíkt sé eitt af því sem sé í skoðun hér á landi. Sjá einnig: Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi 586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum. 22 eru á sjúkrahúsi vegna Covid19. Af þeim eru tveir með ómíkrón afbrigði veirunnar, 14 með delta en upplýsingar vantar hjá sex nýgreindum. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Af þeim átta sem eru á gjörgæslu er einn bólusettur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Skólahald hefst að nýju eftir jólafrí í vikunni og hafa kennarar morgundaginn til þess að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Þór Jónsson, formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík að hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum Þórólfs um frestun skólabyrjunar vegna fjölgunar smitaðra. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna tekur í sama streng. „Ja, það var nú ástæðan fyrir því að hann lagði þetta til, það var þetta. Maður átti von á því að tölurnar færu upp um jólin og svo þyrfti maður viku til tíu daga til þess að ná þeim niður núna í byrjun janúar og það hefði örugglega verið betra að því leytinu til en við verðum bara að sjá til. þetta er staðan sem við vinnum með,“ sagði Víðir. Tvö börn eru nú á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Víðir á áfram von á háum smittölum næstu daga og viðbúið að fleiri börn smitist þegar skólahald hefst að nýju. „Ef menn skoða bara tölfræðina og hvernig staðan var hjá 6-12 ára börnum fyrir jólafrí og svo núna, þar sem þetta hefur alveg dottið út þá er viðbúið að þetta detti inn aftur. Annað kæmi í sjálfu sér á óvart.“ Nemendur í eldri bekkjum grunnskóla og menntaskóla á Englandi þurfa að bera grímur í kennslustofum þegar skólahald hefst í næstu viku til þess að hemja útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Víðir segir að slíkt sé eitt af því sem sé í skoðun hér á landi. Sjá einnig: Grímuskylda nemenda sett á í skólum á Englandi 586 greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær samkvæmt bráðabirgðatölum. 22 eru á sjúkrahúsi vegna Covid19. Af þeim eru tveir með ómíkrón afbrigði veirunnar, 14 með delta en upplýsingar vantar hjá sex nýgreindum. Átta eru á gjörgæslu, sex þeirra í öndunarvél. Af þeim átta sem eru á gjörgæslu er einn bólusettur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Tengdar fréttir Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Bardagaþreyttir kennarar hafa morgundaginn til að skipuleggja skólastarf í krefjandi aðstæðum Kennarar hafa morgundaginn til þess að skipuleggja komandi skólastarf í krefjandi aðstæðum. Skólastjóri segir kennara orðna bardagaþreytta og hefði viljað sjá ríkisstjórnina fylgja tilmælum sóttvarnalæknir um seinkun á skólabyrjun. 2. janúar 2022 12:16