Forystufólk flokkanna sagðist allt gera mistök Heimir Már Pétursson skrifar 1. janúar 2022 19:05 Formenn flokkanna ræddu málin í Kryddsíldinni í gær. Forystufólk allra flokka viðurkenndi í Kryddsíldinni á Stöð 2 í gær að stjórnmálamenn gerðu mistök eins og annað fólk og ættu að gangast við þeim. Maður ársins að mati fréttastofunnar sagðist deila heiðrinum með fjölda samstarfsfólks. Inga Sæland formaður Flokks fólksins treysti sér ekki til að mæta í Kryddsíldina vegna þess að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í stað Bjarna Benediktssonar sem er í einangrun eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. En sjálf var Þórdís nýlega laus úr sjö daga einangrun. „Mér þykir auðvitað leitt að Inga hafi ekki treyst sér til að vera hérna með okkur. Það væri skemmtilegra að hafa vinkonu okkar hérna með,“ sagði Þórdís Kolbrún. Forystufólkið ræddi bæði árið sem var að líða og hvað væri framundan. Þau viðurkenndu öll að þau eins og aðrir gerðu mistök og það væri eðlilegt að gangast við þeim. „Auðvitað á maður og er reglulega að fara yfir sem stjórnmálamaður allt sem maður gerir. Auðvitað veit maður að oft getur maður gert hlutina betur eða öðruvísi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði stjórnmálamenn hafa lært í þessum efnum þótt fjölmiðlar tækju kannski ekki eftir því. „Mér finnst einmitt þegar ég horfi á stjórnmálafólkið, auðvitað erum við bara misjöfn og allt það, en mér finnst við vera að læra. Mér finnst full af stjórnmálafólki vera einmitt að viðurkenna mistök. Þora að líta í eigin barm,“ sagði Þorgerður Katrín. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata tók í svipaðan streng. „Ég hef gert fullt af mistökum og er alltaf að gera mistök. Ég held að það sé ofboðslega mikilvægur hluti af lærdómsferlinu. Því að lifa, þroskast og þróast áfram,“ sagði Halldóra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagðist hlakka til að stjórnmálamenn gætu aftur farið að tala um stjórnmál. „Vonandi verður nýtt ár líka betra fyrir samfélagið okkar og önnur samfélög. Þar á ég augljóslega við að vonandi losnum við við þetta covid. En ég vona að við losnum líka við covid hugarfarið,“ sagði Sigmundur Davíð. Logi Einarsson sagðist oft hafa gert mistök. „Kannski meðal annars það fallega við að vera maður, að við erum breisk og alls konar. Gerum mistök og stundum vegnar okkur vel,“ sagði Logi. Edda Andrésdóttir tilkynnti val fréttastofunnar á manni ársins sem að þessu sinni var Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir yfirmaður hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir framgöngu hennar við bólusetningu þjóðarinnar.stöð 2 Í þættinum var Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir útnefnd maður ársins af fréttastofunni fyrir að leiðastarfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við að bólusetja nær alla þjóðina íþrígang.Hún vildi deila heiðrinum með samstarfsfólki. „Takk innilega. Ég held ég verði að fá aðtileinka þetta öllu því fjölmarga starfsfólki sem hefur komið með okkur í þetta verkefni. Það eru svo margir þarna á bakvið tjöldin sem eiga svo mikið skilið. Þannig að þetta er til þeirra,“ sagði Ragnheiður Ósk. Kryddsíld Bólusetningar Tengdar fréttir Sjáðu Kryddsíld í heild sinni Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið hressilegar í hinni árlegu Kryddsíld sem sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. 1. janúar 2022 12:33 Ragnheiður Ósk valin maður ársins 2021 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp. 31. desember 2021 14:50 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins treysti sér ekki til að mæta í Kryddsíldina vegna þess að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í stað Bjarna Benediktssonar sem er í einangrun eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. En sjálf var Þórdís nýlega laus úr sjö daga einangrun. „Mér þykir auðvitað leitt að Inga hafi ekki treyst sér til að vera hérna með okkur. Það væri skemmtilegra að hafa vinkonu okkar hérna með,“ sagði Þórdís Kolbrún. Forystufólkið ræddi bæði árið sem var að líða og hvað væri framundan. Þau viðurkenndu öll að þau eins og aðrir gerðu mistök og það væri eðlilegt að gangast við þeim. „Auðvitað á maður og er reglulega að fara yfir sem stjórnmálamaður allt sem maður gerir. Auðvitað veit maður að oft getur maður gert hlutina betur eða öðruvísi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði stjórnmálamenn hafa lært í þessum efnum þótt fjölmiðlar tækju kannski ekki eftir því. „Mér finnst einmitt þegar ég horfi á stjórnmálafólkið, auðvitað erum við bara misjöfn og allt það, en mér finnst við vera að læra. Mér finnst full af stjórnmálafólki vera einmitt að viðurkenna mistök. Þora að líta í eigin barm,“ sagði Þorgerður Katrín. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata tók í svipaðan streng. „Ég hef gert fullt af mistökum og er alltaf að gera mistök. Ég held að það sé ofboðslega mikilvægur hluti af lærdómsferlinu. Því að lifa, þroskast og þróast áfram,“ sagði Halldóra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagðist hlakka til að stjórnmálamenn gætu aftur farið að tala um stjórnmál. „Vonandi verður nýtt ár líka betra fyrir samfélagið okkar og önnur samfélög. Þar á ég augljóslega við að vonandi losnum við við þetta covid. En ég vona að við losnum líka við covid hugarfarið,“ sagði Sigmundur Davíð. Logi Einarsson sagðist oft hafa gert mistök. „Kannski meðal annars það fallega við að vera maður, að við erum breisk og alls konar. Gerum mistök og stundum vegnar okkur vel,“ sagði Logi. Edda Andrésdóttir tilkynnti val fréttastofunnar á manni ársins sem að þessu sinni var Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir yfirmaður hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir framgöngu hennar við bólusetningu þjóðarinnar.stöð 2 Í þættinum var Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir útnefnd maður ársins af fréttastofunni fyrir að leiðastarfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við að bólusetja nær alla þjóðina íþrígang.Hún vildi deila heiðrinum með samstarfsfólki. „Takk innilega. Ég held ég verði að fá aðtileinka þetta öllu því fjölmarga starfsfólki sem hefur komið með okkur í þetta verkefni. Það eru svo margir þarna á bakvið tjöldin sem eiga svo mikið skilið. Þannig að þetta er til þeirra,“ sagði Ragnheiður Ósk.
Kryddsíld Bólusetningar Tengdar fréttir Sjáðu Kryddsíld í heild sinni Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið hressilegar í hinni árlegu Kryddsíld sem sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. 1. janúar 2022 12:33 Ragnheiður Ósk valin maður ársins 2021 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp. 31. desember 2021 14:50 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Sjáðu Kryddsíld í heild sinni Óhætt er að segja að umræðurnar hafi verið hressilegar í hinni árlegu Kryddsíld sem sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 í gær. 1. janúar 2022 12:33
Ragnheiður Ósk valin maður ársins 2021 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp. 31. desember 2021 14:50