„Reynum að láta ekki gremju eða reiði ná tökum á okkur“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2022 15:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti nýársávarp sitt fyrr í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir ræddi óttann og áhrif hans í samfélagi í nýársávarpi sínu sem hann flutti fyrr í dag. Forsetinn fór þar meðal annars yfir stöðuna í íslensku samfélagi á tímum kórónuveirunnar og sagði að það væri án efa affarasælast að við öll, almenningur, sérfræðingar og stjórnvöld, myndum reyna að viðhalda þeirri einingu sem hafi gefist vel. Guðni sagði að að sjálfsögðu gæti þreytu meðal fólks vegna faraldursins og að sjálfsögðu þurfi að hjálpa þeim sem verði fyrir búsifjum vegna ástandsins. Sömuleiðis þurfi sífellt að endurmeta þær leiðir sem séu í boði. Forsetinn sagði þó að við ættum að reyna að viðhalda einingunni í samfélaginu í krafti sannfæringar og umræðu. Ekki ógnar og valdboðs, án þess að ágreiningur leiði til djúpstæðs klofnings í samfélaginu, og án þess að ótti nái á okkur heljartökum. „Ótti er ekki alltaf ástæðulaus, því fer fjarri. Hann getur fyllt okkur brýnum krafti þegar að okkur er sótt. En hann er vondur förunautur frá degi til dags. Lymskulegu valdi hans er vel lýst í kvæði Nínu Bjarkar Árnadóttur um fugl óttans sem tekur manneskjuna í klærnar, flýgur einnig inn í brjóst hennar og veinar þar. Þannig vinnur óttinn víst. Svo fær hann okkur jafnvel til að vera hvassyrtari en ella, stífari á okkar meiningu, tregari til að meðtaka önnur sjónarmið. Vel má vera að mörg ykkar kannist við þetta, sjálfur hef ég fundið þetta á eigin skinni. En reynum þá að gera betur. Reynum að láta ekki gremju eða reiði ná tökum á okkur,“ sagði Guðni. Hlýða má á ávarpið í heild sinni í spilaranum að neðan og lesa á heimasíðu forsetaembættisins. Forseti Íslands Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Guðni sagði að að sjálfsögðu gæti þreytu meðal fólks vegna faraldursins og að sjálfsögðu þurfi að hjálpa þeim sem verði fyrir búsifjum vegna ástandsins. Sömuleiðis þurfi sífellt að endurmeta þær leiðir sem séu í boði. Forsetinn sagði þó að við ættum að reyna að viðhalda einingunni í samfélaginu í krafti sannfæringar og umræðu. Ekki ógnar og valdboðs, án þess að ágreiningur leiði til djúpstæðs klofnings í samfélaginu, og án þess að ótti nái á okkur heljartökum. „Ótti er ekki alltaf ástæðulaus, því fer fjarri. Hann getur fyllt okkur brýnum krafti þegar að okkur er sótt. En hann er vondur förunautur frá degi til dags. Lymskulegu valdi hans er vel lýst í kvæði Nínu Bjarkar Árnadóttur um fugl óttans sem tekur manneskjuna í klærnar, flýgur einnig inn í brjóst hennar og veinar þar. Þannig vinnur óttinn víst. Svo fær hann okkur jafnvel til að vera hvassyrtari en ella, stífari á okkar meiningu, tregari til að meðtaka önnur sjónarmið. Vel má vera að mörg ykkar kannist við þetta, sjálfur hef ég fundið þetta á eigin skinni. En reynum þá að gera betur. Reynum að láta ekki gremju eða reiði ná tökum á okkur,“ sagði Guðni. Hlýða má á ávarpið í heild sinni í spilaranum að neðan og lesa á heimasíðu forsetaembættisins.
Forseti Íslands Áramót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira