Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2021 12:12 Már Kristjánsson. Stöð 2/Sigurjón Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. Kórónuveiran heldur áfram að dreifa sér eins og eldur í sinu. Í gær greindist 1.601 smitaður af covid nítján samkvæmt bráðabirgðatölum, þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. Í dag eru 7.585 í einangrun og 6.424 í sóttkví. Enn liggja sex á gjörgæslu vegna covid veikinda þar af fimm óbólusettir í öndunarvél. Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir smittölur gærdagsins ógnvekjandi. „En skýringarnar kunna að vera í því að Íslensk erfðagreining kom inn í þetta í gær og afköst veirudeildarinnar hafa aukist vegna þess að það var bilun. Þannig ég held að við séum að klára það sem hafði safnast upp en engu að síður er þetta talsverð fjölgun sem er uggvænlegt,“ sagði Már Kristjánsson. Faraldurinn sé í veldisvexti og staðan á Landspítala þyngist dag frá degi. Ekki áhættulaust að stytta einangrun Nú þurfa smitaðir aðeins að vera í sjö daga einangrun í stað tíu daga eftir að reglum var breytt. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar telur skynsamlegt að stytta einangrunartímann niður í fimm daga. Már segir að fara þurfi hægt í þessum efnum. Fólk sem smitaðist af fyrsta afbrigði veirunnar eða Alfa afbrigðinu gat verið smitandi í átta til tíu daga. Það virðist sem svo að þeir sem smitist af ómíkron afbrigðinu smiti þó í styttri tíma. „Ameríska heilbrigðisstofnunin hefur farið niður í fimm daga og það kann að vera skynsamlegt að gera það. Ég held að áhættan, fimm dagar, sjö dagar, sé tiltölulega lítil en hún er ekki núll.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Nýtt met: 1.557 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Í gær greindist 1.601 smitaður af Covid-19 og þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. 31. desember 2021 09:40 Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Kórónuveiran heldur áfram að dreifa sér eins og eldur í sinu. Í gær greindist 1.601 smitaður af covid nítján samkvæmt bráðabirgðatölum, þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. Í dag eru 7.585 í einangrun og 6.424 í sóttkví. Enn liggja sex á gjörgæslu vegna covid veikinda þar af fimm óbólusettir í öndunarvél. Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir smittölur gærdagsins ógnvekjandi. „En skýringarnar kunna að vera í því að Íslensk erfðagreining kom inn í þetta í gær og afköst veirudeildarinnar hafa aukist vegna þess að það var bilun. Þannig ég held að við séum að klára það sem hafði safnast upp en engu að síður er þetta talsverð fjölgun sem er uggvænlegt,“ sagði Már Kristjánsson. Faraldurinn sé í veldisvexti og staðan á Landspítala þyngist dag frá degi. Ekki áhættulaust að stytta einangrun Nú þurfa smitaðir aðeins að vera í sjö daga einangrun í stað tíu daga eftir að reglum var breytt. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar telur skynsamlegt að stytta einangrunartímann niður í fimm daga. Már segir að fara þurfi hægt í þessum efnum. Fólk sem smitaðist af fyrsta afbrigði veirunnar eða Alfa afbrigðinu gat verið smitandi í átta til tíu daga. Það virðist sem svo að þeir sem smitist af ómíkron afbrigðinu smiti þó í styttri tíma. „Ameríska heilbrigðisstofnunin hefur farið niður í fimm daga og það kann að vera skynsamlegt að gera það. Ég held að áhættan, fimm dagar, sjö dagar, sé tiltölulega lítil en hún er ekki núll.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Nýtt met: 1.557 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Í gær greindist 1.601 smitaður af Covid-19 og þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. 31. desember 2021 09:40 Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Nýtt met: 1.557 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Í gær greindist 1.601 smitaður af Covid-19 og þar af greindust 44 á landamærunum. Þetta er enn eitt metið og nánast tvöföldun frá því í fyrradag þegar 839 greindust smitaðir. 31. desember 2021 09:40
Þórólfur hringdi í Kára: Íslensk erfðagreining tekur sýnin innanlands að sér Íslensk erfðagreining hefur á nýjan leik tekið að sér greiningu á sýnum innanlands. Gríðarlegt álag hefur verið í greiningu sýna á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og biðtími verið allt að 72 klukkustundir eftir niðurstöðu. 30. desember 2021 12:08