Reglur um vinnusóttkví rýmkaðar á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2021 22:34 Halldór Benjamín, sem er framkvæmdastjóri SA, segir að ef ekki hefði verið brugðist við beiðni samtakanna hefði verið dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur um vinnusóttkví taka gildi á hádegi á morgun, gamlársdag. Sóttvarnalæknir og almannavarnir hafa gefið út uppfærðar leiðbeiningar um hvenær er heimilt að beita vinnusóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að samtökin og aðilar þeirra hafi kallað eftir meiri sveigjanleika af hálfu yfirvalda, svo hægt væri að tryggja starfsemi fyrirtækja í landinu, í ljósi víðtækrar dreifingar Covid-smita í samfélaginu og árifa sóttvarnaaðgerða á starfsemi fyrirtækja. Því ákalli hafi nú verið svarað, með breyttum reglum. „Sóttvarnir geta ekki og mega ekki lama samfélagið og gangverk verðmætasköpunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafi brugðist hratt við beiðni SA um breyttar reglur. „Ella væri dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast,“ segir Halldór. Notist sparlega Vinnusóttkví má aðeins beita fyrir lykilstarfsmenn sem eru í sóttkví, og aðeins ef ekki er hægt að vinna verkefnin án þeirra viðkomu á staðnum. Það á aðeins við ef mögulegt er að uppfylla nauðsynlega sóttvarnaráðstafanir samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Þannig getur starfsfólk í beinni þjónustu við viðskiptavini, til að mynda í verslunum eða á veitingastöðum, ekki verið í vinnusóttkví. Atvinnurekendum og einstaklingum er sjálfum gert að útfæra framkvæmd vinnusóttkvíar á hverjum stað, og koma almannavarnir og sóttvarnalæknir ekki að framkvæmd eða gerð sérstakra leiðbeininga nema í undantekningartilfellum. Vinnuveitendur eiga þá að halda skrá yfir starfsmenn sína í vinnusóttkví og senda á þar til gert netfang, vinnusottkvi@logreglan.is. „Vinnusóttkví er varhugaverð ráðstöfun sem ætti að nota sparlega og eingöngu ef brýn þörf er fyrir framlag starfsmanns sem er í sóttkví vegna nálægðar við COVID-19 smitaðan einstakling. Einstaklingar í vinnusóttkví geta smitað aðra og þar með sett starfsemi í hættu ef fleiri starfsmenn smitast. Aldrei er heimilt að starfa utan heimilis í einangrun. Vinnusóttkví er ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að inna af hendi þau brýnu verkefni á þeim stöðum þar sem viðhafðar eru fullnægjandi sóttvarnir innan sóttkvíar,“ segir þá á vef Samtaka atvinnulífsins. Nánar má lesa um nýjar reglur um vinnusóttkví hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar segir að samtökin og aðilar þeirra hafi kallað eftir meiri sveigjanleika af hálfu yfirvalda, svo hægt væri að tryggja starfsemi fyrirtækja í landinu, í ljósi víðtækrar dreifingar Covid-smita í samfélaginu og árifa sóttvarnaaðgerða á starfsemi fyrirtækja. Því ákalli hafi nú verið svarað, með breyttum reglum. „Sóttvarnir geta ekki og mega ekki lama samfélagið og gangverk verðmætasköpunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu. Almannavarnir og sóttvarnalæknir hafi brugðist hratt við beiðni SA um breyttar reglur. „Ella væri dagaspursmál hvenær starfsemi margra fyrirtækja myndi stöðvast,“ segir Halldór. Notist sparlega Vinnusóttkví má aðeins beita fyrir lykilstarfsmenn sem eru í sóttkví, og aðeins ef ekki er hægt að vinna verkefnin án þeirra viðkomu á staðnum. Það á aðeins við ef mögulegt er að uppfylla nauðsynlega sóttvarnaráðstafanir samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Þannig getur starfsfólk í beinni þjónustu við viðskiptavini, til að mynda í verslunum eða á veitingastöðum, ekki verið í vinnusóttkví. Atvinnurekendum og einstaklingum er sjálfum gert að útfæra framkvæmd vinnusóttkvíar á hverjum stað, og koma almannavarnir og sóttvarnalæknir ekki að framkvæmd eða gerð sérstakra leiðbeininga nema í undantekningartilfellum. Vinnuveitendur eiga þá að halda skrá yfir starfsmenn sína í vinnusóttkví og senda á þar til gert netfang, vinnusottkvi@logreglan.is. „Vinnusóttkví er varhugaverð ráðstöfun sem ætti að nota sparlega og eingöngu ef brýn þörf er fyrir framlag starfsmanns sem er í sóttkví vegna nálægðar við COVID-19 smitaðan einstakling. Einstaklingar í vinnusóttkví geta smitað aðra og þar með sett starfsemi í hættu ef fleiri starfsmenn smitast. Aldrei er heimilt að starfa utan heimilis í einangrun. Vinnusóttkví er ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að inna af hendi þau brýnu verkefni á þeim stöðum þar sem viðhafðar eru fullnægjandi sóttvarnir innan sóttkvíar,“ segir þá á vef Samtaka atvinnulífsins. Nánar má lesa um nýjar reglur um vinnusóttkví hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira