Strákarnir okkar halda sig fjarri fjölskyldu og vinum á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2021 15:01 Íþróttamaður ársins, Ómar Ingi Magnússon, er einn af tuttugu EM-förum Íslands sem verða saman á hóteli nær allan næsta mánuð ef vel gengur á EM. vísir/hulda margrét Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu munu halda sig frá fjölskyldu og vinum þann tíma sem þeir dvelja hér á landi í upphafi nýs árs. Íslenska liðið mun dvelja á Grand Hóteli frá 2. janúar og þar til að það heldur af landi brott á EM, til Búdapest í Ungerjalandi, 11. janúar. Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við handbolta.is í dag. Eins og Vísir greindi frá á dögunum voru þá tveir af tuttugu leikmönnum íslenska hópsins smitaðir af kórónuveirunni. Það kemur þó ekki til með að hafa áhrif á undirbúning íslenska liðsins og miðað við núverandi stöðu ættu allir leikmenn að geta mætt á fyrstu æfingu 2. janúar. Kórónuveirusmit hafa einnig komið upp hjá fyrstu andstæðingum Íslands á EM, Portúgölum, sem og Frökkum og fleiri þjóðum. Vanalega hafa leikmenn íslenska liðsins ekki gist á hóteli þegar þeir koma saman á Íslandi í aðdraganda stórmóts en vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þótti ekki annað í stöðunni en að þeir yrðu á hóteli, aðgreindir frá öðrum, til að lágmarka smithættu í aðdraganda EM. Samskipti þeirra við fjölskyldu og vini verða að vera rafræn. Hótellífið hefst því fyrr en ella hjá íslenska hópnum sem leikur sinn fyrsta leik á EM 14. janúar, gegn Portúgal, og á svo leiki við Holland 16. janúar og Ungverjaland 18. janúar. Komist Ísland áfram í milliriðla, sem annað af tveimur efstu liðum B-riðils, mun liðið leika að minnsta kosti fjóra leiki til viðbótar í Búdapest dagana 20.-26. janúar. Ísland á að spila tvo vináttulandsleiki gegn Litháen hér á landi áður en haldið verður á EM og eru þeir enn á dagskrá 7. og 9. janúar að sögn Róberts. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Tíundi handboltamaðurinn sem hlýtur nafnbótina Handboltafólk hefur oftast hlotið titilinn íþróttamaður ársins af því íslenska íþróttafólki sem þannig hefur verið heiðrað í 66 ára sögu kjörs Samtaka íþróttafréttamanna. 30. desember 2021 10:00 Ómar Ingi íþróttamaður ársins Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár. 29. desember 2021 20:27 Stress vegna EM-undirbúnings Íslands og leikmenn hugsanlega lokaðir inni Staðan á undirbúningi Íslands fyrir EM karla í handbolta í janúar er afar viðkvæm vegna kórónuveirufaraldursins. Vitað er um smit hjá tveimur af tuttugu leikmönnum hópsins sem á að koma saman til æfinga á sunnudaginn. 28. desember 2021 11:00 Ísland mun leika í stærstu handboltahöll Evrópu Evrópumótið í handbolta er á næsta leiti, en leikið verður í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er með Ungverjum í riðli og verður sá riðill leikinn í nýbyggðri handboltahöll í Búdapest sem er sú stærsta í Evrópu. 25. desember 2021 12:31 Óvissa um framhaldið hjá Guðmundi eftir EM Guðmundur Guðmundsson segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort að hann verði áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta að afloknu Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. 22. desember 2021 12:01 „Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira
Íslenska liðið mun dvelja á Grand Hóteli frá 2. janúar og þar til að það heldur af landi brott á EM, til Búdapest í Ungerjalandi, 11. janúar. Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við handbolta.is í dag. Eins og Vísir greindi frá á dögunum voru þá tveir af tuttugu leikmönnum íslenska hópsins smitaðir af kórónuveirunni. Það kemur þó ekki til með að hafa áhrif á undirbúning íslenska liðsins og miðað við núverandi stöðu ættu allir leikmenn að geta mætt á fyrstu æfingu 2. janúar. Kórónuveirusmit hafa einnig komið upp hjá fyrstu andstæðingum Íslands á EM, Portúgölum, sem og Frökkum og fleiri þjóðum. Vanalega hafa leikmenn íslenska liðsins ekki gist á hóteli þegar þeir koma saman á Íslandi í aðdraganda stórmóts en vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þótti ekki annað í stöðunni en að þeir yrðu á hóteli, aðgreindir frá öðrum, til að lágmarka smithættu í aðdraganda EM. Samskipti þeirra við fjölskyldu og vini verða að vera rafræn. Hótellífið hefst því fyrr en ella hjá íslenska hópnum sem leikur sinn fyrsta leik á EM 14. janúar, gegn Portúgal, og á svo leiki við Holland 16. janúar og Ungverjaland 18. janúar. Komist Ísland áfram í milliriðla, sem annað af tveimur efstu liðum B-riðils, mun liðið leika að minnsta kosti fjóra leiki til viðbótar í Búdapest dagana 20.-26. janúar. Ísland á að spila tvo vináttulandsleiki gegn Litháen hér á landi áður en haldið verður á EM og eru þeir enn á dagskrá 7. og 9. janúar að sögn Róberts.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Tíundi handboltamaðurinn sem hlýtur nafnbótina Handboltafólk hefur oftast hlotið titilinn íþróttamaður ársins af því íslenska íþróttafólki sem þannig hefur verið heiðrað í 66 ára sögu kjörs Samtaka íþróttafréttamanna. 30. desember 2021 10:00 Ómar Ingi íþróttamaður ársins Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár. 29. desember 2021 20:27 Stress vegna EM-undirbúnings Íslands og leikmenn hugsanlega lokaðir inni Staðan á undirbúningi Íslands fyrir EM karla í handbolta í janúar er afar viðkvæm vegna kórónuveirufaraldursins. Vitað er um smit hjá tveimur af tuttugu leikmönnum hópsins sem á að koma saman til æfinga á sunnudaginn. 28. desember 2021 11:00 Ísland mun leika í stærstu handboltahöll Evrópu Evrópumótið í handbolta er á næsta leiti, en leikið verður í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er með Ungverjum í riðli og verður sá riðill leikinn í nýbyggðri handboltahöll í Búdapest sem er sú stærsta í Evrópu. 25. desember 2021 12:31 Óvissa um framhaldið hjá Guðmundi eftir EM Guðmundur Guðmundsson segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort að hann verði áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta að afloknu Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. 22. desember 2021 12:01 „Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira
Tíundi handboltamaðurinn sem hlýtur nafnbótina Handboltafólk hefur oftast hlotið titilinn íþróttamaður ársins af því íslenska íþróttafólki sem þannig hefur verið heiðrað í 66 ára sögu kjörs Samtaka íþróttafréttamanna. 30. desember 2021 10:00
Ómar Ingi íþróttamaður ársins Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár. 29. desember 2021 20:27
Stress vegna EM-undirbúnings Íslands og leikmenn hugsanlega lokaðir inni Staðan á undirbúningi Íslands fyrir EM karla í handbolta í janúar er afar viðkvæm vegna kórónuveirufaraldursins. Vitað er um smit hjá tveimur af tuttugu leikmönnum hópsins sem á að koma saman til æfinga á sunnudaginn. 28. desember 2021 11:00
Ísland mun leika í stærstu handboltahöll Evrópu Evrópumótið í handbolta er á næsta leiti, en leikið verður í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er með Ungverjum í riðli og verður sá riðill leikinn í nýbyggðri handboltahöll í Búdapest sem er sú stærsta í Evrópu. 25. desember 2021 12:31
Óvissa um framhaldið hjá Guðmundi eftir EM Guðmundur Guðmundsson segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort að hann verði áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta að afloknu Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. 22. desember 2021 12:01
„Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06