Strákarnir okkar halda sig fjarri fjölskyldu og vinum á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2021 15:01 Íþróttamaður ársins, Ómar Ingi Magnússon, er einn af tuttugu EM-förum Íslands sem verða saman á hóteli nær allan næsta mánuð ef vel gengur á EM. vísir/hulda margrét Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu munu halda sig frá fjölskyldu og vinum þann tíma sem þeir dvelja hér á landi í upphafi nýs árs. Íslenska liðið mun dvelja á Grand Hóteli frá 2. janúar og þar til að það heldur af landi brott á EM, til Búdapest í Ungerjalandi, 11. janúar. Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við handbolta.is í dag. Eins og Vísir greindi frá á dögunum voru þá tveir af tuttugu leikmönnum íslenska hópsins smitaðir af kórónuveirunni. Það kemur þó ekki til með að hafa áhrif á undirbúning íslenska liðsins og miðað við núverandi stöðu ættu allir leikmenn að geta mætt á fyrstu æfingu 2. janúar. Kórónuveirusmit hafa einnig komið upp hjá fyrstu andstæðingum Íslands á EM, Portúgölum, sem og Frökkum og fleiri þjóðum. Vanalega hafa leikmenn íslenska liðsins ekki gist á hóteli þegar þeir koma saman á Íslandi í aðdraganda stórmóts en vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þótti ekki annað í stöðunni en að þeir yrðu á hóteli, aðgreindir frá öðrum, til að lágmarka smithættu í aðdraganda EM. Samskipti þeirra við fjölskyldu og vini verða að vera rafræn. Hótellífið hefst því fyrr en ella hjá íslenska hópnum sem leikur sinn fyrsta leik á EM 14. janúar, gegn Portúgal, og á svo leiki við Holland 16. janúar og Ungverjaland 18. janúar. Komist Ísland áfram í milliriðla, sem annað af tveimur efstu liðum B-riðils, mun liðið leika að minnsta kosti fjóra leiki til viðbótar í Búdapest dagana 20.-26. janúar. Ísland á að spila tvo vináttulandsleiki gegn Litháen hér á landi áður en haldið verður á EM og eru þeir enn á dagskrá 7. og 9. janúar að sögn Róberts. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Tíundi handboltamaðurinn sem hlýtur nafnbótina Handboltafólk hefur oftast hlotið titilinn íþróttamaður ársins af því íslenska íþróttafólki sem þannig hefur verið heiðrað í 66 ára sögu kjörs Samtaka íþróttafréttamanna. 30. desember 2021 10:00 Ómar Ingi íþróttamaður ársins Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár. 29. desember 2021 20:27 Stress vegna EM-undirbúnings Íslands og leikmenn hugsanlega lokaðir inni Staðan á undirbúningi Íslands fyrir EM karla í handbolta í janúar er afar viðkvæm vegna kórónuveirufaraldursins. Vitað er um smit hjá tveimur af tuttugu leikmönnum hópsins sem á að koma saman til æfinga á sunnudaginn. 28. desember 2021 11:00 Ísland mun leika í stærstu handboltahöll Evrópu Evrópumótið í handbolta er á næsta leiti, en leikið verður í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er með Ungverjum í riðli og verður sá riðill leikinn í nýbyggðri handboltahöll í Búdapest sem er sú stærsta í Evrópu. 25. desember 2021 12:31 Óvissa um framhaldið hjá Guðmundi eftir EM Guðmundur Guðmundsson segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort að hann verði áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta að afloknu Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. 22. desember 2021 12:01 „Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Íslenska liðið mun dvelja á Grand Hóteli frá 2. janúar og þar til að það heldur af landi brott á EM, til Búdapest í Ungerjalandi, 11. janúar. Þetta staðfesti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, við handbolta.is í dag. Eins og Vísir greindi frá á dögunum voru þá tveir af tuttugu leikmönnum íslenska hópsins smitaðir af kórónuveirunni. Það kemur þó ekki til með að hafa áhrif á undirbúning íslenska liðsins og miðað við núverandi stöðu ættu allir leikmenn að geta mætt á fyrstu æfingu 2. janúar. Kórónuveirusmit hafa einnig komið upp hjá fyrstu andstæðingum Íslands á EM, Portúgölum, sem og Frökkum og fleiri þjóðum. Vanalega hafa leikmenn íslenska liðsins ekki gist á hóteli þegar þeir koma saman á Íslandi í aðdraganda stórmóts en vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þótti ekki annað í stöðunni en að þeir yrðu á hóteli, aðgreindir frá öðrum, til að lágmarka smithættu í aðdraganda EM. Samskipti þeirra við fjölskyldu og vini verða að vera rafræn. Hótellífið hefst því fyrr en ella hjá íslenska hópnum sem leikur sinn fyrsta leik á EM 14. janúar, gegn Portúgal, og á svo leiki við Holland 16. janúar og Ungverjaland 18. janúar. Komist Ísland áfram í milliriðla, sem annað af tveimur efstu liðum B-riðils, mun liðið leika að minnsta kosti fjóra leiki til viðbótar í Búdapest dagana 20.-26. janúar. Ísland á að spila tvo vináttulandsleiki gegn Litháen hér á landi áður en haldið verður á EM og eru þeir enn á dagskrá 7. og 9. janúar að sögn Róberts.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Tíundi handboltamaðurinn sem hlýtur nafnbótina Handboltafólk hefur oftast hlotið titilinn íþróttamaður ársins af því íslenska íþróttafólki sem þannig hefur verið heiðrað í 66 ára sögu kjörs Samtaka íþróttafréttamanna. 30. desember 2021 10:00 Ómar Ingi íþróttamaður ársins Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár. 29. desember 2021 20:27 Stress vegna EM-undirbúnings Íslands og leikmenn hugsanlega lokaðir inni Staðan á undirbúningi Íslands fyrir EM karla í handbolta í janúar er afar viðkvæm vegna kórónuveirufaraldursins. Vitað er um smit hjá tveimur af tuttugu leikmönnum hópsins sem á að koma saman til æfinga á sunnudaginn. 28. desember 2021 11:00 Ísland mun leika í stærstu handboltahöll Evrópu Evrópumótið í handbolta er á næsta leiti, en leikið verður í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er með Ungverjum í riðli og verður sá riðill leikinn í nýbyggðri handboltahöll í Búdapest sem er sú stærsta í Evrópu. 25. desember 2021 12:31 Óvissa um framhaldið hjá Guðmundi eftir EM Guðmundur Guðmundsson segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort að hann verði áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta að afloknu Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. 22. desember 2021 12:01 „Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30 EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Tíundi handboltamaðurinn sem hlýtur nafnbótina Handboltafólk hefur oftast hlotið titilinn íþróttamaður ársins af því íslenska íþróttafólki sem þannig hefur verið heiðrað í 66 ára sögu kjörs Samtaka íþróttafréttamanna. 30. desember 2021 10:00
Ómar Ingi íþróttamaður ársins Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár. 29. desember 2021 20:27
Stress vegna EM-undirbúnings Íslands og leikmenn hugsanlega lokaðir inni Staðan á undirbúningi Íslands fyrir EM karla í handbolta í janúar er afar viðkvæm vegna kórónuveirufaraldursins. Vitað er um smit hjá tveimur af tuttugu leikmönnum hópsins sem á að koma saman til æfinga á sunnudaginn. 28. desember 2021 11:00
Ísland mun leika í stærstu handboltahöll Evrópu Evrópumótið í handbolta er á næsta leiti, en leikið verður í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er með Ungverjum í riðli og verður sá riðill leikinn í nýbyggðri handboltahöll í Búdapest sem er sú stærsta í Evrópu. 25. desember 2021 12:31
Óvissa um framhaldið hjá Guðmundi eftir EM Guðmundur Guðmundsson segir of snemmt að velta því fyrir sér hvort að hann verði áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta að afloknu Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. 22. desember 2021 12:01
„Höfum áður farið í gegnum mjög erfiða riðla“ Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta segir ljóst að fyrsti leikur á EM, gegn liðinu sem Íslendingar hafa kynnst svo vel á síðustu misserum, sé algjör lykilleikur upp á möguleikann á að komast áfram í milliriðla. 21. desember 2021 20:30
EM-hópur Íslands í Búdapest Nú er orðið ljóst hvaða leikmenn fara fyrir Íslands hönd á Evrópumótið í handbolta karla í janúar, þar sem Ísland mun spila sína leiki í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. 21. desember 2021 13:06