Stefnir í að einangrun styttist í sjö daga Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 30. desember 2021 11:27 Þórólfur Guðnason Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að það skýrist í dag hvort einangrun einkennalítilla og -lausra með Covid-19 verði stytt í sjö daga. Þá munu í dag koma út reglur um vinnusóttkví sem fyrirtæki af öllum stærðum eiga að geta lagað sig að. 839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Mikið álag hefur verið við einkennasýnatöku og -greiningu auk þess sem álagið á Covid-göngudeild er mikið. Símtölum hreinlega rignir þar sem fólk gerir tilraun til að losa sig fyrr úr einangrun vegna lítilla einkenna sem virðist vera tilfellið hjá miklum meirihluta fólks með ómíkronafbrigði veirunnar. Þórólfur segir að ágreiningur sé gríðarlegur. Því sé til skoðunar að stytta einangrunartíma. „Við höfum verið að skoða það og þessar nýju leiðbeiningar hjá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna um að stytta einangrun niður í fimm daga. Við teljum það óráðlegt,“ segir Þórólfur. Núverandi reglugerð talar um tíu daga einangrun vegna Covid-19 smita. Læknar á Covid-göngudeild geta þó bæði stytt og lengt einangrunina. Staðfesta þurfi að það rúmist innan núverandi reglugerðar að stytta einangrun einkennalítilla- og lausra í sjö daga. Hvort það standist bæði faglega og lagalega. Fram kemur á vef Heislugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag að allt að 72 klukkustunda bið geti verið eftir niðurstöðu úr PCR-prófum. Unnið sé að lausnum til að stytta þessa bið. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að Íslensk erfðagreining ætli að hlaupa undir bagga með heilsugæslunni og aðstoða við greiningu á sýnum. Almennar reglur um vinnusóttkví birtar í dag „Það kemur í ljós í dag,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir almannavarnir eiga í samtali við Samtök atvinnulífsins um möguleika á vinnusóttkví. Almennar reglur séu í smíðum. „Við verðum að fara þá leið núna því þetta er gríðarlegur ágangur um aðstoð og gerð leiðbeininga,“ segir Þórólfur. Með þeim eigi fyrirtæki að geta útfært sína eigin vinnusóttkví. Þessar almennu reglur komi út í dag en fyrirtæki þurfa sjálf að útfæra þær frekar. „Við verðum að varpa þeirri ábyrgð á fyrirtækin sjálf,“ segir Þórólfur. Ekki sé mannafli til að aðstoða hvert fyrirtæki fyrir sig. Hann leggur áherslu á að mikilvægt sé að halda sóttkví og passa útbreiðsluna. Annars fylgi aukin útbreiðsla og um leið meiri veikindi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Mikið álag hefur verið við einkennasýnatöku og -greiningu auk þess sem álagið á Covid-göngudeild er mikið. Símtölum hreinlega rignir þar sem fólk gerir tilraun til að losa sig fyrr úr einangrun vegna lítilla einkenna sem virðist vera tilfellið hjá miklum meirihluta fólks með ómíkronafbrigði veirunnar. Þórólfur segir að ágreiningur sé gríðarlegur. Því sé til skoðunar að stytta einangrunartíma. „Við höfum verið að skoða það og þessar nýju leiðbeiningar hjá sóttvarnastofnun Bandaríkjanna um að stytta einangrun niður í fimm daga. Við teljum það óráðlegt,“ segir Þórólfur. Núverandi reglugerð talar um tíu daga einangrun vegna Covid-19 smita. Læknar á Covid-göngudeild geta þó bæði stytt og lengt einangrunina. Staðfesta þurfi að það rúmist innan núverandi reglugerðar að stytta einangrun einkennalítilla- og lausra í sjö daga. Hvort það standist bæði faglega og lagalega. Fram kemur á vef Heislugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag að allt að 72 klukkustunda bið geti verið eftir niðurstöðu úr PCR-prófum. Unnið sé að lausnum til að stytta þessa bið. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að Íslensk erfðagreining ætli að hlaupa undir bagga með heilsugæslunni og aðstoða við greiningu á sýnum. Almennar reglur um vinnusóttkví birtar í dag „Það kemur í ljós í dag,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir almannavarnir eiga í samtali við Samtök atvinnulífsins um möguleika á vinnusóttkví. Almennar reglur séu í smíðum. „Við verðum að fara þá leið núna því þetta er gríðarlegur ágangur um aðstoð og gerð leiðbeininga,“ segir Þórólfur. Með þeim eigi fyrirtæki að geta útfært sína eigin vinnusóttkví. Þessar almennu reglur komi út í dag en fyrirtæki þurfa sjálf að útfæra þær frekar. „Við verðum að varpa þeirri ábyrgð á fyrirtækin sjálf,“ segir Þórólfur. Ekki sé mannafli til að aðstoða hvert fyrirtæki fyrir sig. Hann leggur áherslu á að mikilvægt sé að halda sóttkví og passa útbreiðsluna. Annars fylgi aukin útbreiðsla og um leið meiri veikindi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira