Skoða hvort fleirum verði leyft að vinna í sóttkví Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. desember 2021 22:27 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi landsmanna er nú í einangrun og sóttkví sem hefur eðli málsins samkvæmt áhrif á vinnustaði víðsvegar um landið. Viðræður hafa staðið yfir, meðal annars við Samtök atvinnulífsins, um hvort koma megi á sérstakri vinnusóttkví. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, segir að stjórnvöld leiti leiða til að koma til móts í fyrirtæki en hröð útbreiðsla kórónuveirunnar hefur valdið manneklu á fjölmörgum stofnunum og í fyrirtækjum. Mönnunarvandi hefur meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítala en spítalinn var settur á neyðarstig í gær vegna ástandsins. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að ástandið gangi ekki til lengdar. Mörg fyrirtæki lendi í vandræðum og með auknum fjölda smita og hraðrar útbreiðslu veirunnar þurfi að grípa til aðgerða til að koma til móts við þarfir atvinnulífsins. „Við höfum verið í samskiptum við eins og Samtök atvinnulífsins í dag sem hafa áhyggjur af ástandinu og við erum að skoða leiðir hvort að við getum einhvern veginn komið til móts við þau fyrirtæki með svokallaðri vinnusóttkví, sem muni kannski auðvelda fyrirtækjunum að halda áfram og halda úti starfsemi sinni,“ segir Víðir. Vinnusóttkví áður fyrir ferðalanga Frá því í fyrra hefur verið unnt að sækja um sérstaka vinnusóttkví ef brýn þörf er á að tryggja áframhaldandi starfsemi eða vinna verkefni sem ekki er hægt að fresta eins og segir á vef landlæknis. Vinnusóttkvíin er nokkuð þröng undanþága frá hinni hefðbundnu sóttkví en ráðstöfunin fæst til að mynda ekki fyrir einstaklinga sem eru í sóttkví vegna návígis við Covid-smitaðan einstakling. Ekki er ljóst hvernig stjórnvöld hyggjast útfæra vinnusóttkví upp á nýtt en núgildandi leiðbeiningar landlæknis taka aðeins til starfsmanna sem hafa komið erlendis frá. Þá þurfi einnig að liggja fyrir neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærunum og skýrt er tekið fram á vef embættisins að vinnusóttkví sé ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að sinna nánar tilgreindum starfa. Eftirfarandi eru núgildandi skilyrði fyrir vinnusóttkví. 1. Brýn þörf er á vinnuframlagi viðkomandi starfsmanns að mati yfirmanna til að tryggja áframhaldandi starfsemi sem aðrir starfsmenn geta ekki sinnt. 2. Að neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærum liggi fyrir áður en starfsmaður mætir á vinnustað. 3. Að tryggt sé að almennum reglum um sóttvarnir í sóttkví sé fylgt sem og sérsniðnum relgum sem hæfa aðstæðum eftir verkefnum. Allar aðstæður innan vinnusóttkvíar þurfa að vera skipulagðar með ítrustu sóttvarnir fyrir augum. 4. Upplýsingaskylda er til allra sem málið varðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bíður með að leggja til styttingu sóttkvíar og einangrunar einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur skynsamlegt að bíða með að fara að fordæmi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna um að stytta einangrun og sóttkví einkennalausra. 29. desember 2021 11:19 Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, segir að stjórnvöld leiti leiða til að koma til móts í fyrirtæki en hröð útbreiðsla kórónuveirunnar hefur valdið manneklu á fjölmörgum stofnunum og í fyrirtækjum. Mönnunarvandi hefur meðal annars haft mikil áhrif á starfsemi Landspítala en spítalinn var settur á neyðarstig í gær vegna ástandsins. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að ástandið gangi ekki til lengdar. Mörg fyrirtæki lendi í vandræðum og með auknum fjölda smita og hraðrar útbreiðslu veirunnar þurfi að grípa til aðgerða til að koma til móts við þarfir atvinnulífsins. „Við höfum verið í samskiptum við eins og Samtök atvinnulífsins í dag sem hafa áhyggjur af ástandinu og við erum að skoða leiðir hvort að við getum einhvern veginn komið til móts við þau fyrirtæki með svokallaðri vinnusóttkví, sem muni kannski auðvelda fyrirtækjunum að halda áfram og halda úti starfsemi sinni,“ segir Víðir. Vinnusóttkví áður fyrir ferðalanga Frá því í fyrra hefur verið unnt að sækja um sérstaka vinnusóttkví ef brýn þörf er á að tryggja áframhaldandi starfsemi eða vinna verkefni sem ekki er hægt að fresta eins og segir á vef landlæknis. Vinnusóttkvíin er nokkuð þröng undanþága frá hinni hefðbundnu sóttkví en ráðstöfunin fæst til að mynda ekki fyrir einstaklinga sem eru í sóttkví vegna návígis við Covid-smitaðan einstakling. Ekki er ljóst hvernig stjórnvöld hyggjast útfæra vinnusóttkví upp á nýtt en núgildandi leiðbeiningar landlæknis taka aðeins til starfsmanna sem hafa komið erlendis frá. Þá þurfi einnig að liggja fyrir neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærunum og skýrt er tekið fram á vef embættisins að vinnusóttkví sé ekki opin heimild frá sóttkví heldur aðeins heimild til að sinna nánar tilgreindum starfa. Eftirfarandi eru núgildandi skilyrði fyrir vinnusóttkví. 1. Brýn þörf er á vinnuframlagi viðkomandi starfsmanns að mati yfirmanna til að tryggja áframhaldandi starfsemi sem aðrir starfsmenn geta ekki sinnt. 2. Að neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærum liggi fyrir áður en starfsmaður mætir á vinnustað. 3. Að tryggt sé að almennum reglum um sóttvarnir í sóttkví sé fylgt sem og sérsniðnum relgum sem hæfa aðstæðum eftir verkefnum. Allar aðstæður innan vinnusóttkvíar þurfa að vera skipulagðar með ítrustu sóttvarnir fyrir augum. 4. Upplýsingaskylda er til allra sem málið varðar.
1. Brýn þörf er á vinnuframlagi viðkomandi starfsmanns að mati yfirmanna til að tryggja áframhaldandi starfsemi sem aðrir starfsmenn geta ekki sinnt. 2. Að neikvæð niðurstaða skimunar sem tekin er á landamærum liggi fyrir áður en starfsmaður mætir á vinnustað. 3. Að tryggt sé að almennum reglum um sóttvarnir í sóttkví sé fylgt sem og sérsniðnum relgum sem hæfa aðstæðum eftir verkefnum. Allar aðstæður innan vinnusóttkvíar þurfa að vera skipulagðar með ítrustu sóttvarnir fyrir augum. 4. Upplýsingaskylda er til allra sem málið varðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bíður með að leggja til styttingu sóttkvíar og einangrunar einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur skynsamlegt að bíða með að fara að fordæmi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna um að stytta einangrun og sóttkví einkennalausra. 29. desember 2021 11:19 Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Bíður með að leggja til styttingu sóttkvíar og einangrunar einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur skynsamlegt að bíða með að fara að fordæmi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna um að stytta einangrun og sóttkví einkennalausra. 29. desember 2021 11:19
Skoða að kalla starfsfólk í sóttkví aftur til starfa Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala segir stöðuna á spítalanum grafalvarlega. Spítalinn geti aðeins sinnt brýnustu verkefnum. 28. desember 2021 16:39