Fyrirhugaður ísfirskur milljarðakláfur þarf í umhverfismat Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2021 15:42 Hér sést glitta í hlíðar Eyrafjalls, en fyrirhugað er að kláfurinn verði settur þar upp. Vísir/Egill Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur staðfest ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis að fyrirhugaður kláfur í hlíðum Eyrarfjalls í Ísafirði þurfi í umhverfismat. Vísir greindi frá því árið 2019 að hópur fjárfesta væri tilbúinn til að verja tveimur og hálfum milljarði til að reisa kláfalyftu á Ísafirði, í hlíðum Eyrarfjalls. Rekstrargrundvöllurinn var meðal annars byggður á fjölda skemmtiferðaskipa sem koma við á Ísafirði á hverju sumri. Skipulagsstofnun ákvað í sumar að framkvæmdin væri háð umhverfismati en forsvarsmenn Eyrarkláfs ehf., sem standa að hinni fyrirhuguðu uppbyggingu, kærðu á niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og vildu fá hana fellda úr gildi. Skíðabann í kláfnum Félagið hélt því fram að kláfalyfta væri einmitt tilfallin til þess að valda sem minnstu umhverfisraski. Einn staur yrði settur upp á leiðinni upp. Þá væri að mati félagsins ekki séð að kláfurinn kæmi til með að valda grjót- eða snjóflóðum, ekki síst þar sem kláfurinn yrði ekki starfræktur á veturna. Auk þess yrði bannað að fara með skíði í kláfinn. Afstöðumynd frá Odin Skylift sem sýnir hvernig lyftan mun liggja upp Eyrarhlíð fyrir ofan bæinn. Einnig yrðu engir slóðar, vegir eða skurðir gerðar í hlíðar fjallsins. Af hálfu Skipulagsstofnunar var tekið fram að ástæða þess að stofnunin telji framkvæmdina háða mati á umhverfisáhrifum sé fyrst og fremst möguleg áhrif hennar á ásýnd og landslag. Ráðist það af því að fyrirhugað sé að koma fyrir umfangsmiklum mannvirkjum í hlíð og á toppi fjalls nálægt þéttbýli sem ásamt kláfhúsi kunni að vera sýnileg víða úr Ísafjarðarbæ, en fyrir liggi að útlit byrjunar- og endastöðva sé á hönnunarstigi. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar segir að með hliðsjón af gögnum málsins verði ekki annað séð en að Skipulagsstofnun hafi séð til þess að málið væri nægjanlega upplýst áður en ákvörðun um að framkvæmdin þyrfti í umhverfismat væri tekin. Var kröfunni því hafnað og því ljóst að umhverfismat þarf að fara fram svo kláfalyftan eigi að verða að veruleika. Umhverfismál Skipulag Ísafjarðarbær Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vilja reisa kláfalyftu á Ísafirði fyrir tvo og hálfan milljarð króna Á toppi Eyrarfjalls yrði veitingastaður sem tæki 250 manns í sæti. 27. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Vísir greindi frá því árið 2019 að hópur fjárfesta væri tilbúinn til að verja tveimur og hálfum milljarði til að reisa kláfalyftu á Ísafirði, í hlíðum Eyrarfjalls. Rekstrargrundvöllurinn var meðal annars byggður á fjölda skemmtiferðaskipa sem koma við á Ísafirði á hverju sumri. Skipulagsstofnun ákvað í sumar að framkvæmdin væri háð umhverfismati en forsvarsmenn Eyrarkláfs ehf., sem standa að hinni fyrirhuguðu uppbyggingu, kærðu á niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og vildu fá hana fellda úr gildi. Skíðabann í kláfnum Félagið hélt því fram að kláfalyfta væri einmitt tilfallin til þess að valda sem minnstu umhverfisraski. Einn staur yrði settur upp á leiðinni upp. Þá væri að mati félagsins ekki séð að kláfurinn kæmi til með að valda grjót- eða snjóflóðum, ekki síst þar sem kláfurinn yrði ekki starfræktur á veturna. Auk þess yrði bannað að fara með skíði í kláfinn. Afstöðumynd frá Odin Skylift sem sýnir hvernig lyftan mun liggja upp Eyrarhlíð fyrir ofan bæinn. Einnig yrðu engir slóðar, vegir eða skurðir gerðar í hlíðar fjallsins. Af hálfu Skipulagsstofnunar var tekið fram að ástæða þess að stofnunin telji framkvæmdina háða mati á umhverfisáhrifum sé fyrst og fremst möguleg áhrif hennar á ásýnd og landslag. Ráðist það af því að fyrirhugað sé að koma fyrir umfangsmiklum mannvirkjum í hlíð og á toppi fjalls nálægt þéttbýli sem ásamt kláfhúsi kunni að vera sýnileg víða úr Ísafjarðarbæ, en fyrir liggi að útlit byrjunar- og endastöðva sé á hönnunarstigi. Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar segir að með hliðsjón af gögnum málsins verði ekki annað séð en að Skipulagsstofnun hafi séð til þess að málið væri nægjanlega upplýst áður en ákvörðun um að framkvæmdin þyrfti í umhverfismat væri tekin. Var kröfunni því hafnað og því ljóst að umhverfismat þarf að fara fram svo kláfalyftan eigi að verða að veruleika.
Umhverfismál Skipulag Ísafjarðarbær Fjallamennska Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vilja reisa kláfalyftu á Ísafirði fyrir tvo og hálfan milljarð króna Á toppi Eyrarfjalls yrði veitingastaður sem tæki 250 manns í sæti. 27. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Vilja reisa kláfalyftu á Ísafirði fyrir tvo og hálfan milljarð króna Á toppi Eyrarfjalls yrði veitingastaður sem tæki 250 manns í sæti. 27. nóvember 2019 13:00