Gætu nýtt undrabarn gegn Íslandi á EM vegna krísuástands Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2021 12:03 Alexis Borges er á meðal þeirra sem dottið hafa út úr portúgalska landsliðshópnum vegna meiðsla. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Þrír markahæstu leikmenn Portúgals í sigrinum gegn Íslandi á HM í handbolta fyrir tæpu ári síðan eru meiddir eða smitaðir af Covid-19 nú þegar hálfur mánuður er þar til að liðin mætast í fyrsta leik á EM í Búdapest. Mikil meiðsli gera Portúgölum erfitt fyrir í aðdraganda EM auk þess sem þrír leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni. Íslendingar hafa verið nokkuð heppnari en þó eru Hákon Daði Styrmisson og Haukur Þrastarson ekki í EM-hópnum vegna meiðsla, og tveir leikmenn Íslands hafa greinst með kórónuveirusmit en ættu að vera klárir í slaginn þegar æfingar hefjast hér á landi 2. janúar. Handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen bendir á að forföllin hjá portúgalska liðinu þýði að útlit sé fyrir að hinn 16 ára gamli „ofurhæfileikaríki“ Francisco Costa komi í hópinn sem hægri skytta. With the injury problems of Portugal it seems like the super talented right back of Sporting CP, Francisco Costa (16) will play at the Euros! Very exciting.— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 29, 2021 Á meðal meiddra leikmanna Portúgals eru Pedro Portela og André Gomes, sem samtals skoruðu níu mörk í 25-23 sigrinum gegn Íslandi á HM. Miguel Martins, sem var markahæstur Portúgals með sex mörk úr sjö skotum, er svo einn þeirra sem smitast hafa af Covid-19. Francisco Costa þykir afar mikið efni en hann er leikmaður Sporting Lissabon.mynd/sporting.pt Línumaðurinn mikli Alexis Borges missir einnig af mótinu og áður var ljóst að annar línumaður, Luis Frade úr Barcelona, yrði ekki með vegna hnémeiðsla. Belone Moreira verður ekki með af persónulegum ástæðum og Joao Ferraz vegna meiðsla. Auk Martins eru þeir Gustavo Capdeville og Alexandre Cavalcanti smitaðir af veirunni, en þar sem leikur Íslands og Portúgals er ekki fyrr en 14. janúar má ætla að þeir geti spilað. Meiðslalisti Portúgals, samkvæmt Handball-World: Luis Frade, línumaður, FC Barcelona Andre Gomes, vinstri skytta, MT Melsungen Pedro Portela, hægri hornamaður, HBC Nantes Diogo Silva, hægri skytta, FC Porto Alexis Borges, línumaður, SL Benfica Joao Ferraz, hægri skytta, HSC Suhr Aarau Belone Moreira, hægri skytta, SL Benfica Smitaðir af Covid-19: Miguel Martins, leikstjórnandi, PICK Szeged Gustavo Capdeville, markvörður, SL Benfica Alexandre Cavalcanti, vinstri skytta, HBC Nantes EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Sjá meira
Mikil meiðsli gera Portúgölum erfitt fyrir í aðdraganda EM auk þess sem þrír leikmenn liðsins eru smitaðir af kórónuveirunni. Íslendingar hafa verið nokkuð heppnari en þó eru Hákon Daði Styrmisson og Haukur Þrastarson ekki í EM-hópnum vegna meiðsla, og tveir leikmenn Íslands hafa greinst með kórónuveirusmit en ættu að vera klárir í slaginn þegar æfingar hefjast hér á landi 2. janúar. Handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen bendir á að forföllin hjá portúgalska liðinu þýði að útlit sé fyrir að hinn 16 ára gamli „ofurhæfileikaríki“ Francisco Costa komi í hópinn sem hægri skytta. With the injury problems of Portugal it seems like the super talented right back of Sporting CP, Francisco Costa (16) will play at the Euros! Very exciting.— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 29, 2021 Á meðal meiddra leikmanna Portúgals eru Pedro Portela og André Gomes, sem samtals skoruðu níu mörk í 25-23 sigrinum gegn Íslandi á HM. Miguel Martins, sem var markahæstur Portúgals með sex mörk úr sjö skotum, er svo einn þeirra sem smitast hafa af Covid-19. Francisco Costa þykir afar mikið efni en hann er leikmaður Sporting Lissabon.mynd/sporting.pt Línumaðurinn mikli Alexis Borges missir einnig af mótinu og áður var ljóst að annar línumaður, Luis Frade úr Barcelona, yrði ekki með vegna hnémeiðsla. Belone Moreira verður ekki með af persónulegum ástæðum og Joao Ferraz vegna meiðsla. Auk Martins eru þeir Gustavo Capdeville og Alexandre Cavalcanti smitaðir af veirunni, en þar sem leikur Íslands og Portúgals er ekki fyrr en 14. janúar má ætla að þeir geti spilað. Meiðslalisti Portúgals, samkvæmt Handball-World: Luis Frade, línumaður, FC Barcelona Andre Gomes, vinstri skytta, MT Melsungen Pedro Portela, hægri hornamaður, HBC Nantes Diogo Silva, hægri skytta, FC Porto Alexis Borges, línumaður, SL Benfica Joao Ferraz, hægri skytta, HSC Suhr Aarau Belone Moreira, hægri skytta, SL Benfica Smitaðir af Covid-19: Miguel Martins, leikstjórnandi, PICK Szeged Gustavo Capdeville, markvörður, SL Benfica Alexandre Cavalcanti, vinstri skytta, HBC Nantes
Meiðslalisti Portúgals, samkvæmt Handball-World: Luis Frade, línumaður, FC Barcelona Andre Gomes, vinstri skytta, MT Melsungen Pedro Portela, hægri hornamaður, HBC Nantes Diogo Silva, hægri skytta, FC Porto Alexis Borges, línumaður, SL Benfica Joao Ferraz, hægri skytta, HSC Suhr Aarau Belone Moreira, hægri skytta, SL Benfica Smitaðir af Covid-19: Miguel Martins, leikstjórnandi, PICK Szeged Gustavo Capdeville, markvörður, SL Benfica Alexandre Cavalcanti, vinstri skytta, HBC Nantes
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Sjá meira