Tæplega fjögur hundruð látin á Filippseyjum Heimsljós 29. desember 2021 09:01 OCHA Rúmlega 530 þúsund manns eiga um sárt að binda eftir eftir fellibylinn Rai og tugþúsundir hafast við í neyðarskýlum. Staðfest er að 397 eru látin og 83 er enn saknað á Filippseyjum eftir að fellibylurinn Rai fór yfir eyjarnar 16. desember síðastliðinn. Rúmlega 530 þúsund manns eiga um sárt að binda eftir hörmungarnar og tugþúsundir hafast við í neyðarskýlum. Sameinuðu þjóðirnar hafa hrundið af stað fjársöfnun á grunni viðbragðsáætlunar upp á fjórtán milljarða íslenskra króna. Fellibylurinn, sem heimamenn kalla Odette, olli miklum skaða í sex af sautján héruðum Filippseyja. Auk þeirra tæpra 400 íbúa sem fórust í fellibylnum slösuðust á annað þúsund og 630 þúsund lentu á vergangi. Um 200 þúsund hús skemmdust í ofaveðrinu. Óttast er að hópsmit COVID-19 fari sem eldur í sinu um neyðarskýli, sérstaklega í einu þeirra, þar sem alltof margir hafa leitað skjóls. Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna, CERF, úthlutaði þegar tólf milljónum Bandaríkjadala til hjálparstarfa á vegum ýmissa stofnana sameinuðu þjóðanna á vettvangi, eins og Barnahjálparinnar, UNICEF, Mannfjöldasjóðsins, UNFPA og Matvælaáætlunarinnar, WFP. Neyðarsjóðurinn er einn af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð og Ísland greiðir árleg framlög til CERF samkvæmt rammasamningi. Sjóðnum er ætlað að grípa þegar inn í skyndilega neyð eins og á Filippseyjum í kjölfar fellibylsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Filippseyjar Náttúruhamfarir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent
Staðfest er að 397 eru látin og 83 er enn saknað á Filippseyjum eftir að fellibylurinn Rai fór yfir eyjarnar 16. desember síðastliðinn. Rúmlega 530 þúsund manns eiga um sárt að binda eftir hörmungarnar og tugþúsundir hafast við í neyðarskýlum. Sameinuðu þjóðirnar hafa hrundið af stað fjársöfnun á grunni viðbragðsáætlunar upp á fjórtán milljarða íslenskra króna. Fellibylurinn, sem heimamenn kalla Odette, olli miklum skaða í sex af sautján héruðum Filippseyja. Auk þeirra tæpra 400 íbúa sem fórust í fellibylnum slösuðust á annað þúsund og 630 þúsund lentu á vergangi. Um 200 þúsund hús skemmdust í ofaveðrinu. Óttast er að hópsmit COVID-19 fari sem eldur í sinu um neyðarskýli, sérstaklega í einu þeirra, þar sem alltof margir hafa leitað skjóls. Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna, CERF, úthlutaði þegar tólf milljónum Bandaríkjadala til hjálparstarfa á vegum ýmissa stofnana sameinuðu þjóðanna á vettvangi, eins og Barnahjálparinnar, UNICEF, Mannfjöldasjóðsins, UNFPA og Matvælaáætlunarinnar, WFP. Neyðarsjóðurinn er einn af fjórum áherslustofnunum og sjóðum Íslands í mannúðaraðstoð og Ísland greiðir árleg framlög til CERF samkvæmt rammasamningi. Sjóðnum er ætlað að grípa þegar inn í skyndilega neyð eins og á Filippseyjum í kjölfar fellibylsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Filippseyjar Náttúruhamfarir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent