Engin flugeldasala á Laugarvatni – Eingöngu netsala Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2021 21:03 Félagar í Ingunni tóku m.a. þátt í verkefnum í kringum eldgosið á Reykjanesi fyrr á árinu. Aðsend „Helsta ástæða þess að við seljum ekki flugelda er sú að þetta er lítil sveit og því fer mikil vinna á fáar hendur og ágóðinn er ekki mikill í svona litlu samfélagi,“ segir Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni aðspurður af hverju sveitin selur ekki flugelda á staðnum fyrir áramót. Haraldur nefnir fleiri ástæður. „Já, við höfum ekki aðgang að stórum sjávarútvegsfyrirtækjum eins og margar björgunarsveitir og því miðast sala flugelda á þessu svæði aðallega við bændur, barnafjölskyldur og einstaka sumarhúsafólk. Svo er það auðvitað umhverfissjónarmið, mengun sem kemur af þessu og rusl sem oft er skilið eftir hist og her. Auk þess verðum við að hafa í huga að í okkar nánasta umhverfi eru bændur með dýr sem fælast auðveldlega. Þess í stað höfum við einvörðungu Rótarskot til sölu fyrir áramótin auk þess sem fólk getur styrkt flugeldasýninguna okkar sem verður haldin á gamlárskvöld.“ Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni.Aðsend Haraldur segir að viðbrögðin við netsölunni hafa farið fram úr björtustu vonum. „Salan byrjaði auðvitað rólega en tók rækilega við sér í dag. Þeir sem eru helst að kaupa í gegnum vefsíðuna eru brottfluttir Laugdælir og fólk á svæðinu í einangrun eða sóttkví. Svo eru líka aðilar á höfuðborgarsvæðinu sem hafa styrkt okkur rækilega í gegnum árin um þetta leiti árs, aðallega vegna þess að við seljum ekki flugelda, og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ segir Haraldur. 50 manna sveit Í Ingunni eru tæplega 50 manns, misvirkir en þó er kjarninn um það bil 15 karlar og konur á öllum aldri. „Verkefnin hjá okkur eru ansi fjölbreytt allt frá því að bjarga dýralæknum í snjófestu yfir í aðkomu að alvarlegum slysum. Auk þess höfum við séð um lokanir fyrir Vegagerðina á Lyngdals og Mosfellsheiði sem og ýmiskonar gæslu á hjólreiðakeppnum, þríþrautum og þess háttar. Einnig vorum við tökuliði BBC innan handar á Þingvallavatni i sumar, en við erum alvön þess háttar verkefnum,“ segir Haraldur, formaður Ingunnar bjartsýnn á góða netsölu á flugeldum fyrir áramótin og þrettándann. Hægt er að kaupa flugelda eða rótarskot af Ingunni hér á þessari síðu Þeir sem vilja styrka Ingunni geta keypt rótarskot af sveitinni eða styrkt glæsilega flugeldasýningu sveitarinnar, sem verður á gamlárskvöld.Aðsend Bláskógabyggð Flugeldar Áramót Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira
Haraldur nefnir fleiri ástæður. „Já, við höfum ekki aðgang að stórum sjávarútvegsfyrirtækjum eins og margar björgunarsveitir og því miðast sala flugelda á þessu svæði aðallega við bændur, barnafjölskyldur og einstaka sumarhúsafólk. Svo er það auðvitað umhverfissjónarmið, mengun sem kemur af þessu og rusl sem oft er skilið eftir hist og her. Auk þess verðum við að hafa í huga að í okkar nánasta umhverfi eru bændur með dýr sem fælast auðveldlega. Þess í stað höfum við einvörðungu Rótarskot til sölu fyrir áramótin auk þess sem fólk getur styrkt flugeldasýninguna okkar sem verður haldin á gamlárskvöld.“ Haraldur Helgi Hólmfríðarson, formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni.Aðsend Haraldur segir að viðbrögðin við netsölunni hafa farið fram úr björtustu vonum. „Salan byrjaði auðvitað rólega en tók rækilega við sér í dag. Þeir sem eru helst að kaupa í gegnum vefsíðuna eru brottfluttir Laugdælir og fólk á svæðinu í einangrun eða sóttkví. Svo eru líka aðilar á höfuðborgarsvæðinu sem hafa styrkt okkur rækilega í gegnum árin um þetta leiti árs, aðallega vegna þess að við seljum ekki flugelda, og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ segir Haraldur. 50 manna sveit Í Ingunni eru tæplega 50 manns, misvirkir en þó er kjarninn um það bil 15 karlar og konur á öllum aldri. „Verkefnin hjá okkur eru ansi fjölbreytt allt frá því að bjarga dýralæknum í snjófestu yfir í aðkomu að alvarlegum slysum. Auk þess höfum við séð um lokanir fyrir Vegagerðina á Lyngdals og Mosfellsheiði sem og ýmiskonar gæslu á hjólreiðakeppnum, þríþrautum og þess háttar. Einnig vorum við tökuliði BBC innan handar á Þingvallavatni i sumar, en við erum alvön þess háttar verkefnum,“ segir Haraldur, formaður Ingunnar bjartsýnn á góða netsölu á flugeldum fyrir áramótin og þrettándann. Hægt er að kaupa flugelda eða rótarskot af Ingunni hér á þessari síðu Þeir sem vilja styrka Ingunni geta keypt rótarskot af sveitinni eða styrkt glæsilega flugeldasýningu sveitarinnar, sem verður á gamlárskvöld.Aðsend
Bláskógabyggð Flugeldar Áramót Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Sjá meira