Fyrstu orð Eriksen eftir að hjartað stöðvaðist: „Hvað í fjandanum gerðist?“ Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2021 16:00 Það tóku við taugatrekkjandi mínútur hjá öllum þeim sem sáu Christian Eriksen hníga niður á EM í sumar, ekki síst liðsfélögum hans sem mynduðu hring um hann á vellinum. Getty/Friedemann Vogel Liðsfélagar Christians Eriksen í danska landsliðinu í fótbolta veittu góða innsýn inn í það sem á gekk á Evrópumótinu í sumar í nýrri heimildarmynd DR um danska landsliðið. Í myndinni er að sjálfsögðu talsvert fjallað um það þegar Eriksen hneig niður vegna hjartastopps, í leik gegn Finnlandi á Parken í riðlakeppninni. „Þegar Christian vaknar segir hann eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“,“ segir Joakim Mæhle sem er meðal þeirra sem tjá sig um atvikið. Mæhle sendi boltann á Eriksen úr innkasti, rétt áður en Eriksen hneig niður. „Ég stend þarna með boltann í höndunum og ætla að kasta á Christian og sé að hann fellur við, en þá hugsaði ég ekki meira um það því boltinn fór af hnénu hans. Þetta var undarleg sending frá honum en boltinn féll vel fyrir mig. Svo heyri ég fólkið á bakvið mig, því ég er alveg við áhorfendurna, hlæja smávegis því ég held að fólk hafi haldið að hann hafi dottið,“ sagði Mæhle sem af myndum að dæma var svo fljótur að átta sig á að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Ég lít aftur á Christian og sé í augunum að hann er alveg farinn, og hugsaði strax með mér að við þyrftum að fá hjálp,“ sagði Mæhle. Allt svart þegar sjúkraþjálfarinn sagði að Eriksen andaði ekki Hjálpin barst sem betur fer strax. Leikmenn mynduðu hring í kringum Eriksen en horfðu í aðra átt á meðan að læknar björguðu lífi hans. „Þegar Skjoldager [Morten Skjoldager, sjúkraþjálfari landsliðsins] segir að hann andi ekki, þá verður bara allt svart,“ sagði Mæhle hikandi. „Þegar Christian vaknar segir hann svo eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“ Ég fann fyrir stórkostlegum létti við að heyra hann tala og vera nánast bara eins og hann sjálfur, eftir að hafa verið nýbúinn að sjá að hann gæti ekki andað. Ég hafði samt líka heyrt að menn gætu farið aftur í hjartastopp eða fengið áfall, svo ég var enn ekki viss um að allt væri hundrað prósent í lagi,“ sagði Mæhle. Eriksen fékk ígræddan bjargráð og mögulegt er að hann haldi áfram að spila fótbolta, þó að ekki verði það með Inter á Ítalíu en hann fékk samningi sínum við félagið rift fyrr í þessum mánuði. Reglur á Ítalíu banna að leikmenn spili með bjargráð. Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira
Í myndinni er að sjálfsögðu talsvert fjallað um það þegar Eriksen hneig niður vegna hjartastopps, í leik gegn Finnlandi á Parken í riðlakeppninni. „Þegar Christian vaknar segir hann eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“,“ segir Joakim Mæhle sem er meðal þeirra sem tjá sig um atvikið. Mæhle sendi boltann á Eriksen úr innkasti, rétt áður en Eriksen hneig niður. „Ég stend þarna með boltann í höndunum og ætla að kasta á Christian og sé að hann fellur við, en þá hugsaði ég ekki meira um það því boltinn fór af hnénu hans. Þetta var undarleg sending frá honum en boltinn féll vel fyrir mig. Svo heyri ég fólkið á bakvið mig, því ég er alveg við áhorfendurna, hlæja smávegis því ég held að fólk hafi haldið að hann hafi dottið,“ sagði Mæhle sem af myndum að dæma var svo fljótur að átta sig á að eitthvað alvarlegt hefði gerst. „Ég lít aftur á Christian og sé í augunum að hann er alveg farinn, og hugsaði strax með mér að við þyrftum að fá hjálp,“ sagði Mæhle. Allt svart þegar sjúkraþjálfarinn sagði að Eriksen andaði ekki Hjálpin barst sem betur fer strax. Leikmenn mynduðu hring í kringum Eriksen en horfðu í aðra átt á meðan að læknar björguðu lífi hans. „Þegar Skjoldager [Morten Skjoldager, sjúkraþjálfari landsliðsins] segir að hann andi ekki, þá verður bara allt svart,“ sagði Mæhle hikandi. „Þegar Christian vaknar segir hann svo eitthvað á borð við: „Hvað í fjandanum gerðist þarna?“ Ég fann fyrir stórkostlegum létti við að heyra hann tala og vera nánast bara eins og hann sjálfur, eftir að hafa verið nýbúinn að sjá að hann gæti ekki andað. Ég hafði samt líka heyrt að menn gætu farið aftur í hjartastopp eða fengið áfall, svo ég var enn ekki viss um að allt væri hundrað prósent í lagi,“ sagði Mæhle. Eriksen fékk ígræddan bjargráð og mögulegt er að hann haldi áfram að spila fótbolta, þó að ekki verði það með Inter á Ítalíu en hann fékk samningi sínum við félagið rift fyrr í þessum mánuði. Reglur á Ítalíu banna að leikmenn spili með bjargráð.
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjá meira