Sturridge þarf að greiða manninum sem fann hundinn hans fjórar milljónir í ógreidd fundarlaun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. desember 2021 14:00 Daniel Sturridge og Lucci. instagram-síðan The Original Lucky Lucci Daniel Sturridge hefur verið gert að greiða manni sem fann hund hans tæpar fjórar milljónir króna í ógreidd fundarlaun. Fyrir tveimur árum var brotist inn á heimili Sturridges í Los Angeles og Pomeranian-hundi hans að nafni Lucci stolið. Sturridge greindi frá þessu á samfélagsmiðlum og sagðist vera tilbúinn að borga hvað sem er til að fá hundinn aftur. Maður að nafni Foster Washington, þrítugur öryggisvörður og þriggja barna faðir, fann hvuttann og skilaði honum aftur til Sturridges. Hann fékk hins vegar aldrei fundarlaunin og kærði Sturridge í mars á þessu ári. Í síðustu viku komst dómstóll í Los Angeles svo að þeirri niðurstöðu að Sturridge þyrfti að greiða Washington þrjátíu þúsund Bandaríkjadali í ógreidd fundarlaun. Það nemur tæpum fjórum milljónum íslenskra króna. Sturridge hefur aðra sögu að segja en Washington en að hans sögn fann ungur drengur Lucci, skilaði honum til eiganda síns og fékk fundarlaun fyrir. Í færslu á Twitter í fyrradag sagðist Sturridge eiga myndir, myndbönd og hljóðupptökur af því þegar drengurinn skilaði Lucci. Just to let you know the truth on xmas!I met a young boy who found my dog and paid him a reward which he was delighted with as was I to get my dog back because he was stolen. I took photos with him and we have videos and audio of everything that happened when Lucci was returned.— Daniel Sturridge (@DanielSturridge) December 25, 2021 Sturridge, sem er 32 ára, leikur núna með Perth Glory í Ástralíu. Hann er alinn upp hjá Manchester City en er sennilega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool. Sturridge á 26 leiki og átta mörk með enska landsliðinu á ferilskránni. Fótbolti Dýr Hundar Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Fyrir tveimur árum var brotist inn á heimili Sturridges í Los Angeles og Pomeranian-hundi hans að nafni Lucci stolið. Sturridge greindi frá þessu á samfélagsmiðlum og sagðist vera tilbúinn að borga hvað sem er til að fá hundinn aftur. Maður að nafni Foster Washington, þrítugur öryggisvörður og þriggja barna faðir, fann hvuttann og skilaði honum aftur til Sturridges. Hann fékk hins vegar aldrei fundarlaunin og kærði Sturridge í mars á þessu ári. Í síðustu viku komst dómstóll í Los Angeles svo að þeirri niðurstöðu að Sturridge þyrfti að greiða Washington þrjátíu þúsund Bandaríkjadali í ógreidd fundarlaun. Það nemur tæpum fjórum milljónum íslenskra króna. Sturridge hefur aðra sögu að segja en Washington en að hans sögn fann ungur drengur Lucci, skilaði honum til eiganda síns og fékk fundarlaun fyrir. Í færslu á Twitter í fyrradag sagðist Sturridge eiga myndir, myndbönd og hljóðupptökur af því þegar drengurinn skilaði Lucci. Just to let you know the truth on xmas!I met a young boy who found my dog and paid him a reward which he was delighted with as was I to get my dog back because he was stolen. I took photos with him and we have videos and audio of everything that happened when Lucci was returned.— Daniel Sturridge (@DanielSturridge) December 25, 2021 Sturridge, sem er 32 ára, leikur núna með Perth Glory í Ástralíu. Hann er alinn upp hjá Manchester City en er sennilega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool. Sturridge á 26 leiki og átta mörk með enska landsliðinu á ferilskránni.
Fótbolti Dýr Hundar Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Draumur síðan ég var krakki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira