Handbolti

Ísland mun leika í stærstu handboltahöll Evrópu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslenska liðið hefur leik í stærstu handboltahöll Evrópu gegn Portúgal þann 14. janúar.
Íslenska liðið hefur leik í stærstu handboltahöll Evrópu gegn Portúgal þann 14. janúar. Slavko Midzor/Pixsell/MB Media/Getty Images

Evrópumótið í handbolta er á næsta leiti, en leikið verður í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er með Ungverjum í riðli og verður sá riðill leikinn í nýbyggðri handboltahöll í Búdapest sem er sú stærsta í Evrópu.

Eftir tveggja ára framkvæmdir er göllin nú tilbúin, en hún tekur um 20.000 manns í sæti. Hún var byggð vegna ýmissa alþjóðlegra handboltaverkefna sem framundan eru í Ungverjalandi og því er hún sögð stærsta handboltahöll Evrópu.

Ásamt EM í handbolta nú í janúar er nóg af handboltaviðburðum á döfinni í nýju höllinni. EM kvenna í handbolta verður leikið í höllinni árið 2024, sem og HM kvenna þremur árum síðar. Þá mun úrslitahelgi Meistaradeildar kvenna í handbolta einnig fara fram í höllinni næsta vor.

Fyr­ir utan hand­bolta verður einnig keppt í ís­hokkí í höll­inni, en auk þess býður höll­in upp á mögu­leika fyr­ir flest­ar inn­iíþrótt­ir.

Eins og áður segir eru Íslendingar með gestgjöfunum frá Ungverjalandi í riðli, en ásamt þeim mæta íslensku strákarnir Portúgölum og Hollendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×