Átta eru í einangrun með virkt smit en þrjár innlagnir voru á Landspítala í gær vegna veikinda af völdum kórónuveirunnar. Fjórir eru nú á gjörgæslu og eru þeir allir í öndunarvél.
Hart er tekið á heimsóknum til sjúklinga á spítalanum næstu daga. Takmarkanirnar gilda í dag, aðfangadag, á jóladag og á annan jólum en þær eru eftirfarandi:
Einn gestur má koma til hvers sjúklings á dag. Farið er fram á að gestur sé fullbólusettur eða hafi fengið Covid á síðastliðnum sex mánuðum. Gestir nota fínagnagrímur sem eru til reiðu á deildum. Þetta kemur fram í tilkynningu farsóttanefndar.