Engar frekari ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. desember 2021 07:00 Tengiltvinnbílum (e. Plug-in-Hybrid) var spáð miklum vinsældum á Norðurlöndum. Þeir nýtast þar sem lengra er á milli hleðslustöðva. vísir/epa Samkvæmt minnisblaði frá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu munu ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla senn renna sitt skeið. Skattaívilnanir vegna vistvænna bíla hafa verið í gildi síðan 2011. Eftir áramót lækka VSK-ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla um helming, úr 960 þúsund krónum í 480 þúsund krónur. Þær verða svo endanlega afmáðar þegar 15 þúsund tengiltvinnbílar eru komnir á götuna, sem líklega verður á fyrri hluta næsta árs. Þeir voru 13.226 þann 7. desember. Áfram verða í gildi ívilnanir fyrir hreina rafbíla og byggir sú nálgun meðal annars á reynslu Norðmanna þegar kemur að innleiðingu orkuskipta í samgöngum. Hreinir rafbílar hafa einungis notið ívilnana í Noregi og hefur þeim gengið best allra þjóða við rafvæðingu bílaflotans. Fjármála- og efnahagsráðuneytið féllst ekki á sameiginlegar tillögur Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandsins. Samtökin sendu sameiginlega umsögn Þá segir í minnisblaðinu að „Með því að ívilna einungis hreinum rafmagnsbílum verða þeir mun hagkvæmari kostur fyrir þá sem vilja fara í orkuskipti. Samhljómur er um það meðal framleiðanda og annarra fagaðila að hreinorkubílar séu varanleg lausn og tengiltvinnbílar séu tímabundin lausn. Á heimsvísu eru tvöfalt fleiri nýir rafmagnsbílar að koma á markað en tengiltvinnbílar og áhersla bílaframleiðenda er á rafmagnsbíla. Gera má ráð fyrir að rafmagnsbílar verði æ samkeppnishæfari í úrvali og verði og VSK-ívilnunin mun styðja það enn frekar að hreinn rafmagnsbíll verði fyrir valinu. Tækni bílaframleiðanda, framboð, úrval og verð vistvænna bíla og viðhorf almennings eru allt þættir sem hafa breyst hratt á sl. tveimur árum.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla eru áætlaðar 3,5 milljarðar króna í ár. Tekjutap ríkisins vegna ívilnananna er samkvæmt minnisblaðinu „ígildi fórnaðra möguleika á að veita framlög til annarra aðgerða að sama markmiði, svo sem til hleðsluinnviða, rafvæðingar hafna eða annars.“ „Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur að framlenging á VSK-ívilnun tengiltvinnbíla yrði ekki kostnaðarskilvirk aðgerð í loftslagsmálum. Í hið minnsta ætti ekki að gera slíka lagabreytingu án fullnægjandi endurmats á stöðunni, valkostum, árangri og kostnaði,“ segir enn frekar í minnisblaðinu. Hæst er hlutfall rafmagns- og tengiltvinnbíla í Garðabæ og Seltjarnarnesi eða um 16% á meðan á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið 11% og á landsbyggðinni 5%. Skattar og tollar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent
Eftir áramót lækka VSK-ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla um helming, úr 960 þúsund krónum í 480 þúsund krónur. Þær verða svo endanlega afmáðar þegar 15 þúsund tengiltvinnbílar eru komnir á götuna, sem líklega verður á fyrri hluta næsta árs. Þeir voru 13.226 þann 7. desember. Áfram verða í gildi ívilnanir fyrir hreina rafbíla og byggir sú nálgun meðal annars á reynslu Norðmanna þegar kemur að innleiðingu orkuskipta í samgöngum. Hreinir rafbílar hafa einungis notið ívilnana í Noregi og hefur þeim gengið best allra þjóða við rafvæðingu bílaflotans. Fjármála- og efnahagsráðuneytið féllst ekki á sameiginlegar tillögur Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandsins. Samtökin sendu sameiginlega umsögn Þá segir í minnisblaðinu að „Með því að ívilna einungis hreinum rafmagnsbílum verða þeir mun hagkvæmari kostur fyrir þá sem vilja fara í orkuskipti. Samhljómur er um það meðal framleiðanda og annarra fagaðila að hreinorkubílar séu varanleg lausn og tengiltvinnbílar séu tímabundin lausn. Á heimsvísu eru tvöfalt fleiri nýir rafmagnsbílar að koma á markað en tengiltvinnbílar og áhersla bílaframleiðenda er á rafmagnsbíla. Gera má ráð fyrir að rafmagnsbílar verði æ samkeppnishæfari í úrvali og verði og VSK-ívilnunin mun styðja það enn frekar að hreinn rafmagnsbíll verði fyrir valinu. Tækni bílaframleiðanda, framboð, úrval og verð vistvænna bíla og viðhorf almennings eru allt þættir sem hafa breyst hratt á sl. tveimur árum.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Ívilnanir fyrir tengiltvinnbíla eru áætlaðar 3,5 milljarðar króna í ár. Tekjutap ríkisins vegna ívilnananna er samkvæmt minnisblaðinu „ígildi fórnaðra möguleika á að veita framlög til annarra aðgerða að sama markmiði, svo sem til hleðsluinnviða, rafvæðingar hafna eða annars.“ „Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur að framlenging á VSK-ívilnun tengiltvinnbíla yrði ekki kostnaðarskilvirk aðgerð í loftslagsmálum. Í hið minnsta ætti ekki að gera slíka lagabreytingu án fullnægjandi endurmats á stöðunni, valkostum, árangri og kostnaði,“ segir enn frekar í minnisblaðinu. Hæst er hlutfall rafmagns- og tengiltvinnbíla í Garðabæ og Seltjarnarnesi eða um 16% á meðan á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið 11% og á landsbyggðinni 5%.
Skattar og tollar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent