Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2021 00:00 Grímuskylda er í verslunum og verslunarmiðstöðvum. Vísir/vilhelm Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar innanlandsaðgerðir á þriðjudag vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu en metfjöldi greindist á mánudag. Heilbrigðisráðherra veitti rekstraraðilum og tónleikahöldurum sérstaka undanþágu sem gildir aðeins á morgun, Þorláksmessu. Undanþágan tekur til fjöldatakmarkana en 50 manns mega koma saman í hverju hólfi á veitingastöðum í stað 20. Á tónleikum mega 500 koma saman í hverju hólfi í stað 200. Eins og fyrr segir gildir undanþágan aðeins á Þorláksmessu. Hér að neðan má sjá þær takmarkanir sem tóku gildi á miðnætti. Reglugerðin gildir til 12. janúar 2022. Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns: Á sitjandi viðburðum er þó heimilt að hafa allt að 50 manns í hólfi ef gestir eru sitjandi, noti andlitsgrímur og viðhafi eins metra fjarlægðartakmörk. Óheimilt er að selja áfengisveitingar og gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er. Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 200 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu. Gestum ber að viðhafa eins metra nálægðartakmörkun og óheimilt verður að selja áfengisveitingar. Gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er. Grímuskylda í verslunum og í verslunarmiðstöðvum: Grímuskyldan gildir einnig þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðartakmörk milli ótengdra einstaklinga. Þar undir falla meðal annars heilbrigðisþjónusta, almenningssamgöngur, söfn, hágreiðslustofur og önnur sambærileg starfsemi. Veitingastaðir, skemmtistaðir og krár mega hafa opið til 21: Undir takmörkunina falla veitingastaðir sem selja áfengisveitingar. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Einkasamkvæmi: Óheimilt er að halda einkasamkvæmi eftir klukkan 22 á stöðum sem hafa vínveitingaleyfi. Einnig er óheimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum sem ætla má að dregið gætu að sér fólk eftir klukkan 22. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstöðvar: Heimilt verður að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Sameiginlegan búnað skal sótthreinsa milli notenda. Skíðasvæði: Heimilt er að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda gesta. Gætt verði að tveggja metra reglu og grímuskylda er í gildi ef ekki er unnt að tryggja gildandi fjarlægðartakmörk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti hertar innanlandsaðgerðir á þriðjudag vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu en metfjöldi greindist á mánudag. Heilbrigðisráðherra veitti rekstraraðilum og tónleikahöldurum sérstaka undanþágu sem gildir aðeins á morgun, Þorláksmessu. Undanþágan tekur til fjöldatakmarkana en 50 manns mega koma saman í hverju hólfi á veitingastöðum í stað 20. Á tónleikum mega 500 koma saman í hverju hólfi í stað 200. Eins og fyrr segir gildir undanþágan aðeins á Þorláksmessu. Hér að neðan má sjá þær takmarkanir sem tóku gildi á miðnætti. Reglugerðin gildir til 12. janúar 2022. Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns: Á sitjandi viðburðum er þó heimilt að hafa allt að 50 manns í hólfi ef gestir eru sitjandi, noti andlitsgrímur og viðhafi eins metra fjarlægðartakmörk. Óheimilt er að selja áfengisveitingar og gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er. Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 200 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu. Gestum ber að viðhafa eins metra nálægðartakmörkun og óheimilt verður að selja áfengisveitingar. Gestir skulu halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og kostur er. Grímuskylda í verslunum og í verslunarmiðstöðvum: Grímuskyldan gildir einnig þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðartakmörk milli ótengdra einstaklinga. Þar undir falla meðal annars heilbrigðisþjónusta, almenningssamgöngur, söfn, hágreiðslustofur og önnur sambærileg starfsemi. Veitingastaðir, skemmtistaðir og krár mega hafa opið til 21: Undir takmörkunina falla veitingastaðir sem selja áfengisveitingar. Allir gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn klukkan 22. Einkasamkvæmi: Óheimilt er að halda einkasamkvæmi eftir klukkan 22 á stöðum sem hafa vínveitingaleyfi. Einnig er óheimilt að veita tímabundið leyfi fyrir skemmtunum sem ætla má að dregið gætu að sér fólk eftir klukkan 22. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstöðvar: Heimilt verður að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda leyfilegra gesta. Sameiginlegan búnað skal sótthreinsa milli notenda. Skíðasvæði: Heimilt er að hafa opið fyrir 50% af hámarksfjölda gesta. Gætt verði að tveggja metra reglu og grímuskylda er í gildi ef ekki er unnt að tryggja gildandi fjarlægðartakmörk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25 Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57
Emmsjé Gauti og Jólavinir einnig með undanþágu frá nýjum takmörkunum Tónleikar Emmsjé Gauta og Jólavina verða haldnir með óbreyttu sniði á Þorláksmessu þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir á grundvelli undanþágu sem sóttvarnayfirvöld veittu tónleikahöldurum í dag. 21. desember 2021 21:25
Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. 22. desember 2021 19:18