Þroskaðist mikið við að verða faðir og nær allt gekk upp á liðnu tímabili Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2021 11:00 Viðar Ari Jónsson er eðlilega ánægður með nýafstaðið tímabil í Noregi. Sandefjord Viðar Ari Jónsson átti sitt besta tímabil á ferlinum í ár er hann fór á kostum með Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni. Gengi liðsins var ágætt en Viðar Ari fór mikinn á hægri vængnum og gat vart hætt að skora. Viðar Ari segir börnin sín tvö hafa spilað stóran þátt í góðu gengi sínu innan vallar og þó hann líki Sandefjord við paradís ætlar hann að skoða markaðinn í janúar enda samningur hans runninn út og flest lið séu að leita sér að leikmönnum sem geti þanið netmöskvana nokkuð reglulega. „Ég myndi segja að þetta væri nánast fullkomið, frekar lítil en krúttleg borg. Það er svo sem ekkert brjálað líf þarna en fyrir nýbakaðan fjölskyldufaðir – og unga fjölskyldu – er þetta frábært. Veðrið hefur einnig leikið við okkur, fór upp í 28 eða 29 gráður síðasta sumar. Held að Sandefjord sé sólríkasta borg Noregs undanfarin fimm ár,“ sagði Viðar Ari um Sandefjord, 65 þúsund manna borg rétt fyrir utan Ósló. „Þegar við fáum gesti er samt alltaf tekin dagsferð til Ósló. Þetta er geggjuð staðsetning og í raun miklu skemmtilegra en Bergen þar sem ég var fyrst,“ bætti Viðar Ari við en hann gekk í raðir Brann árið 2017. Sandefjord er einkar huggulegur bær.VisitNorway Hinn 27 ára gamli Viðar Ari ræddi við Vísi fyrir skömmu, þá nýkominn heim í verðskuldað jólafrí eftir frábært tímabil með Sandefjord. „Tróðum góðum sokk í alla í Noregi.“ Þó Sandefjord hafi endað í 10. sæti af 16 í norsku úrvalsdeildinni með 36 stig, tíu stigum frá fallsæti, segir Viðar Ari tímabilið hafa verið mjög gott þar sem nær allir miðlar landsins spáðu liðinu niður „með 0 stig.“ Sandefjord endaði hins vegar með jafn mörg stig og liðið í 9. sæti, Íslendingalið Strømsgodset, og aðeins þremur stigum á eftir Sarpsborg 08 sem endaði í 8. sæti. „Við misstum of mikið af leikjum niður í jafntefli eða tap, fengum á okkur mörk undir lok leikja. Hefðum átt að vera ofar ef þú spyrð mig en fyrir klúbbinn og liðið á pappír þá var 10. sæti mjög fín niðurstaða. Fínasti árangur raunar þar sem allir spáðu okkur niður með 0 stig, tróðum góðum sokk í alla í Noregi.“ „Ég hafði gott af því að eignast þessi börn.“ Viðari Ari og Arna Jónsdóttir eiga nú tvö börn saman.Facebook/Viðar Ari Alls tók Viðar Ari þátt í 28 af 30 deildarleikjum Sandefjord á tímabilinu. Hann var markahæsti leikmaður liðsins með 11 mörk og jafnaði þar með markamet liðsins í efstu deild. Þá lagði hann einnig upp fimm mörk. Viðar Ari fer ekkert í grafgötur með að tímabilið hafi verið hans besta til þessa á ferlinum. „Ég held bara að það hafi örugglega 99 af 100 prósent gengið upp. Mitt besta tímabil í fótbolta á ferlinum til þessa. Það hljómar eins og klisja en ég hafði gott af því að eignast þessi börn, finnst ég sjálfur hafa þroskast mikið. Að verða pabbi hefur 100 prósent hjálpað mér innan vallar, þetta helst allt í hendur.“ „Ef ég hefði eitt rétt svar, ég veit það ekki. Það small bara allt hjá mér. Það fóru margir frá liðinu fyrir tímabilið og það var mikið af breytingum. Hlutverkið mitt varð í kjölfarið mun stærra en áður þar sem við misstum mikið af leikmönnum.“ „Ég náði að stíga upp frá síðasta tímabili þar sem ég skoraði aðeins tvö mörk. Skoraði alls 13 mörk í ár, 11 í deild og tvö í bikar. Þegar maður komst á bragðið þá féll þetta fyrir mann, skoraði í 2-3 leikjum í röð og vildi í kjölfarið meira.“ Viðar Ari ber Hans Erik Ødegaard, þjálfara liðsins, vel söguna. „Við fengum nýjan þjálfara, frá Noregi. Hann kom inn með allt aðrar áherslur og það hentaði mér mun betur en það sem við vorum að gera áður. Spiluðum opnari fótbolta eftir að hafa verið mjög varnarsinnaðir þar á undan. Skein í raun í gegn hvað þetta virkaði vel, sérstaklega fyrir mig.“ Viðar Ari fagnar einu marka sinna á leiktíðinni.Sandefjord „Ég leysti nokkra leiki í bakverði út af meiðslum og leikbönnum en var annars á kantinum nær allt tímabilið. Ég get leyst bakvörðinn nokkuð vel en myndi segja að mín aðalstaða í dag væri á vængnum. Það er ekkert verið að flækja þetta, hægri fótur á hægri kanti. Er hvort eð er hálftýndur þarna vinstra megin,“ sagði Viðar Ari að endingu og hló. Síðari hluti viðtalsins við Viðar Ara birtist á morgun. Þar fer hann yfir samningsmál sín en hann er í dag að skoða markaðinn eftir að samningur hans hjá Sandefjord rann út. Þá ræðir hann stöðu sína hjá íslenska landsliðinu en hann hefur ekki spilað landsleik síðan í upphafi árs 2018. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Viðar Ari segir börnin sín tvö hafa spilað stóran þátt í góðu gengi sínu innan vallar og þó hann líki Sandefjord við paradís ætlar hann að skoða markaðinn í janúar enda samningur hans runninn út og flest lið séu að leita sér að leikmönnum sem geti þanið netmöskvana nokkuð reglulega. „Ég myndi segja að þetta væri nánast fullkomið, frekar lítil en krúttleg borg. Það er svo sem ekkert brjálað líf þarna en fyrir nýbakaðan fjölskyldufaðir – og unga fjölskyldu – er þetta frábært. Veðrið hefur einnig leikið við okkur, fór upp í 28 eða 29 gráður síðasta sumar. Held að Sandefjord sé sólríkasta borg Noregs undanfarin fimm ár,“ sagði Viðar Ari um Sandefjord, 65 þúsund manna borg rétt fyrir utan Ósló. „Þegar við fáum gesti er samt alltaf tekin dagsferð til Ósló. Þetta er geggjuð staðsetning og í raun miklu skemmtilegra en Bergen þar sem ég var fyrst,“ bætti Viðar Ari við en hann gekk í raðir Brann árið 2017. Sandefjord er einkar huggulegur bær.VisitNorway Hinn 27 ára gamli Viðar Ari ræddi við Vísi fyrir skömmu, þá nýkominn heim í verðskuldað jólafrí eftir frábært tímabil með Sandefjord. „Tróðum góðum sokk í alla í Noregi.“ Þó Sandefjord hafi endað í 10. sæti af 16 í norsku úrvalsdeildinni með 36 stig, tíu stigum frá fallsæti, segir Viðar Ari tímabilið hafa verið mjög gott þar sem nær allir miðlar landsins spáðu liðinu niður „með 0 stig.“ Sandefjord endaði hins vegar með jafn mörg stig og liðið í 9. sæti, Íslendingalið Strømsgodset, og aðeins þremur stigum á eftir Sarpsborg 08 sem endaði í 8. sæti. „Við misstum of mikið af leikjum niður í jafntefli eða tap, fengum á okkur mörk undir lok leikja. Hefðum átt að vera ofar ef þú spyrð mig en fyrir klúbbinn og liðið á pappír þá var 10. sæti mjög fín niðurstaða. Fínasti árangur raunar þar sem allir spáðu okkur niður með 0 stig, tróðum góðum sokk í alla í Noregi.“ „Ég hafði gott af því að eignast þessi börn.“ Viðari Ari og Arna Jónsdóttir eiga nú tvö börn saman.Facebook/Viðar Ari Alls tók Viðar Ari þátt í 28 af 30 deildarleikjum Sandefjord á tímabilinu. Hann var markahæsti leikmaður liðsins með 11 mörk og jafnaði þar með markamet liðsins í efstu deild. Þá lagði hann einnig upp fimm mörk. Viðar Ari fer ekkert í grafgötur með að tímabilið hafi verið hans besta til þessa á ferlinum. „Ég held bara að það hafi örugglega 99 af 100 prósent gengið upp. Mitt besta tímabil í fótbolta á ferlinum til þessa. Það hljómar eins og klisja en ég hafði gott af því að eignast þessi börn, finnst ég sjálfur hafa þroskast mikið. Að verða pabbi hefur 100 prósent hjálpað mér innan vallar, þetta helst allt í hendur.“ „Ef ég hefði eitt rétt svar, ég veit það ekki. Það small bara allt hjá mér. Það fóru margir frá liðinu fyrir tímabilið og það var mikið af breytingum. Hlutverkið mitt varð í kjölfarið mun stærra en áður þar sem við misstum mikið af leikmönnum.“ „Ég náði að stíga upp frá síðasta tímabili þar sem ég skoraði aðeins tvö mörk. Skoraði alls 13 mörk í ár, 11 í deild og tvö í bikar. Þegar maður komst á bragðið þá féll þetta fyrir mann, skoraði í 2-3 leikjum í röð og vildi í kjölfarið meira.“ Viðar Ari ber Hans Erik Ødegaard, þjálfara liðsins, vel söguna. „Við fengum nýjan þjálfara, frá Noregi. Hann kom inn með allt aðrar áherslur og það hentaði mér mun betur en það sem við vorum að gera áður. Spiluðum opnari fótbolta eftir að hafa verið mjög varnarsinnaðir þar á undan. Skein í raun í gegn hvað þetta virkaði vel, sérstaklega fyrir mig.“ Viðar Ari fagnar einu marka sinna á leiktíðinni.Sandefjord „Ég leysti nokkra leiki í bakverði út af meiðslum og leikbönnum en var annars á kantinum nær allt tímabilið. Ég get leyst bakvörðinn nokkuð vel en myndi segja að mín aðalstaða í dag væri á vængnum. Það er ekkert verið að flækja þetta, hægri fótur á hægri kanti. Er hvort eð er hálftýndur þarna vinstra megin,“ sagði Viðar Ari að endingu og hló. Síðari hluti viðtalsins við Viðar Ara birtist á morgun. Þar fer hann yfir samningsmál sín en hann er í dag að skoða markaðinn eftir að samningur hans hjá Sandefjord rann út. Þá ræðir hann stöðu sína hjá íslenska landsliðinu en hann hefur ekki spilað landsleik síðan í upphafi árs 2018.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira