Handbolti

Sjö íslensk mörk er Magdeburg tryggði sér sæti í átta liða úrslitum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrr Magdeburg í kvöld.
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrr Magdeburg í kvöld. Peter Niedung/NurPhoto via Getty Images

Íslendingalið Magdeburg tryggði sér sæti í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld með fimm marka sigri gegn B-deildarliði Hamm-Westfalen, 26-31. 

Topplið þýsku úrvalsdeidarinnar átti í nokkrum erfiðleikum með að hrista B-deildarliðið af sér, en mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Heimamenn í Hamm fóru inn í hléið með eins marks forystu, 14-13.

Gestirnir í Magdeburg tóku þó yfir í síðari hálfleik og juku forskot sitt jafnt og þétt. Gestirnir unnu að lokum öruggan fimm marka sigur, 26-31, og eru því komnir í átta liða úrslit.

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi Magnússon þrjú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×