Færeyska stjórnin hangir á bláþræði eftir lygilega atburðarás Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2021 14:15 Bardur á Steig Nielsen lögmaður Færeyja. Epa. Ríkisstjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum hangir á bláþræði eftir að færeyska Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Atburðarásin í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var lygileg. Árið 2017 voru hjónabönd samkynhneigðra gerð lögleg í Færeyjum. Á sínum tíma var hins vegar ekki gert ráð fyrir að öll réttindi sem gagnkynhneigð pör njóta myndu einnig fylgja samkynja hjónabandi. Fyrir þinginu í Færeyjum lá fyrir að taka afstöðu til þess hvort jafna ætti þessi réttindi. Ekki var búist við því að tillögurnar myndu ná fram að ganga vegna harðrar andstöðu Miðflokksins. Ýmislegt reynt til að koma í veg fyrir meirihluta með frumvörpunum Segja má að allt hafi farið í háaloft á þinginu og ýmislegt hefur verið reynt undanfarna daga til að koma í veg fyrir að málið næði fram að ganga. Frá Þórshöfn í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Sjálfur hótaði Jenis av Rana, formaður Miðflokksins, að sprengja ríkisstjórnina. Íslendingar kannast ef til við þetta nafn en hann lýsti því yfir að hann myndi ekki sitja kvöldverðarboð með Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra Íslands og eiginkonu hennar. Vildu koma lykilvaraþingmanni af þingi Aðgerðir andstæðinga frumvarpanna snerist að miklu leyti um að koma Anniku Olsen, varaþingmanni Fólkaflokksins út af þingi, þar sem hún hafði lýst því yfir að hún myndi styðja málin. Tveir ráðherrar Fólkaflokksins sögðu af sér embætti til þess að taka sæti sín á þingi á ný, allt til þess að koma Anniku Olsen út. Þetta virðist hafa farið mjög í taugarnar á Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja og leiðtoga Sambandsflokksins, sem gagnrýndi Fólkaflokkinn mjög fyrir að láta ráðherra taka sæti á þingi á ný til þess að koma í veg fyrir að mál næðu fram að ganga. Erfiðlega hefur gengið fyrir LGBT-fólk að öðlast sömu réttindi og aðrir í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Svaraði Bárður með því að leyfa þingmönnum Sambandsflokksins að greiða atkvæði eins og þeim sýndist, og að ráðherrar Fólkaflokksins sem létu af embætti myndu ekki fá ráðherrastöður á ný. Ríkisstjórnin hangir á bláþræði Héðinn Zachariasson óskaði einnig eftir leyfi frá þingstörfum, sem varð til þess að Annika Olsen tók aftur sæti á þingi. Varð þetta til þess að meirihluti náðist til þess að koma frumvörpunum í gegn. Greidd voru atkvæði um frumvörpin tvö og sigldu þau í gegnum þingið með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13. Eftir þetta er mikil óvissa um framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins. Miðflokkurinn hefur sagt að Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafi brotið ríkisstjórnarsáttmála flokkanna og að frekara samstarf sé nær ómögulegt. Þá hefur einn þingmaður Sambandsflokksins, Johan Dahl, lýst því yfir að hann geti ekki starfað með Miðflokkunum, sem þýðir að ríkisstjórnin hafi ekki lengur meirihluta. Staða Fólkaflokksins er einnig í óvissu þar sem tveir ráðherrar flokksins sögðu af sér í þeirri trú um að þingið myndi greiða atkvæði gegn frumvörpunum. Þá er formaður flokksins, Jörgen Niclasen, sagður vera verulega ósáttur með Anikku Olsen vegna málsins. Sjálfur segir Bárður lögmaður að framtíð samstarfsins muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir jól. Færeyjar Hinsegin Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Árið 2017 voru hjónabönd samkynhneigðra gerð lögleg í Færeyjum. Á sínum tíma var hins vegar ekki gert ráð fyrir að öll réttindi sem gagnkynhneigð pör njóta myndu einnig fylgja samkynja hjónabandi. Fyrir þinginu í Færeyjum lá fyrir að taka afstöðu til þess hvort jafna ætti þessi réttindi. Ekki var búist við því að tillögurnar myndu ná fram að ganga vegna harðrar andstöðu Miðflokksins. Ýmislegt reynt til að koma í veg fyrir meirihluta með frumvörpunum Segja má að allt hafi farið í háaloft á þinginu og ýmislegt hefur verið reynt undanfarna daga til að koma í veg fyrir að málið næði fram að ganga. Frá Þórshöfn í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Sjálfur hótaði Jenis av Rana, formaður Miðflokksins, að sprengja ríkisstjórnina. Íslendingar kannast ef til við þetta nafn en hann lýsti því yfir að hann myndi ekki sitja kvöldverðarboð með Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra Íslands og eiginkonu hennar. Vildu koma lykilvaraþingmanni af þingi Aðgerðir andstæðinga frumvarpanna snerist að miklu leyti um að koma Anniku Olsen, varaþingmanni Fólkaflokksins út af þingi, þar sem hún hafði lýst því yfir að hún myndi styðja málin. Tveir ráðherrar Fólkaflokksins sögðu af sér embætti til þess að taka sæti sín á þingi á ný, allt til þess að koma Anniku Olsen út. Þetta virðist hafa farið mjög í taugarnar á Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja og leiðtoga Sambandsflokksins, sem gagnrýndi Fólkaflokkinn mjög fyrir að láta ráðherra taka sæti á þingi á ný til þess að koma í veg fyrir að mál næðu fram að ganga. Erfiðlega hefur gengið fyrir LGBT-fólk að öðlast sömu réttindi og aðrir í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Svaraði Bárður með því að leyfa þingmönnum Sambandsflokksins að greiða atkvæði eins og þeim sýndist, og að ráðherrar Fólkaflokksins sem létu af embætti myndu ekki fá ráðherrastöður á ný. Ríkisstjórnin hangir á bláþræði Héðinn Zachariasson óskaði einnig eftir leyfi frá þingstörfum, sem varð til þess að Annika Olsen tók aftur sæti á þingi. Varð þetta til þess að meirihluti náðist til þess að koma frumvörpunum í gegn. Greidd voru atkvæði um frumvörpin tvö og sigldu þau í gegnum þingið með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13. Eftir þetta er mikil óvissa um framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins. Miðflokkurinn hefur sagt að Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafi brotið ríkisstjórnarsáttmála flokkanna og að frekara samstarf sé nær ómögulegt. Þá hefur einn þingmaður Sambandsflokksins, Johan Dahl, lýst því yfir að hann geti ekki starfað með Miðflokkunum, sem þýðir að ríkisstjórnin hafi ekki lengur meirihluta. Staða Fólkaflokksins er einnig í óvissu þar sem tveir ráðherrar flokksins sögðu af sér í þeirri trú um að þingið myndi greiða atkvæði gegn frumvörpunum. Þá er formaður flokksins, Jörgen Niclasen, sagður vera verulega ósáttur með Anikku Olsen vegna málsins. Sjálfur segir Bárður lögmaður að framtíð samstarfsins muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir jól.
Færeyjar Hinsegin Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira