Fyrrverandi prestur sakfelldur fyrir barnaníð í Tímor-Leste Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2021 11:59 Richard Daschbach, fyrrverandi prestur, var dæmdur fyrir barnaníð í Austur-Tímor í morgun. AP/Raimundos Oki Fyrrverandi prestur frá Bandaríkjunum hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi í Tímor-Leste fyrir barnaníð. Hinn 84 ára gamli Richard Daschbach, sem hefur búið í Asíuríkinu í áratugi og unnið við trúboð var dæmdur fyrir barnaníð, barnaklám og heimilisofbeldi. Daschbach var vígður prestur árið 1964 og fór hann nokkrum árum síðar til Tímor-Leste. Þar stofnaði hann svo neyðarskýli á tíunda áratug síðustu aldar og var hann dæmdur fyrir að brjóta á munaðarlausum stúlkum og öðrum sem voru í hans umsjá þar. Presturinn er einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og var ákærður í Bandaríkjunum í sumar fyrir barnaníð í neyðarskýli hans. Ekki er ljóst hvort reynt verði að fá hann framseldan til Bandaríkjanna. Íbúar Tímor-Leste eru mjög kaþólskir, ef svo má að orði komast, en AP fréttaveitan segir að hlutfallslega búi hvergi fleiri kaþólikkar en í Austur-Tímor, að Vatíkaninu undanskildu. Þá segir fréttaveitan frá því að fórnarlömb Daschbach hafi kvartað yfir morðhótunum ógnunum á meðan á réttarhöldunum gegn prestinum stóð. Tugir stuðningsmanna Daschbachs biðu fyrir utan dómshúsið í morgun og grétu einhver þeirra þegar niðurstaðan varð ljós. Hundruð barna hafa búið í skýli Daschbachs í gegnum árinu og stigu margar fram í tengslum við réttarhöldin gegn honum. Níu þeirra báru vitni en þær sögðu prestinn hafa verið með lista yfir stúlkur festan á hurð svefnherbergis síns. Á hverju kvöldi hafi einn þeirra þurft að sitja í fangi hans meðan börn og starfsmenn skýlisins báðu og sungu sálma fyrir svefninn. Þær segja að stúlkurnar sem hafi setið í fangi hans hafi ávalt þurft að verja nóttinni í svefnherbergi hans þar sem hann hafi brotið á þeim og öðrum börnum. Lögmaður Daschachs segist ætla að áfrýja niðurstöðunni og gagnrýnir dómstólinn fyrir að hunsa vitnisburð starfsfólk skýlisins og fyrrverandi íbúa þar. Lögmenn fórnarlamba prestsins segjast einnig ætla að áfrýja þar sem þeim finnist refsingin ekki nægileg. Tímor-Leste Bandaríkin Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Sjá meira
Daschbach var vígður prestur árið 1964 og fór hann nokkrum árum síðar til Tímor-Leste. Þar stofnaði hann svo neyðarskýli á tíunda áratug síðustu aldar og var hann dæmdur fyrir að brjóta á munaðarlausum stúlkum og öðrum sem voru í hans umsjá þar. Presturinn er einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og var ákærður í Bandaríkjunum í sumar fyrir barnaníð í neyðarskýli hans. Ekki er ljóst hvort reynt verði að fá hann framseldan til Bandaríkjanna. Íbúar Tímor-Leste eru mjög kaþólskir, ef svo má að orði komast, en AP fréttaveitan segir að hlutfallslega búi hvergi fleiri kaþólikkar en í Austur-Tímor, að Vatíkaninu undanskildu. Þá segir fréttaveitan frá því að fórnarlömb Daschbach hafi kvartað yfir morðhótunum ógnunum á meðan á réttarhöldunum gegn prestinum stóð. Tugir stuðningsmanna Daschbachs biðu fyrir utan dómshúsið í morgun og grétu einhver þeirra þegar niðurstaðan varð ljós. Hundruð barna hafa búið í skýli Daschbachs í gegnum árinu og stigu margar fram í tengslum við réttarhöldin gegn honum. Níu þeirra báru vitni en þær sögðu prestinn hafa verið með lista yfir stúlkur festan á hurð svefnherbergis síns. Á hverju kvöldi hafi einn þeirra þurft að sitja í fangi hans meðan börn og starfsmenn skýlisins báðu og sungu sálma fyrir svefninn. Þær segja að stúlkurnar sem hafi setið í fangi hans hafi ávalt þurft að verja nóttinni í svefnherbergi hans þar sem hann hafi brotið á þeim og öðrum börnum. Lögmaður Daschachs segist ætla að áfrýja niðurstöðunni og gagnrýnir dómstólinn fyrir að hunsa vitnisburð starfsfólk skýlisins og fyrrverandi íbúa þar. Lögmenn fórnarlamba prestsins segjast einnig ætla að áfrýja þar sem þeim finnist refsingin ekki nægileg.
Tímor-Leste Bandaríkin Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“