Skoðun

Það sem raun­veru­lega skiptir máli

Kristján Hafþórsson skrifar

Það er mikilvægt að staldra við og spá í því hvað raunverulega skiptir máli. Við erum alltaf á fullu í öllu því sem við erum að gera. Það eru allir á fullu að gera sitt besta, allir að gera sína hluti í lífinu og amstur daganna gengur sitt skeið. Það er auðvitað allt gott og blessað. Við skulum samt muna að huga að því sem raunverulega skiptir máli.

Það er þrennt sem ég horfi til, fjölskylda, vinir og heilsan, andleg og líkamleg. Við skulum muna að huga að fólkinu okkar sem og andlegu og líkamlegu heilsunni. Lífið er alltof stutt til þess að spá of mikið í hlutum sem í raun engu máli skipta í stóra samhenginu.

Verum góð við hvort annað og sýnum hvort öðru ást, kærleik og virðingu.

Einnig langaði mig til þess að minna þig á hversu frábær, mögnuð, hæfileikarík og falleg manneskja þú ert. Aldrei gleyma því.

Hafið það ótrúlega gott um hátíðarnar.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Ást og friður.

Höfundur er lífskúnstner.




Skoðun

Sjá meira


×