Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2021 15:34 Ærslabelgurinn er við hlið Safnahússins í hjarta bæjarins. Ísafjarðarbær Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður. Töluvert hefur verið fjallað um ærslabelginn sem upprunalega var settur upp við Túngötu 10 í bænum. Eftir óánægju íbúa Túngötu við staðsetningu á ærslabelgnum var hann færður inn á Eyrartún. Árið 2019 fór Minjastofnun fram á það við Ísafjarðarbæ að lagfæringar á umræddum ærslabelg yrðu stöðvaðar, þar sem hann væri staðsettur innan við 100 metra frá friðlýstum fornminjum. Stofnunin gaf þó grænt ljós á lagfæringarnar skömmu síðar. Færður fjær þeim kvörtuðu fyrst en nær þeim sem kvartaði nú Sá sem kærði málið nú til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamál hafði krafist þess að bæjaryfirvöld myndu færa ærslabelginn. Ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir framkvæmdinni og að breyta þyrfti deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld töldu ekki þörf á deiliskipulagsbreytingu og höfnuðu beiðni mannsins. Frá Ísafirði, það rétt glittir í umræddan ærslaberg bak við Safnahúsið á þessari mynd.Vísir/Vilhelm. Þessa niðurstöðu kærði maðurinn til úrskurðarnefndarinnar á þeim grundvelli að með því að staðsetja ærslabelginn á Eyrartúni, nær Túngötu 5 hafi verið brotið á andmælarétti íbúa í nærumhverfi belgsins, enda hafi grenndarkynning ekki farið fram. Þá benti hann á að í kjölfar athugasemda íbúa við Túngötu 12 og Eyrargötu 3 hafi belgurinn verið færður í 48,35 m fjarlægð frá þeim húsum en hin nýja staðsetning sé hins vegar einungis í 39,39 m fjarlægð frá húsi mannsins og því hafi ekki verið gætt jafnræðis við framkvæmdina. Stórslysahætta fyrir hendi að mati mannsins Einnig benti hann á að ekki hafi verið hugað að umferðaröryggi eða aðgengi og hafi börn ítrekað skotist á milli kyrrstæðra bifreiða á leið sinni til og frá ærslabelgnum og legið hafi við stórslysum, að sögn mannsins. Að auki hafi ekki verið sótt um leyfi til Minjastofnunar, þar sem Eyrartún væri friðhelgað svæði sem nyti hverfisverndar. Krafðist hann þess að framkvæmin við ærslabelginn yrði dæmd ólögleg og til vara að belgurinn yrði fluttur á annan stað með að lágmarki sömu fjarlægðarmörkum og ákvörðuð hafi verið gagnvart íbúum Túngötu 12 og Eyrargötu 3. Tíu metra færsla nær húsinu ekki brot á jafnræðisreglu Ísafjarðarbær benti á að þó að rétt væri að Eyrartún nyti hverfisverndar fælist ekki lögformleg friðun í henni, hún kæmi ekki í veg fyrir uppbyggingu og þróun í hverfum. Þá sé Eyrartún ekki friðað í heild sinni auk þess sem að Minjastofnun hafi verið upplýst um breytingar á skipulagi svæðisins, án athugasemda af hennar hálfu. Í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar var litið til þess að að ærslabelgurinn væri leiktæki sem væri ekki háð byggingarleyfi. Eyrartún væri einnig skilgreint sem leiksvæði og almenningsgarður og því yrði að telja að staðsetning ærslabelgsins væri í samræmi við gildandi skipulag svæðisins. Að auki leit nefndin svo á að það væri ekki brot á jafnræðisreglu að ærslabelgurinn væri staðsettur um tíu metrum nær húsi mannsins sem kærði en öðrum húsum sem bent var á í kærunni. Var kröfu mannsins því hafnað. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér. Ísafjarðarbær Skipulag Tengdar fréttir Ærslabelgurinn líklega blásinn upp á morgun Minjastofnun hefur gefið leyfi á að viðhaldsframkvæmdir tengdar belgnum fái að fara fram, svo lengi sem ekkert frekara jarðrask hlýst af þeim. 16. júlí 2019 13:27 Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Töluvert hefur verið fjallað um ærslabelginn sem upprunalega var settur upp við Túngötu 10 í bænum. Eftir óánægju íbúa Túngötu við staðsetningu á ærslabelgnum var hann færður inn á Eyrartún. Árið 2019 fór Minjastofnun fram á það við Ísafjarðarbæ að lagfæringar á umræddum ærslabelg yrðu stöðvaðar, þar sem hann væri staðsettur innan við 100 metra frá friðlýstum fornminjum. Stofnunin gaf þó grænt ljós á lagfæringarnar skömmu síðar. Færður fjær þeim kvörtuðu fyrst en nær þeim sem kvartaði nú Sá sem kærði málið nú til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamál hafði krafist þess að bæjaryfirvöld myndu færa ærslabelginn. Ekki hafi verið sótt um leyfi fyrir framkvæmdinni og að breyta þyrfti deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld töldu ekki þörf á deiliskipulagsbreytingu og höfnuðu beiðni mannsins. Frá Ísafirði, það rétt glittir í umræddan ærslaberg bak við Safnahúsið á þessari mynd.Vísir/Vilhelm. Þessa niðurstöðu kærði maðurinn til úrskurðarnefndarinnar á þeim grundvelli að með því að staðsetja ærslabelginn á Eyrartúni, nær Túngötu 5 hafi verið brotið á andmælarétti íbúa í nærumhverfi belgsins, enda hafi grenndarkynning ekki farið fram. Þá benti hann á að í kjölfar athugasemda íbúa við Túngötu 12 og Eyrargötu 3 hafi belgurinn verið færður í 48,35 m fjarlægð frá þeim húsum en hin nýja staðsetning sé hins vegar einungis í 39,39 m fjarlægð frá húsi mannsins og því hafi ekki verið gætt jafnræðis við framkvæmdina. Stórslysahætta fyrir hendi að mati mannsins Einnig benti hann á að ekki hafi verið hugað að umferðaröryggi eða aðgengi og hafi börn ítrekað skotist á milli kyrrstæðra bifreiða á leið sinni til og frá ærslabelgnum og legið hafi við stórslysum, að sögn mannsins. Að auki hafi ekki verið sótt um leyfi til Minjastofnunar, þar sem Eyrartún væri friðhelgað svæði sem nyti hverfisverndar. Krafðist hann þess að framkvæmin við ærslabelginn yrði dæmd ólögleg og til vara að belgurinn yrði fluttur á annan stað með að lágmarki sömu fjarlægðarmörkum og ákvörðuð hafi verið gagnvart íbúum Túngötu 12 og Eyrargötu 3. Tíu metra færsla nær húsinu ekki brot á jafnræðisreglu Ísafjarðarbær benti á að þó að rétt væri að Eyrartún nyti hverfisverndar fælist ekki lögformleg friðun í henni, hún kæmi ekki í veg fyrir uppbyggingu og þróun í hverfum. Þá sé Eyrartún ekki friðað í heild sinni auk þess sem að Minjastofnun hafi verið upplýst um breytingar á skipulagi svæðisins, án athugasemda af hennar hálfu. Í ákvörðun úrskurðarnefndarinnar var litið til þess að að ærslabelgurinn væri leiktæki sem væri ekki háð byggingarleyfi. Eyrartún væri einnig skilgreint sem leiksvæði og almenningsgarður og því yrði að telja að staðsetning ærslabelgsins væri í samræmi við gildandi skipulag svæðisins. Að auki leit nefndin svo á að það væri ekki brot á jafnræðisreglu að ærslabelgurinn væri staðsettur um tíu metrum nær húsi mannsins sem kærði en öðrum húsum sem bent var á í kærunni. Var kröfu mannsins því hafnað. Úrskurð nefndarinnar má lesa hér.
Ísafjarðarbær Skipulag Tengdar fréttir Ærslabelgurinn líklega blásinn upp á morgun Minjastofnun hefur gefið leyfi á að viðhaldsframkvæmdir tengdar belgnum fái að fara fram, svo lengi sem ekkert frekara jarðrask hlýst af þeim. 16. júlí 2019 13:27 Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Ærslabelgurinn líklega blásinn upp á morgun Minjastofnun hefur gefið leyfi á að viðhaldsframkvæmdir tengdar belgnum fái að fara fram, svo lengi sem ekkert frekara jarðrask hlýst af þeim. 16. júlí 2019 13:27
Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent