Ungu strákarnir frábærir en það eru fleiri: Vantar að meðaltali 5-10 kg til að ná Dönum Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2021 17:46 Allt var með svo hátíðlegum blæ í lokaþætti Seinni bylgjunnar á þessu ári. Stöð 2 Sport Í jólaþætti Seinni bylgjunnar var rætt um það að óvenju margir ungir leikmenn hefðu sett sterkan svip á Olís-deildina það sem af er leiktíð. Sérfræðingar þáttarins segja best fyrir ungu strákana að slá í gegn hér heima áður en þeir kaupi sér fley og fagrar árar og haldi í atvinnumennsku. Á meðal leikmanna sem hafa verið áberandi það sem af er leiktíð má nefna Valsarann Benedikt Gunnar Óskarsson, Einar Braga Aðalsteinsson úr HK, Jóhannes Berg Andrason úr Víkingi, og þá Guðmund Braga Ástþórsson og Þorstein Leó Gunnarsson með Aftureldingu. „Það er svolítið langt síðan við höfum séð svona marga unga leikmenn láta til sín taka. Þetta er það sem við viljum sjá. Það er mikið af leikmönnum að fara út og svona. Við viljum sjá þessa ungu stráka taka svolítið yfir, fá traustið til þess, og þeir eru klárlega búnir að gera það,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, þegar rætt var um ungu leikmennina. Brot úr jólaþættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Ungu strákarnir í Olís-deildinni Róbert Gunnarsson þjálfar U20-landslið karla með Einari Andra Einarssyni. Róbert er ánægður með að lærisveinar sínir fái stór hlutverk hjá sínum félagsliðum en varar við því að þeir fari snemma út í atvinnumennsku. „Það sem er að gerast núna er að þeir eru að fá hlutverk. Við Einar erum auðvitað mjög ánægðir með það, og að þeir eru að stíga upp. Ekkert „disrespect“ en ef þeir geta ekki „deliverað“ hérna þá gera þeir það ekki í landsleikjum úti. Við þurfum að fá helling af strákum með hlutverk í þessari deild og mér finnst það vera að takast. Ég vona líka fyrir deildina að við náum að halda þessum strákum hérna í 2-3 ár í viðbót, í stað þess að hoppað sé á fyrsta séns til að fara út. Þá þurfa liðin og allir að taka sig saman um það,“ sagði Róbert. Danir þyngri en hlaupa samt betur Hann vill hins vegar ekki meina að Ísland sé á eitthvað sérstaklega góðri braut miðað við aðrar þjóðir hvað unga leikmenn varðar: „Það gleymist alltaf að það eru líka til góðir leikmenn í hinum liðunum. Við erum ekkert frábærir. Bara sorrí. Við þurfum alveg að taka til hjá okkur,“ sagði Róbert og var spurður út í líkamlegt atgervi íslenskra leikmanna: „Við vorum í leik við Dani um daginn og okkur vantar að meðaltali 5-10 kg á þá. Samt hlaupa þeir betur en við. Við höldum alltaf að við séum best í öllu en við erum það ekki. Þetta eru frábærir strákar, en Danirnir eiga til dæmis einn sem er bara næsti Karabatic,“ sagði Róbert. Drottni yfir deildinni heima fyrst Theodór Ingi velti upp möguleikanum á að leikmenn færu fyrr út til að komast í atvinnumannakúltúr en Róbert sagði það ekki álitlegt að sínu mati. Ásgeir Örn Hallgrímsson tók í sama streng: „Það held ég ekki. Mín skoðun er alltaf sú að þeir leikmenn sem ætla sér að fara út og ná virkilega langt verði að vera búnir að „dóminera“ deildina hér heima í að minnsta kosti eitt ár. Þeir taki einhvern svona fasa þar sem þeir eru góðir í svona tvö ár, og drottni svo yfir deildinni í eitt ár. Þá finnst mér þeir vera tilbúnir að fara út. Það eru leikmennirnir sem eru tilbúnir að taka við hlutverki þegar þeir fara út, til að byggja ofan á þetta. Þeir sem fara út snemma eru að taka miklu meiri sénsa.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Sport Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Sjá meira
Sérfræðingar þáttarins segja best fyrir ungu strákana að slá í gegn hér heima áður en þeir kaupi sér fley og fagrar árar og haldi í atvinnumennsku. Á meðal leikmanna sem hafa verið áberandi það sem af er leiktíð má nefna Valsarann Benedikt Gunnar Óskarsson, Einar Braga Aðalsteinsson úr HK, Jóhannes Berg Andrason úr Víkingi, og þá Guðmund Braga Ástþórsson og Þorstein Leó Gunnarsson með Aftureldingu. „Það er svolítið langt síðan við höfum séð svona marga unga leikmenn láta til sín taka. Þetta er það sem við viljum sjá. Það er mikið af leikmönnum að fara út og svona. Við viljum sjá þessa ungu stráka taka svolítið yfir, fá traustið til þess, og þeir eru klárlega búnir að gera það,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, þegar rætt var um ungu leikmennina. Brot úr jólaþættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Ungu strákarnir í Olís-deildinni Róbert Gunnarsson þjálfar U20-landslið karla með Einari Andra Einarssyni. Róbert er ánægður með að lærisveinar sínir fái stór hlutverk hjá sínum félagsliðum en varar við því að þeir fari snemma út í atvinnumennsku. „Það sem er að gerast núna er að þeir eru að fá hlutverk. Við Einar erum auðvitað mjög ánægðir með það, og að þeir eru að stíga upp. Ekkert „disrespect“ en ef þeir geta ekki „deliverað“ hérna þá gera þeir það ekki í landsleikjum úti. Við þurfum að fá helling af strákum með hlutverk í þessari deild og mér finnst það vera að takast. Ég vona líka fyrir deildina að við náum að halda þessum strákum hérna í 2-3 ár í viðbót, í stað þess að hoppað sé á fyrsta séns til að fara út. Þá þurfa liðin og allir að taka sig saman um það,“ sagði Róbert. Danir þyngri en hlaupa samt betur Hann vill hins vegar ekki meina að Ísland sé á eitthvað sérstaklega góðri braut miðað við aðrar þjóðir hvað unga leikmenn varðar: „Það gleymist alltaf að það eru líka til góðir leikmenn í hinum liðunum. Við erum ekkert frábærir. Bara sorrí. Við þurfum alveg að taka til hjá okkur,“ sagði Róbert og var spurður út í líkamlegt atgervi íslenskra leikmanna: „Við vorum í leik við Dani um daginn og okkur vantar að meðaltali 5-10 kg á þá. Samt hlaupa þeir betur en við. Við höldum alltaf að við séum best í öllu en við erum það ekki. Þetta eru frábærir strákar, en Danirnir eiga til dæmis einn sem er bara næsti Karabatic,“ sagði Róbert. Drottni yfir deildinni heima fyrst Theodór Ingi velti upp möguleikanum á að leikmenn færu fyrr út til að komast í atvinnumannakúltúr en Róbert sagði það ekki álitlegt að sínu mati. Ásgeir Örn Hallgrímsson tók í sama streng: „Það held ég ekki. Mín skoðun er alltaf sú að þeir leikmenn sem ætla sér að fara út og ná virkilega langt verði að vera búnir að „dóminera“ deildina hér heima í að minnsta kosti eitt ár. Þeir taki einhvern svona fasa þar sem þeir eru góðir í svona tvö ár, og drottni svo yfir deildinni í eitt ár. Þá finnst mér þeir vera tilbúnir að fara út. Það eru leikmennirnir sem eru tilbúnir að taka við hlutverki þegar þeir fara út, til að byggja ofan á þetta. Þeir sem fara út snemma eru að taka miklu meiri sénsa.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn Dansarinn fær aldrei aftur að mæta á NFL-leik Sport Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Sport Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik