Sú besta í heimi eins og krúttleg lítil stelpa þegar hún bað Tiger um mynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 13:01 Nelly Korda bítur í Ólympíugullið sitt eftir sigur sinn á leikunum í Tókýó í sumar. EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS Falleg stund náðist á mynd um helgina þegar besti kvenkylfingur heims um þessar mundir hitti goðsögnina Tiger Woods í fyrsta sinn á ævinni. Það er óhætt að segja að hún hafi verið spennt og ætlaði jafnframt ekki að láta tækifærið renna úr greipum sér. Nelly Korda er efst á heimslista kvenna í golfi en hún vann PGA-risamótið í ár og tryggði sér einnig Ólympíugull á leikunum í Tókýó í ágúst. Korda er 23 ára gömul og þykir hafa allt til alls til að verða súperstjarna í íþróttinni á næstu árum. Hún og Tiger eru bæði mikið í Flórída eins og fjölmargir af bestu kylfingum heims en það kom örugglega mjög mörgum á óvart að þau hefðu aldrei fyrst fyrir PNC Championship góðgerðamótið um helgina. Á PNC Championship spila kylfingar með foreldrum eða börnum. Tiger Woods var að spila með syni sínum Charlie Axel Woods en Nelly Korda með föður sínum Petr Korda sem vann meðal annars risamót í tennis á sínum ferli. Nelly Korda fékk loksins tækifærið fyrir aftan átjándu flötina á laugardaginn þegar Woods og Charlie kláruðu fyrri umferðina sína á PNC Championship mótinu í Orlando. Það besta er að atvikið náðist á mynd eins og sjá má hér fyrir neðan. Nelly met Tiger for the first time. Her reaction says it all. pic.twitter.com/Wn2yEFP42h— PGA TOUR Champions (@ChampionsTour) December 18, 2021 „Hæ, Tiger,“ sagði Nelly Korda vandræðalega við Tiger Woods og bað hann síðan um mynd. Hann tók henni vel og var að sjálfsögðu til í mynd. „Nelly,“ svaraði Tiger eins og hann hafði þekkt hana síðan hún fæddist. „Já, þú færða hana, klárt mál,“ sagði Tiger Woods. Nelly gekk einu skrefi lengra og spurði hvort bróðir hennar fengi líka að vera með á mynd. Bróðir hennar Sebastian Korda er atvinnumaður í tennis eins og pabbi þeirri. Pabbinn tekur síðan myndina af henni og svo er tekin mynd af Sebastian og Petr með Tiger. Myndbandið sýnir Nelly þegar hún kemur svífandi úr myndatökunni, brosandi út að eyrum, eins og smástelpa nýbúin að opna draumajólagjöfina sína. Tiger spyr þau síðan að því á hversu mörgum höggum þau kláruðu hringinn sem var 63 högg eins og Woods feðgarnir. Petr segir að dóttirin hafi borið þau uppi en hún nefnir fuglinn sem faðir hennar náði á annarri holunni. Nelly þakkar Tiger nokkrum sinnum fyrir og gengur síðan skælbrosandi í burtu. „Draumur minn var að rætast,“ segir hún að lokum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Nelly Korda er efst á heimslista kvenna í golfi en hún vann PGA-risamótið í ár og tryggði sér einnig Ólympíugull á leikunum í Tókýó í ágúst. Korda er 23 ára gömul og þykir hafa allt til alls til að verða súperstjarna í íþróttinni á næstu árum. Hún og Tiger eru bæði mikið í Flórída eins og fjölmargir af bestu kylfingum heims en það kom örugglega mjög mörgum á óvart að þau hefðu aldrei fyrst fyrir PNC Championship góðgerðamótið um helgina. Á PNC Championship spila kylfingar með foreldrum eða börnum. Tiger Woods var að spila með syni sínum Charlie Axel Woods en Nelly Korda með föður sínum Petr Korda sem vann meðal annars risamót í tennis á sínum ferli. Nelly Korda fékk loksins tækifærið fyrir aftan átjándu flötina á laugardaginn þegar Woods og Charlie kláruðu fyrri umferðina sína á PNC Championship mótinu í Orlando. Það besta er að atvikið náðist á mynd eins og sjá má hér fyrir neðan. Nelly met Tiger for the first time. Her reaction says it all. pic.twitter.com/Wn2yEFP42h— PGA TOUR Champions (@ChampionsTour) December 18, 2021 „Hæ, Tiger,“ sagði Nelly Korda vandræðalega við Tiger Woods og bað hann síðan um mynd. Hann tók henni vel og var að sjálfsögðu til í mynd. „Nelly,“ svaraði Tiger eins og hann hafði þekkt hana síðan hún fæddist. „Já, þú færða hana, klárt mál,“ sagði Tiger Woods. Nelly gekk einu skrefi lengra og spurði hvort bróðir hennar fengi líka að vera með á mynd. Bróðir hennar Sebastian Korda er atvinnumaður í tennis eins og pabbi þeirri. Pabbinn tekur síðan myndina af henni og svo er tekin mynd af Sebastian og Petr með Tiger. Myndbandið sýnir Nelly þegar hún kemur svífandi úr myndatökunni, brosandi út að eyrum, eins og smástelpa nýbúin að opna draumajólagjöfina sína. Tiger spyr þau síðan að því á hversu mörgum höggum þau kláruðu hringinn sem var 63 högg eins og Woods feðgarnir. Petr segir að dóttirin hafi borið þau uppi en hún nefnir fuglinn sem faðir hennar náði á annarri holunni. Nelly þakkar Tiger nokkrum sinnum fyrir og gengur síðan skælbrosandi í burtu. „Draumur minn var að rætast,“ segir hún að lokum. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira