Polestar 2 - betri fólksbíll en Model 3 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. desember 2021 07:01 Polestar 2. Vilhelm Gunnarsson Polestar 2 er fimm manna rafstallbakur (e. fastback) frá Polestar, sem er dótturfélag Volvo og Geely. Polestar er í grunninn sænskt félag sem framleiðir bíla í Kína og brátt í Bandaríkjunum og frekari útrás í kortunum. Brimborg hefur nýlega tekið við umboði fyrir Polestar á íslandi. Polestar hefur lagt mikla áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og endurunnin efni í framleiðslu bíla sinna. Útlit Bíllinn hefur svalt yfirbragð, hann er greinilega að miklu leyti innblásinn af hönnun Volvo bíla. Það er ekki leiðum að líkjast. Séð aftan á Polestar 2.Vilhelm Gunnarsson Það er þokkalega hátt undir lægsta punkt um rúmir 16 sentimetrar. Sem gerir stöðu bílsins háa og reffilega, ekki sportlega en grimmilega og eins og hann sé klár í að takast á við áskoranir og erfiðar aðstæður. Sem hann er, en meira um það síðar. Aksturseiginleikar Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var framhjóladrifinn. Þeir bílar verða til sölu á næsta ári en fjórhjóladrifsbílar verða fáanlegir fyrst. Stýrið.Vilhelm Gunnarsson Bíllinn er góður í langkeyrslu og afar þýður. Það er þó frekar erfitt að átta sig á því hvar framendi bílsins endar þegar verið er að leggja honum. Hann er samt ekki eins breiður og manni finnst hann vera þegar maður situr í honum. Það finnst best þegar maður leggur honum í stæði, þá fer merkilega lítið fyrir honum. Í reynsluakstrinum var bílnum ekið á Hellisheiði, ísilögðum vegi við Grímsborgir. Það er óhætt að segja að bíllinn hafi fótað sig vel í erfiðum aðstæðum, þótt fjórhjóladrif hefði verið betra. Þegar ísinn hvarf fyrir opnum hálkulausum vegum var auðvelt að finna hversu góður akstursbíll Polestar 2 er. Það er skemmtilegt að keyra bílinn, það er ekki flóknara en það. Hann er ekki eins góður sportbíll og Tesla Model 3. Farþega rými aftur í Polestar 2.Vilhelm Gunnarsson Notagildi og innra rými Polestar 2 er miklu meiri fólksbíll en Model 3. Polestar er betri bíll til daglegra nota og það er örlítið meira pláss fyrir farþega aftur í. Farangursrýmið í Polestar er ögn minna en talsvert aðgengilegra þar sem afturrúðan er hluti af skotthleranum, ólíkt Model 3. Þar sem skottið opnast einungis upp að rúðunni. Innra rými í Polestar 2 er miklu nær einhverskonar hefðbundnu innra rými en það sem gerist í Model 3. Polestar 2 hefur aftur fengið eitthvað að láni frá Volvo, sem er ekki slæmt. Hins vegar eru allskonar vísbendingar um þær áherslur sem Polestar vill standa fyrir. Teppin eru úr endurunnum fiskinetum, innréttingin er að hluta úr endurunnum kork og svo framvegis. Lítið sem ekkert króm er sjáanlegt vegna þess að það er óumhverfisvænt að krómhúða hluti samkvæmt kynningu frá Polestar. 16 sentimetrar eru undir lægsta punkt.Vilhelm Gunnarsson Innra rýmið er annars fremur huggulegur staður að vera á og ekki er hægt að sleppa því að minnast á afþreyingarkerfið. Polestar 2 er fyrsti bíllinn til að vera með Google Adroid Automotive stýrikerfið sem er afbragðs gott kerfi. Innra rými í Polestar 2.Vilhelm Gunnarsson Drægni og hleðsla Fjórhjóladrifna útgáfan er 408 hestöfl, togar 660Nm og dregur allt að 482 km samkvæmt WLTP staðlinum. Hann er búinn 78 kWh rafhlöðu sem drífur hann áfram. Hann er því um 8 klukkustundir að hlaða sig á 3ja fasa 16 Ampera 11 kW heimastöð og um 35 mínútur að ná 80% úr um 10% hleðslu í 155 kW hraðhleðslustöð. Drægni Polestar 2 er um 408 - 529 km eftir útfærslum. Polestar 2.Vilhelm Gunnarsson Verð og samantekt Polestar 2 í Long range fjórhjóladrifsútgáfu kostar frá 6.750.000 kr. Það grunnverð fyrir Polestar 2 mun lækka þegar framhjóladrifsútgáfan kemur í sölu á næsta ári. En fyrir 6.750.000 kr. hefur Polestar og Brimborg tekist að ögra Model 3, hressilega enda er útgáfan sem um ræðir vel búin búnaði. Ódýrasta fjórhjóladrifna útgáfan af Tesla Model 3 kostar rétt tæpar 40.000 kr meira með virðisaukaskatti, en Polestar 2. Sú útgáfa er vissulega með um 638 km drægni sem er þónokkuð meira en Polestar 2. En hvor er betri í daglegri notkun? Ofanritaður verður að telja Polestar 2 sé betri í því samhengi. Hann fer betur með farþega og ökumann og er auðveldari í umgengni, Model 3 er lágur og því þarf að setjast umtalsvert niður í hann, ásamt því að vera ekki eins rúmgóður í farþegarými. Polestar 2 er því betri í að vera fólksbíll en Model 3. Model 3 er aftur á móti nær því að vera sportbíll en Polestar 2. Vistvænir bílar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Útlit Bíllinn hefur svalt yfirbragð, hann er greinilega að miklu leyti innblásinn af hönnun Volvo bíla. Það er ekki leiðum að líkjast. Séð aftan á Polestar 2.Vilhelm Gunnarsson Það er þokkalega hátt undir lægsta punkt um rúmir 16 sentimetrar. Sem gerir stöðu bílsins háa og reffilega, ekki sportlega en grimmilega og eins og hann sé klár í að takast á við áskoranir og erfiðar aðstæður. Sem hann er, en meira um það síðar. Aksturseiginleikar Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var framhjóladrifinn. Þeir bílar verða til sölu á næsta ári en fjórhjóladrifsbílar verða fáanlegir fyrst. Stýrið.Vilhelm Gunnarsson Bíllinn er góður í langkeyrslu og afar þýður. Það er þó frekar erfitt að átta sig á því hvar framendi bílsins endar þegar verið er að leggja honum. Hann er samt ekki eins breiður og manni finnst hann vera þegar maður situr í honum. Það finnst best þegar maður leggur honum í stæði, þá fer merkilega lítið fyrir honum. Í reynsluakstrinum var bílnum ekið á Hellisheiði, ísilögðum vegi við Grímsborgir. Það er óhætt að segja að bíllinn hafi fótað sig vel í erfiðum aðstæðum, þótt fjórhjóladrif hefði verið betra. Þegar ísinn hvarf fyrir opnum hálkulausum vegum var auðvelt að finna hversu góður akstursbíll Polestar 2 er. Það er skemmtilegt að keyra bílinn, það er ekki flóknara en það. Hann er ekki eins góður sportbíll og Tesla Model 3. Farþega rými aftur í Polestar 2.Vilhelm Gunnarsson Notagildi og innra rými Polestar 2 er miklu meiri fólksbíll en Model 3. Polestar er betri bíll til daglegra nota og það er örlítið meira pláss fyrir farþega aftur í. Farangursrýmið í Polestar er ögn minna en talsvert aðgengilegra þar sem afturrúðan er hluti af skotthleranum, ólíkt Model 3. Þar sem skottið opnast einungis upp að rúðunni. Innra rými í Polestar 2 er miklu nær einhverskonar hefðbundnu innra rými en það sem gerist í Model 3. Polestar 2 hefur aftur fengið eitthvað að láni frá Volvo, sem er ekki slæmt. Hins vegar eru allskonar vísbendingar um þær áherslur sem Polestar vill standa fyrir. Teppin eru úr endurunnum fiskinetum, innréttingin er að hluta úr endurunnum kork og svo framvegis. Lítið sem ekkert króm er sjáanlegt vegna þess að það er óumhverfisvænt að krómhúða hluti samkvæmt kynningu frá Polestar. 16 sentimetrar eru undir lægsta punkt.Vilhelm Gunnarsson Innra rýmið er annars fremur huggulegur staður að vera á og ekki er hægt að sleppa því að minnast á afþreyingarkerfið. Polestar 2 er fyrsti bíllinn til að vera með Google Adroid Automotive stýrikerfið sem er afbragðs gott kerfi. Innra rými í Polestar 2.Vilhelm Gunnarsson Drægni og hleðsla Fjórhjóladrifna útgáfan er 408 hestöfl, togar 660Nm og dregur allt að 482 km samkvæmt WLTP staðlinum. Hann er búinn 78 kWh rafhlöðu sem drífur hann áfram. Hann er því um 8 klukkustundir að hlaða sig á 3ja fasa 16 Ampera 11 kW heimastöð og um 35 mínútur að ná 80% úr um 10% hleðslu í 155 kW hraðhleðslustöð. Drægni Polestar 2 er um 408 - 529 km eftir útfærslum. Polestar 2.Vilhelm Gunnarsson Verð og samantekt Polestar 2 í Long range fjórhjóladrifsútgáfu kostar frá 6.750.000 kr. Það grunnverð fyrir Polestar 2 mun lækka þegar framhjóladrifsútgáfan kemur í sölu á næsta ári. En fyrir 6.750.000 kr. hefur Polestar og Brimborg tekist að ögra Model 3, hressilega enda er útgáfan sem um ræðir vel búin búnaði. Ódýrasta fjórhjóladrifna útgáfan af Tesla Model 3 kostar rétt tæpar 40.000 kr meira með virðisaukaskatti, en Polestar 2. Sú útgáfa er vissulega með um 638 km drægni sem er þónokkuð meira en Polestar 2. En hvor er betri í daglegri notkun? Ofanritaður verður að telja Polestar 2 sé betri í því samhengi. Hann fer betur með farþega og ökumann og er auðveldari í umgengni, Model 3 er lágur og því þarf að setjast umtalsvert niður í hann, ásamt því að vera ekki eins rúmgóður í farþegarými. Polestar 2 er því betri í að vera fólksbíll en Model 3. Model 3 er aftur á móti nær því að vera sportbíll en Polestar 2.
Vistvænir bílar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent