Gunnar: Eins og kylfingur sem slær vel og kemur sér í góð færi en setur ekki púttin niður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2021 22:12 Gunnar Magnússon segist ekki vera farinn að örvænta þrátt fyrir rýra uppskeru Aftureldingar í Olís-deild karla. vísir/vilhelm Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, er orðinn vanur að mæta í viðtöl eftir jafna leiki sem hans menn fá lítið sem ekkert út úr. Í kvöld töpuðu Mosfellingar fyrir Haukum, 30-29, í hörkuleik. „Það liggur við að það sé hægt að brosa að þessu. Þetta er saga okkar í vetur. Við erum að spila vel. Núna vorum við án beggja línumannanna okkar [Þrándar Gíslasonar Roth og Einars Inga Hrafnssonar] og svo fékk Þorsteinn Leó [Gunnarsson] rautt spjald. Þarna eru þrír þristar farnir en við náðum samt að leysa það. Við gerðum margt vel og það er það sama í vetur,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er hundfúll með þessi tólf stig sem við erum með. Það eru mikil vonbrigði. En ég hefði áhyggjur ef við værum ekki inni í leikjunum. En sannleikurinn er sá að við eigum tækifæri nánast í hverjum leik en náum ekki að klára þá. Við værum með jafn mörg stig og Haukar bara ef við hefðum klárað leikina sem hafa verið jafnir.“ Gunnar vonast til að dæmið snúist við eftir áramót og Afturelding fari að vinna jöfnu leikina. „Við erum kannski búnir að spila þrjá til fjóra lélega leiki sem er svipað og toppliðin. Við erum í færi í nánast hverjum einasta leik til að taka eitt eða tvö stig en erum ekki að klára þetta í lokin. Þetta er eins og kylfingur sem slær vel og kemur sér í góð færi á hverri holu en setur ekki púttin niður,“ sagði Gunnar. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en stundum er þetta þannig að maður þarf bara að brjóta ísinn, gera þetta einu sinni og fá sjálfstraust. Ég hefði miklar áhyggjur ef við værum að spila illa og værum ekki inni í leikjum en auðvitað er ekki auðvelt að vera þjálfari og fara í leik eftir leik, vera inni í þessu og fá ekkert fyrir það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Afturelding 30-29 | Haukar sluppu með skrekkinn Haukar unnu Aftureldingu með minnsta mun, 30-29, í síðustu umferð Olís-deildar karla fyrir jólafrí. 17. desember 2021 21:50 Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
„Það liggur við að það sé hægt að brosa að þessu. Þetta er saga okkar í vetur. Við erum að spila vel. Núna vorum við án beggja línumannanna okkar [Þrándar Gíslasonar Roth og Einars Inga Hrafnssonar] og svo fékk Þorsteinn Leó [Gunnarsson] rautt spjald. Þarna eru þrír þristar farnir en við náðum samt að leysa það. Við gerðum margt vel og það er það sama í vetur,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er hundfúll með þessi tólf stig sem við erum með. Það eru mikil vonbrigði. En ég hefði áhyggjur ef við værum ekki inni í leikjunum. En sannleikurinn er sá að við eigum tækifæri nánast í hverjum leik en náum ekki að klára þá. Við værum með jafn mörg stig og Haukar bara ef við hefðum klárað leikina sem hafa verið jafnir.“ Gunnar vonast til að dæmið snúist við eftir áramót og Afturelding fari að vinna jöfnu leikina. „Við erum kannski búnir að spila þrjá til fjóra lélega leiki sem er svipað og toppliðin. Við erum í færi í nánast hverjum einasta leik til að taka eitt eða tvö stig en erum ekki að klára þetta í lokin. Þetta er eins og kylfingur sem slær vel og kemur sér í góð færi á hverri holu en setur ekki púttin niður,“ sagði Gunnar. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en stundum er þetta þannig að maður þarf bara að brjóta ísinn, gera þetta einu sinni og fá sjálfstraust. Ég hefði miklar áhyggjur ef við værum að spila illa og værum ekki inni í leikjum en auðvitað er ekki auðvelt að vera þjálfari og fara í leik eftir leik, vera inni í þessu og fá ekkert fyrir það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Afturelding 30-29 | Haukar sluppu með skrekkinn Haukar unnu Aftureldingu með minnsta mun, 30-29, í síðustu umferð Olís-deildar karla fyrir jólafrí. 17. desember 2021 21:50 Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - Afturelding 30-29 | Haukar sluppu með skrekkinn Haukar unnu Aftureldingu með minnsta mun, 30-29, í síðustu umferð Olís-deildar karla fyrir jólafrí. 17. desember 2021 21:50