Þrjú af átta bestu með Íslending innanborðs Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 12:00 Sveindís Jane Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru báðar á mála hjá félögum sem komin eru í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, sem og hin hollenska Vivianne Miedema sem leikur með Arsenal. vísir/hulda margrét Á mánudaginn verður dregið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Þrjú Íslendingalið verða í skálinni sem dregið verður úr. Í gær lauk riðlakeppninni þar sem Breiðablik varð að sætta sig við 6-0 tap gegn stórliði PSG í lokaleik sínum. Þegar dregið verður í 8-liða úrslitin geta lið frá sama landi mæst, en ekki lið sem voru saman í riðli í riðlakeppninni. Liðunum er skipt í tvo styrkleikaflokka eftir því hvort þau unnu sinn riðil eða enduðu í 2. sæti. Liðin í 8-liða úrslitum Sigurvegarar riðla: A: Wolfsburg (Þýskalandi) B: PSG (Frakklandi) C: Barcelona (Spáni, ríkjandi meistari) D: Lyon (Frakklandi) Lið sem enduðu í 2. sæti: A: Juventus (Ítalíu) B: Real Madrid (Spáni) C: Arsenal (Englandi) D: Bayern München (Þýskalandi) Mest var spennan í A-riðli þar sem nýir liðsfélagar Sveindísar Jane Jónsdóttur í Wolfsburg þurftu þriggja marka sigur í gær gegn Chelsea, silfurliði síðustu leiktíðar, til að vinna riðilinn. Wolfsburg gerði gott betur og vann 4-0. Chelsea endaði í 3. sæti þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum og Wolfsburg, því Juventus endaði einnig með sama stigafjölda. Innbyrðis úrslit liðanna þriggja réðu því að Chelsea sat eftir. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Wolfsburg fékk Sveindísi frá Keflavík í lok síðasta árs en lánaði hana um leið til sænska félagsins Kristianstad. Nú er hún hins vegar mætt til Þýskalands og Wolfsburg getur skráð hana í Meistaradeildina fyrir leikina í 8-liða úrslitum sem verða í lok mars. Ólíklegt að Sara nái leik en Glódís og Karólína með Bayern München, lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, komst áfram úr D-riðli af öryggi þrátt fyrir að enda tveimur stigum á eftir Lyon, sigursælasta liði í sögu keppninnar. Lyon er einmitt þriðja Íslendingaliðið sem eftir er í keppninni en ólíklegt verður að teljast að Sara Björk Gunnarsdóttir nái að spila með liðinu í Meistaradeildinni á þessari leiktíð sem lýkur með úrslitaleik 22. maí. Sara, sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember, á sér þó þann draum að spila með íslenska landsliðinu á EM í Englandi í júlí. Dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar klukkan 12 á mánudaginn og í kjölfarið verður einnig dregið í undanúrslit keppninnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira
Í gær lauk riðlakeppninni þar sem Breiðablik varð að sætta sig við 6-0 tap gegn stórliði PSG í lokaleik sínum. Þegar dregið verður í 8-liða úrslitin geta lið frá sama landi mæst, en ekki lið sem voru saman í riðli í riðlakeppninni. Liðunum er skipt í tvo styrkleikaflokka eftir því hvort þau unnu sinn riðil eða enduðu í 2. sæti. Liðin í 8-liða úrslitum Sigurvegarar riðla: A: Wolfsburg (Þýskalandi) B: PSG (Frakklandi) C: Barcelona (Spáni, ríkjandi meistari) D: Lyon (Frakklandi) Lið sem enduðu í 2. sæti: A: Juventus (Ítalíu) B: Real Madrid (Spáni) C: Arsenal (Englandi) D: Bayern München (Þýskalandi) Mest var spennan í A-riðli þar sem nýir liðsfélagar Sveindísar Jane Jónsdóttur í Wolfsburg þurftu þriggja marka sigur í gær gegn Chelsea, silfurliði síðustu leiktíðar, til að vinna riðilinn. Wolfsburg gerði gott betur og vann 4-0. Chelsea endaði í 3. sæti þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum og Wolfsburg, því Juventus endaði einnig með sama stigafjölda. Innbyrðis úrslit liðanna þriggja réðu því að Chelsea sat eftir. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Wolfsburg fékk Sveindísi frá Keflavík í lok síðasta árs en lánaði hana um leið til sænska félagsins Kristianstad. Nú er hún hins vegar mætt til Þýskalands og Wolfsburg getur skráð hana í Meistaradeildina fyrir leikina í 8-liða úrslitum sem verða í lok mars. Ólíklegt að Sara nái leik en Glódís og Karólína með Bayern München, lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, komst áfram úr D-riðli af öryggi þrátt fyrir að enda tveimur stigum á eftir Lyon, sigursælasta liði í sögu keppninnar. Lyon er einmitt þriðja Íslendingaliðið sem eftir er í keppninni en ólíklegt verður að teljast að Sara Björk Gunnarsdóttir nái að spila með liðinu í Meistaradeildinni á þessari leiktíð sem lýkur með úrslitaleik 22. maí. Sara, sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember, á sér þó þann draum að spila með íslenska landsliðinu á EM í Englandi í júlí. Dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar klukkan 12 á mánudaginn og í kjölfarið verður einnig dregið í undanúrslit keppninnar.
Liðin í 8-liða úrslitum Sigurvegarar riðla: A: Wolfsburg (Þýskalandi) B: PSG (Frakklandi) C: Barcelona (Spáni, ríkjandi meistari) D: Lyon (Frakklandi) Lið sem enduðu í 2. sæti: A: Juventus (Ítalíu) B: Real Madrid (Spáni) C: Arsenal (Englandi) D: Bayern München (Þýskalandi)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira