Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2021 20:19 Jón Gunnarson, innanríkisráðherra, og Hreinn Loftsson, fyrrverandi aðstoðarmaður hans til skamms tíma. Vísir/Vilhelm Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. Hreinn var áður aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í áðurnefndri færslu segir Hreinn málefni ráðuneytisins vera fjölmörg og spennandi og því hafi hann tekið boði Jóns um að aðstoða hann í embætti. „Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum,“ skrifar Hreinn. Hann hefur ekki svarað símtölum. Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður, er einnig aðstoðarmaður Jóns. Sjá einnig: Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Eins og segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins frá fyrsta desember lauk Hreinn laganámi frá Háskóla Íslands árið 1983, var við framhaldsnám í Oxford 1984-85 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum árið 1988 og Hæstarétti árið 1993. Hann á að baki fjölbreyttan feril í lögmennsku, atvinnulífi, stjórnsýslu og sem aðstoðarmaður ráðherra í viðskipta-, utanríkis- og samgönguráðuneytunum á árunum 1983-1988, forsætisráðuneytinu árin 1991-1992 og dómsmálaráðuneytinu árin 2019-2021. Þá var hann sjálfstætt starfandi lögmaður á árunum 1988 til 1991 og frá 1992 til 2019. Hreinn hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og átt sæti í ýmsum stjórnum og nefndum, auk starfs á vettvangi stjórnmála. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mikil uppstokkun meðal aðstoðarmanna ríkisstjórnarinnar Það eru fleiri en ráðherrar sem hafa stólaskipti þessa dagana. Aðstoðarmenn ráðherra eru einnig margir að takast á við ný verkefni í nýjum ráðuneytum og þónokkrir hverfa á braut. Sumir sitja áfram í sama ráðuneyti, jafnvel þótt skipt hafi verið um ráðherra. 2. desember 2021 17:22 Hreinn ráðinn aðstoðarmaður Jóns Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra. Hann var aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í síðustu ríkisstjórn. 1. desember 2021 12:41 Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 27. september 2019 16:29 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Hreinn var áður aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í áðurnefndri færslu segir Hreinn málefni ráðuneytisins vera fjölmörg og spennandi og því hafi hann tekið boði Jóns um að aðstoða hann í embætti. „Fljótlega komst ég þó að raun um að ég hafði verið of fljótur á mér og hef nú afráðið að láta af störfum,“ skrifar Hreinn. Hann hefur ekki svarað símtölum. Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður, er einnig aðstoðarmaður Jóns. Sjá einnig: Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Eins og segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins frá fyrsta desember lauk Hreinn laganámi frá Háskóla Íslands árið 1983, var við framhaldsnám í Oxford 1984-85 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum árið 1988 og Hæstarétti árið 1993. Hann á að baki fjölbreyttan feril í lögmennsku, atvinnulífi, stjórnsýslu og sem aðstoðarmaður ráðherra í viðskipta-, utanríkis- og samgönguráðuneytunum á árunum 1983-1988, forsætisráðuneytinu árin 1991-1992 og dómsmálaráðuneytinu árin 2019-2021. Þá var hann sjálfstætt starfandi lögmaður á árunum 1988 til 1991 og frá 1992 til 2019. Hreinn hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og átt sæti í ýmsum stjórnum og nefndum, auk starfs á vettvangi stjórnmála.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Mikil uppstokkun meðal aðstoðarmanna ríkisstjórnarinnar Það eru fleiri en ráðherrar sem hafa stólaskipti þessa dagana. Aðstoðarmenn ráðherra eru einnig margir að takast á við ný verkefni í nýjum ráðuneytum og þónokkrir hverfa á braut. Sumir sitja áfram í sama ráðuneyti, jafnvel þótt skipt hafi verið um ráðherra. 2. desember 2021 17:22 Hreinn ráðinn aðstoðarmaður Jóns Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra. Hann var aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í síðustu ríkisstjórn. 1. desember 2021 12:41 Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 27. september 2019 16:29 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Mikil uppstokkun meðal aðstoðarmanna ríkisstjórnarinnar Það eru fleiri en ráðherrar sem hafa stólaskipti þessa dagana. Aðstoðarmenn ráðherra eru einnig margir að takast á við ný verkefni í nýjum ráðuneytum og þónokkrir hverfa á braut. Sumir sitja áfram í sama ráðuneyti, jafnvel þótt skipt hafi verið um ráðherra. 2. desember 2021 17:22
Hreinn ráðinn aðstoðarmaður Jóns Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra. Hann var aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í síðustu ríkisstjórn. 1. desember 2021 12:41
Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 27. september 2019 16:29